A A A

Valmynd

Fréttir

Sýningaropnun á Sćvangi

23. júní 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Gvendur dúllari
Gvendur dúllari
Á sunnudag kl. 15 opnar sýningin Förufólk og flakkarar, á Sauðfjársetrinu í Sævangi.

Sýningin segir frá förufólki sem flakkaði um Ísland fyrr á öldum. Þetta var fjölbreyttur og umtalaður hópur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum í sögum.

Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson standa að sýningunni og munu segja frá gerð hennar.

Kaffihlaðborð verður á boðstólnum í Sævangi á milli kl. 15-18.

Sýning Rutar Bjarnadóttir í Hnyđju

21. júní 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir

Ný sýning Rutar Bjarnadóttir verður opnuð í Hnyðju í tilefni Haminjgudaga

Rut Bjarnadottir er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún býr og starfar í Malmö, Svíþjóð.

Rut vinnur með mismunandi tækni, en alltaf út frá áferð og yfirborði.

Rut útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, textíldeild árið 1987.

Þetta er fyrsta einkasýning Rutar á Íslandi og Hólmavík varð fyrir valinu.

Einkasýningar í úrvali: Íslenska Menningarhúsið (Jónshús), Kaupmannahöfn (DK), Sjöbo Konsthall (SE), Galleri Orås (SE), Galleri Vollsjö o Café (SE). Samsýningar í úrvali: Malmö Open Studios, ADDO, Malmö (SE), Landsbankinn, Reykjavík (IS), Lista- og arkitektúrháskólinn, Helsinki (FI). Skånes konsförening, Höstsalongen, Malmö (SE). 

Nánari upplýsingar um Rut og verk hennar er að finna á heimasíðu hennar rut.se

Sýningin opnar við setningu hátíðarinnar föstudaginn 25. júní kl. 17:00

Sjáumst bráđum

18. júní 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Dagskrá Hamingjudaga er óðum að taka á sig mynd og verður birt á vefnum síðar í dag.
Það verður kubbmót, garðpartý, listsýing hjá Rut Bjarnadóttur, dagskrá um Stein Steinarr, opin "hús", sjávarréttasúpa, vatnaleikir og messa svo fátt eitt sé nefnt.
Hlökkum ti að sjá ykkur

Fleiri fréttir

Nýjustu myndirnar

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón