A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar 2014

21. janúar 2014 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Hamingjudagar 2014 verða haldnir helgina 27.-29. júní.  Um að gera að skipuleggja sumarið og taka þátt í skemmtilegri bæjarhátíð.

Verđlaun á Hamingjudögum

02. júlí 2013 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
mynd e. Jón Jónsson
mynd e. Jón Jónsson
« 1 af 2 »
Að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf gerir marga hamingjusama; þá sem gefa, þá sem þiggja og þá sem samgleðjast. Því eru veitt verðlaun fyrir ýmslegt á Hamingjudögum.

Kassabílarallý er árviss viðburður á Hamingjudögum en nýbreytni var að nú voru veitt verðlaun sem samanstóðu af gjafapoka frá Ó. Johnson & Kaaber og gjafabréfi upp á 5000 kr. í Pakkhúsinu. Róbert Máni Newton og Fannar Freyr Snorrason hlutu verðlaun fyrir besta tímann og Hermann og Elma Ósland hlutu verðlaun fyrir flottasta farartækið.

Lítil ónafngreind stúlka sigraði í Hamingjugetrauninni og hlaut að launum gjafapoka frá Ó. Johnson & Kaaber og gjafabréf á kaffihlaðborð á Sauðfjársetrinu.

Þetta árið hlaut rauða hverfið skreytingaverðlaunin, besta fígúran var m&m barnið eftir Kristínu Lilju Sverrisdóttur að Víkurtúni 2 og best skreytta húsið var hjá Svanhildi Jónsdóttur og Jóni Vilhjálmssyni að Hafnarbraut 21.

Hnallþóruhlaðborðið var einkar glæsilegt en þar átti Þorbjörg Stefánsdóttir girnilegustu kökuna, Guðgrún Margrét Jökulsdóttir best skreyttu og Sigrún Edda Halldórsdóttir þá hamingjusömustuað mati sveitastórnar. Allar hlutu þær glæsileg verðlaun frá Kornax, Partýbúðinni og Ó. Johnson & Kaaber.

Til hamingju með sigurinn öll sömul!

Takk fyrir okkur

01. júlí 2013 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Nú eru Hamingjudagar afstaðnir og ekki hægt að segja annað en að allt hafi gengið glimrandi vel. Þátttaka var töluverð og fjölmiðlaumfjöllun um hátíðina var mikil enda vekur markmið hátíðarinnar, að auka hamingju þátttakenda, víða athygli. Veðrið lék einnig við okkur seinni hluta hátíðarinnar og dagskráin var með glæsilegra móti.

Skipuleggjendur hátíðarinnar þakka kærlega fyrir gott samstarf, frábæra þátttöku og almenna jákvæðni og hamingju.

Þið sem tókuð myndir eða búið yfir skemmtilegum frásögnum um Hamingjudaga endilega sendið þær til Esther á póstfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón