A A A

Valmynd

Fréttir

Facebook síđa Hamingjudaga

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 23. júní 2014
Fylgist vel með framvindu mála á Facebook síðu Hamingjudaga https://www.facebook.com/hamingjudagar

Kassabílarallý 2014

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júlí 2014
Marinó og Kristinn Jón í startholunum
Marinó og Kristinn Jón í startholunum
« 1 af 2 »
Kassabílarallýið er einn af föstum liðum á Hamingjudögum og veitir mörgum gleði og hamingju.  Áhaldahúsið sá um kassabílasmiðju í vikunni fyrir keppnina þar sem krakkar gátu mætt ásamt fjölskyldu sinni og smíðað eða endurbætt kassabíl.

Marinó Helgi Sigurðsson var sigurskarpastur í rallýinu að þessu sinn og Kristinn Jón Karlsson fékk verðlaun fyrir frumlegasta bílinn.  Verðlaunahafar fengu glæsileg verðlaun frá pakkhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og Partýbúðinni og kunnum við styrktaraðilum bestu þakkir fyrir og óskum piltunum til hamingju með sigurinn.

Hnallţórukeppnin

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júlí 2014
Flottasta kakan
Flottasta kakan
« 1 af 5 »

Að venju var Hnallþóruborðið okkar á Hamingjudögum stútfullt af girnilegum kökum sem gestir gæddu sér á eftir að sigurkökurnar höfðu verið valdar.  Að þessu sinni var fagurlega skreytt kaka Heidrunar Scher valin flottasta kakan. Guðrún Margrét Jökulsdóttir bakaði "hamingjusömustu kökuna" og Svanhildur Vilhjálmsdóttir og Ragnheiður H. Gunnarsdóttir áttu "girnilegustu kökuna".  

Við þökkum öllum þeim sem buðu upp á kökur á hlaðborðinu og jafnframt styrktaraðilum sem gáfu glæsileg verðlaun, Kornax, Sölku bókaforlagi, Partýbúðinni og  O.Johnson og Kaaber.

Takk fyrir og til hamingju

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 01. júlí 2014
Nú er Hamingjudögum árið 2014 lokið. Það er óhætt að fullyrða að hátíðin hafi gengið vel þetta árið þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið okkur eins hliðhollir og spár höfðu gefið til kynna. Mætingin var góð, gleðin var við völd og allt gekk stórslysalaust fyrir sig, enda hamingjan í fyrirrúmi.

Breytingar á hátíðinni virtust mælast vel fyrir, en brenna á föstudagskvöldi, aðaldagskrá að degi til og sveitadagskrá á sunnudegi með messu utandyra voru nýjungar sem vöktu jákvæð viðbrögð. Sýningarnar voru einnig til fyrirmyndar sem og allt það listafólk sem steig á stokk.

Hátíð sem þessi getur ekki orðið að veruleika nema með dyggum stuðningi fyrirtækja sem ýmist veita til hennar fjárhagslegan stuðning eða vinninga eða halda jafnvel sjálfstæða viðburði. Takk kærlega fyrir okkur styrktaraðilar.

Mestar þakkir eiga íbúar Strandabyggðar þó skilið. Íbúarnir leggjast á eitt fyrir að gera þessa hátíð jafn einstaka og raun ber vitni. Takk fyrir hjálpina og til hamingju með árangurinn.

Réttar tímasetningar Hamingjuhlaups

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 27. júní 2014
Einhver ruglingur hefur átt sér stað varðandi tímasetningar Hamingjuhlaups. Lagt verður af stað frá Kleifum klukkan 10:50 og komið á hátíðarsvæðið á Hólmavík klukkan 16:00. Gangi ykkur vel að hlaupa.

Hamingjutónar 2014

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 27. júní 2014
Hápunktur Hamingjudaga eru Hamingjutónar. Í þetta skiptið fara þeir fram á Klifstúni, öðru nafni Kirkjuhvammi, á lagardag kl. 15. Hamingjutónar hefjast því strax eftir að Leikhópurinn Lotta hefur lokið við sýningu sína á Hróa Hetti.

Að þessu sinni verður Sunneva Guðrún Þórðardóttir kynnir á Hamingjutónum. Dagskráin hefst með því að Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitastýra, flytur okkur hamingjuhugvekju. Sólrún Ósk Pálsdóttir tekur því næst fyrir okkur lagið. Strax í kjölfarið verða veitt verðlaun í Hamingjugetrauninni sem fram fer í Upplýsingamiðstöðinni. Því næst veitir fráfarandi Umhverfisnefnd í fyrsta skipti sérstök umbótaverðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa bætt umhverfi sitt sérstaklega síðastliðið ár. Að þessu loknu mun Geiri galdrakarl sýna okkur fjölmargt undarlegt sem ekki nokkur skilur. Að því loknu kynnir tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd hver hefur hlotið Lóuna, Menningarverðlaun Strandabyggðar.

Því næst stíga sigurverarar SamVest söngkeppninnar á stokk og taka nokkur lög. Strax að því loknu verða veitt Hnallþóruverðlaun fyrir hamingjusömustu, fallegustu og girnilegustu kökuna. Eins og vanalegt er koma hamingjuhlauparar heim um leið og kökurnar eru klárar og fær Stefán Gíslason fyrstu sneiðina eftir 37 kílómetra hlaup, hvorki meira né minna. Eftir að allir hafa fengið sér af borðinu og eru farnir að njóta dýrindis veislunnar hertekur hljómsveitin Rythmatik sviðið og lýkur dagskránni.

Það er því unga fólkið sem ræður ríkjum á Hamingjutónum í ár enda fátt sem gerir okkur hamingjusamari en ótrúlegir hæfileikar og dugnaður unga fólksins okkar.

Ţađ sem gerir okkur hamingjusöm

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 27. júní 2014
Í dag klukkan 16:00 verður sýningaropnun  og setning Hamingjudaga í Hnyðju.

Hamingjusamir íbúar Strandabyggðar munu sýna eitthvað af því sem gerir þá hamingjusama með fjölbreyttum hætti, segja frá, svara spurningum en þátttakendur sýningarinnar verða viðstaddir opnunina....
Meira

Styrktarađilar Hamingjudaga 2014

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 26. júní 2014
Hamingjudagar eiga gott bakland í tryggum styrktaraðilum. Nú þegar hafa Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Orkubú Vestfjarða, VÍS,Verkalýðsfélag Vestfjarða, Sparisjóður strandamanna, Arion banki og Hólmadrangur líst yfir fjárhagslegum stuðningi.

Strandafrakt og Fiskmarkaðurinn á Hólmavík styrkja síðan hátíðina með láni á búnaði og húsnæði. Við þökkum kærlega veittan stuðning.

Hamingjudagar óska stoltum styrktaraðilum til hamingju með sitt framlag.

Íţróttir á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 25. júní 2014
Það er vitað mál að íþróttaiðkun eykur hamingjuna. Þess megna er ógrynni mishefðbundinna íþrótta stundaður á hamingjudögum....
Meira

Rythmatik á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 25. júní 2014
Rythmatik er hljómsveit sem var stofnuð í lok árs 2012 en tók ekki á sig núverandi mynd fyrr en í september 2013. Hljómsveitin spilar Indie vafið rokk. Hljómsveitin er að skjótast hrattt upp á stjörnuhimininn, í vetur spilaðu hún á Aldrei fór ég suður við frábærar undirtektir og tónlist þeirra er nú komin í spilun á Rás 2.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru vestfirsku strákarnir Hrafnkell Hugi Vernharðsson,  Eggert Nielson Pétur Óli Þorvaldsson og Valgeir Skorri Vernharðsson. Meðal áhrifavalda Rythmatik eru The Smiths, Death Cab For Cutie, Arctic Monkeys oog Foo Fighters. Tóndæmi með Rythmatik má finna hér.

Rythmatik slær botninn í Hamingjutóna á útisviðinu á laugardaginn auk þess að spila á unglingatónleikum í Félagsheimilinu á laugardaginn kl. 20:30
Fyrri síđa
1
234567171819Nćsta síđa
Síđa 1 af 19
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón