A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laus staða leiðbeinanda við Vinnuskóla

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. maí 2019

Laus er staða leiðbeinanda Vinnuskóla Strandabyggðar sumarið 2019. Skilyrði er hrein sakaskrá og reykingar eru ekki leyfðar á vinnutíma. Nánari upplýsingar eru hér og er umsóknarfrestur á til og með sunnudagsins 12. maí. Umsóknum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða í tölvupósti til Tómstundafulltrúa tomstundafulltrui@strandabyggd.is.  Einnig má skila inn umsókn gegnum google og merkja við umsjón vinnuskóla.  

Kynning á hugmyndinni um breytta Hamingjudaga

| 07. maí 2019

 
Fimmtudaginn 9. maí kynna nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík útfærslu sína á hugmyndinni um breytta Hamingjudaga fyrir dómnefnd Landsbyggðarvina. Öllum áhugasömum er boðið að hlýða á kynninguna.

Kynningin fer fram á Café Riis kl. 11:00. Að henni lokinni verður boðið upp á súpu og brauð en gestir geta keypt sér veitingarnar á 1000 kr.

Það er komið sumar!

| 03. maí 2019
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er komið sumar!  Og á svona degi hugsar maður um allt sem hægt er að gera;  taka til og henda rusli, þvo bílinn eða gluggana, hengja út þvott, byrja á garðavinnunni, klippa tré og runna, horfa út á sjó, skipuleggja sumarfríið, fá sér Pizzu, spila smá Disco, ganga upp að vörðu eða fara Óshringinn, eða bara hugsa um eitthvað annað jákvætt og skemmtilegt. 

Hvað sem þið gerið; njótið lífsins á þessum frábæra stað.  Verum jákvæð!  Góða helgi!

Kvennakórinn Norðurljós 20 ára afmælistónleikar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. maí 2019
Kvennakórinn Norðurljós var stofnaður haustið 1999 af Sigríði Óladóttur og systrunum Mariolu og Elzbietu Kowalczyk og á því 20 ára afmæli í haust.  Í tilefni þess, hefur kórinn æft dagskrá sem samanstendur af uppáhaldslögum undanfarinna 20 ára og lögum og textum sem hafa verið samin eða útsett fyrir kórinn.

Afmælistónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 5. maí nk. kl. 14.00 í Hólmavíkurkirkju og eftir tónleikana verður veglegt kaffihlaðborð og afmælisveisla í félagsheimilinu á Hólmavík.  Kórkonur vonast eftir að sem flestir mæti til að fagna þessum tímamótum með þeim.

Stjórnandi kórsins hefur verið frá upphafi Sigríður Óladóttir og að þessu sinni eru meðleikarar Kjartan Valdimarsson og Gunnlaugur Bjarnason. Formaður kórsins er Aðalbjörg Óskarsdóttir

Miðaverð er 3500 og 1800 fyrir ungmenni 6-14 ára og ekki er tekið við kortagreiðslum en hægt er að millifæra á reikning.

Lokahátið Þjóðleiks á Hólmavík

| 29. apríl 2019

Lokahátíð Þjóðleiks á Hólmavík 30. apríl - 1. maí
Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni að frumkvæði
Þjóðleikhússins og í góðu samstarfi við menningarráð og marga aðra aðila á landsbyggðinni.
Þekkt íslensk leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem
svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Lokahátíðir eru haldnar að vori þar sem allar
sýningar í hverjum landsfjórðungi koma saman á stórri leiklistarhátíð. Í ár er Þjóðleikur 10 ára og
verður haldinn með pompi og pragt....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón