A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Strandabyggðar og Strandir í verki

| 27. mars 2018
Rakel Ýr Stefánsdóttir listrænn stjórnandi Strandir í verki
Rakel Ýr Stefánsdóttir listrænn stjórnandi Strandir í verki
« 1 af 3 »

Opið er fyrir umsóknir í Vinnuskóla Strandabyggðar sumarið 2018. 


Vinnuskóli Strandabyggðar er metnaðarfullt tómstundastarf unnið í samstarfi tómstundafulltrúa, áhaldahúss, Leikfélags Hólmavíkur og ungmenna á svæðinu. Í vinnuskólanum er unglingum skapað öruggt og gefandi starfsumhverfi þar sem ungmenni kynnast fjölbreyttum störfum, temja sér vinnusiðferði og marka sér stefnu fyrir framtíðina. Í sumar verður boðið upp á Vinnuskóla fyrir börn fædd árin 2000-2005 en framboð á vinnu fer eftir aldri sem hægt er að kynna sér í Vinnuskólareglunum hér.

Ásamt hinum hefðbundna vinnuskóla gefst ungmennum í Strandabyggð færi á launaðri vinnu við listsköpun. Strandir í verki er nýsköpunarverkefni að frumkvæði Leikfélags Hólmavíkur og unnið í samstarfi við Strandabyggð, Rannsóknarsetur HÍ í Þjóðfræði og Sauðfjársetur á Ströndum. Verkefnið er styrkt af Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Sparisjóði Strandamanna. Hugmyndin er sú að ungt og upprennandi listafólk geti þróast í starfi í heimabyggð, fengið stuðning við starf á sínu áhugasviði, auðgað mannlífið og um leið sannfærst um að hægt sé að starfa við fjölbreytta og skapandi iðju í heimabyggðinni. Verkefnastjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir en Rakel Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi verkefnisins, hún er upprennandi leik- og listakona, útskrifuð af leiklistabraut FG, meðlimur í Leikfélagi Selfoss og nemi á leiklistarbraut LHÍ. Umsækjendur sem vilja taka þátt í Strandir í verki þurfa að vera fæddir á árunum 00-04, eiga forsjáraðila búsetta í Strandabyggð og hafa áhuga á störfum á sviði lista og menningar, hvort heldur sem er að koma fram, skapa eða sinna tækni- og markaðslegum hliðum listrænna verkefna. Þau sem valin verða til starfsins hljóta síðan vinnuskólalaun fyrir sitt framlag.

Þeir sem hafa áhuga á starfi þurfa að kynna sér reglur Vinnuskólans sem hægt er að finna hér undir Vinnuskólareglur.
Umsókn um vinnu í Vinnuskólanum má nálgast hér en þessa umsókn þarf að prent út og skila á skrifstofu Strandabyggðar.Einnig er hægt að sækja um starf rafrænt og þá í gegnum netfang forsjáraðila. Rafrænt eyðublað má nálgast hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón