A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjan 2020

26. maí 2020 | Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir
Hamingjan sanna
Vegna C-19 verða Hamingjudagar með öðru sniði í ár.
Það verður ekki dansleikur,hnallþóruhlaðborð né hoppukastalar. En Leikhópurinn Lotta verður með sýningu, Hamingjuhlaupið verður og tónleikar. Dagskrá verður gefin út þegar nær dregur.

Hamingjudagar 26. - 28. júní 2020

30. ágúst 2019 | Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir
Sönn ánægja að tilkynna að Hamingjudagar verða haldnir dagana 26. - 28. júní 2020. Vil ég hvetja fólk til að hafa samband ef það hefur hugmyndir eða viðburð á Hamingjudagana. Munum að taka síðustu helgina í júní 2020 frá og skemmtum okkur saman á Hamingjudögum.
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstunda-og íþróttafulltrúi
tomstundafulltrui@strandabyggd.is 

Ţakkir

03. júlí 2019 | Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir
Kæru íbúar og gestir Hamingjudaga 2019
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir bakstur, aðstoð, vinnu, leik, skemmtun og gleðilega samveru á Hamingjudögum 2019.
Á næsta ári verða þeir að öllum líkindum helgina 26. - 28. júní ykkur til upplýsingar.
Hamingju- og þakkar kveðja
Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir
Tómstunda-og íþróttafulltrúi

Fleiri fréttir

Nýjustu myndirnar

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón