A A A

Valmynd

Fréttir

Takk fyrir okkur!

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 02. júlí 2021
Hamingjudagarnir voru hreint út sagt frábærir, veðurvarða dagskráin small saaman við dýrindis veður, stemmningin var góð, samvera án samkomutakmarkana kærkomin og veitingarnar lúffengar.

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag og bjóðum alla okkar góðu gesti velkomna aftur síðar.

Við minnum á að Hólmavík er hátíðarbær þar sem glatt er á hjalla en hér er haldin hátíð í hverjum mánuði, allan ársins hring. Næst á dagskrá er Náttúrubarnahátíðin á Sævangi 9.-11. júlí en þar fer einnig fram Hrútaþukl í ágúst, réttir eiga hug okkar allan í september en í október er Hrekkjavík og Bókavík í nóvember.

Gera má ráð fyrir að Hamingjudagar verði aftur á dagskrá síðustu helgina í júní að ári liðnu, sjáumst þá.

Verđlaunahafar í Hnallţórukeppni

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 30. júní 2021
Hamingjusamasta kakan
Hamingjusamasta kakan
« 1 af 3 »
Hnallþóruhlaðborðið í ár var virkilega glæsilegt!

Vel skipuð dómnefnd valdi hnallþóru Iðunnar Sveinsdóttur sem flottustu krakkakökuna, köku Ölmu Benjamínsdóttur sem þá frumlegustu og Hafdísar Gunnarsdóttur sem þá hamingjusömustu.

Verðlaunahafar hlutu bækur frá Gotterí og gersemar auk innegna hjá Samkaup og Sætum syndum.

Við þökkum kærlega fyrir allar veitingar sem bárust, gleðilega samveru og glæsilega vinninga.

Kubbmót á Hamingjudögum

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 30. júní 2021
Kubbmót HSS var haldið á tjaldstæði Strandabyggðar fimmtudaginn 24. júní kl 17. Mótið hófst 17:17 í suðvestan "sveiflu" og blés nokkuð ákveðið. Hitastig var ekki ýkja hátt og var því nokkur vindkæling. Það létu áhugasamir þátttakendur ekki á sig fá og voru spilaðir 4 leikir undir ábyrgu eftirliti dómara en það voru þær Steinunn Þorsteinsdóttir og Íris Björg Guðbjartsdóttir Miðdælingar sem sáu um að farið væri að reglum. Eftir fyrri tvo leikina fengu liðsmenn, dómarar og aðrir gestir sér grillaðar veitingar. Eftir veitingarnar voru leiknir úrslitaleikir og voru það þau Ólöf Katrín Reynisdóttir og Marínó Helgi Sigurðsson sem unnu. Engin sérstök verðlaun voru veitt en meðlimir vinningsliðsins voru hvattir til þátttöku í íslandsmóti í kubbi síðar í sumar.

Texti: Íris Björg

Hamingjuríkur sunnudagur

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 27. júní 2021
Upp er runninn bjartur og fagur sunnudagur. Í dag verður úti-fermingarmessa í Tröllatungu kl. 11 þar sem öll eru velkomin. Á sama tíma hefst polla- og pæjumót HSS á Skeljavíkurgrundum (við golfvöllinn) skráning er á staðnum og eru öll börn velkomin, óháð aldri.

Listsýning Rutar Bjarnadóttur er opin frá klukkal 11-16.

Klukkan 12 hefst svo Karnival á Galdratúninu. Á svæðinu verður hoppukastali auk nerfbyssuleikvangs og fjölbreyttra hamingjuleikfanga. Vinnuskólinn hefur sömuleiðis útbúið skemmtilegan vatnsleikjavegg og pannavöllurinn er auðvitað á sínum stað.

Milli klukkan 12 og 14, um það bil, verður einnig hægt að skoða dráttarvélina hans Unnsteins á Klúku og ruslabíl Sorpsamlagsins á planinu við Galdratúnið auk þess sem Mási býður um borð í bátinn sinn við bryggjuna.

Klukkan 13 hefjast svo Quiddich leikar þar sem öllum er velkomið að taka þátt í spennandi keppni í uppáhaldsíþrótt galdrafólks.

Tekið er á mótu hnallþórum í Hnyðju milli klukkan 12 og 13:30 en kökuhlaðborðið sjálft hefst klukkan 14. Verðlaun verða veitt fyrir hamingjusömustu kökuna, frumlegustu kökuna og flottustu krakkakökuna og koma verðlaunin frá Sætum syndum, Gotterí og gersemar og Samkaup. Við hvetjum ykkur bæði til að koma með veitingar á borðið en jafnframt til að koma með eigin áhöld og minnka þannig sorp.

Klukkan 15 býður Slökkviliðið upp á froðurennibraut í Kirkjuhvamminum og klukkan 16 fer sjósportfélagið Rán með áhugasömum í sjósund.

Um kvöldið bjóða Arnkatla og Þjóðfræðistofa svo upp á snarpa húmorskvöldvöku með Sögu Garðars og Ara Eldjárn.

Það er engin ástæða til annars en að ætla að dagurinn verði dásamlegur!


Laugardagur í hamingju

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 25. júní 2021
Við tökum laugardeginum tiltöllega rólega framan af, enda var spáin okkur ekki hliðholl. Það á þó að lægja þegar líður á daginn og um kvöldið ætti veðrið að vera orðið notalegt.

Samkomutakmarkanir eru í það minnsta ekki lengur í gildi og því ber að fagna!

Klukkan 11 sýnir Leikhópurinn Lotta pínuLitlu gulu hænuna í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík.

Frá 11:30 til 14 er opið hús í Hólmadrangi, gengið er inn bakatil og gestum og gangandi boðið upp á dýrindis sjávarréttarsúpu.

Klukkan 14 opnar sýning um förufólk og flakka á Sævangi. Dagrún Jónsdóttir og Jón Jónsson segja frá efni sýningarinnar og stórglæsilegt kaffihlaðborð verður á boðstólnum til klukkan 18.

Klukkan 17 flytja Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg dagskrá um Stein Steinarr í Steinshúsi og er aðgangur ókeypis.

Á sama tíma leggja hamingjuhlauparar af stað úr Þorskafirði og hlaupa yfir Kollabúðarheiði og alla leið til Hólmavíkur. Það er velkomið að koma inn í hlaupið hvenær sem er og hlaupa þá vegalengd sem hverjum og einum hentar.

Skútan Birillo verður opin gestum og gangandi við Hólmavíkurhöfn milli kl. 19 og 22 og þar býður skipstjórinn, að eigin sögn, upp á heimsins bestu fiskisúpu.

BarSvar hefst á Kaffi Galdri kl. 20 og að því loknu, nánar tiltekið kl. 22 hefst brekkusöngur á Toggatúni, neðan við heilsugæsluna. Kristján stýrir brekkusöngnum eins og svo oft áður en nú verður tekið á móti hlaupurunum í miðjum brekkusöng. Hlaupagarparnir eru væntanlegir í mark kl 22:30 og fá þá vonandi kröftugar móttökur með söng, gleði og veitingum.
Föstudagur

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 25. júní 2021
Vorvindar hafa boðað komu sína á Hamingjudaga og hafa einhver áhrif á atburði dagsins.

Það viðraði þó vel á grillhátíð leikskólans Lækjarbrekku í morgun þar sem fjöldi fólks koma saman og skemmti sér vel. 

Nú klukkan 16 verða frumsýndar stuttmyndir sem ungmenni í Strandabyggð hafa unnið að á námskeiði sem haldið var á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon og Leikfélags Hólmavíkur síðastliðna viku undir handleiðslu kvikmyndagerðarfólks frá 0303films. Frumsýning fer fram í félagsmiðstöðinni Ozon sem staðsett er í félagsheimilinu.

Klukkan 17 verður svo formleg setning Hamingjudaga í Hnyðju. Það verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, afhent og Svavar Knútur tekur nokkur vel valin lög. Um leið opnar Rut Bjarnadóttir stórglæsilega listsýningu.

Um kl 17:30 mæta bifhjólasamtökin ToyRun framan við Hnyðju, sýna okkur hjólin sín og spjalla við gesti og gangandi um starfsemi Pieta samtakanna.

Í kvöld er svo hlaðborð á Café Riis og opið frameftir kvöldi.

Til hamingu og góða skemmtun!


Ný veđurvarin dagskrá

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 25. júní 2021
Dagskrá hamingjudaga hefur verið uppfærð og endurbætt vegna veðurspár. Við sjáumst með sól í hjarta, inni og úti eftir því sem veður og vindar leyfa. Dagksrána má nálgast hér. 

The program in English is available here.

Hamingjusókir

Grćnir Hamingjudagar

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 24. júní 2021
Við skiptum okkur upp í bláa, rauða, gula og appelsínugula hverfið en öll erum við græn.

Um helgina vinnum við saman að áframhaldandi hamingjuríku samfélagi með því að leggja okkar mörkum í að minnka rusl.

Við sem mögulega getum komum með eigin fjölnota áhöld í grillveilsuna í garðpartý Ozon á fimmtudag og á hnallþóruhlaðborðið á laugardag.

Dagskrám verður ekki dreift í hús en hanga uppi á víð og dreif ásamt því að vera aðgengilegar á samfélagsmiðlum og heimasíðu. Jafnframt liggja nokkur eintök frammi á fjölförnum stöðum.

Í brekkusöngnum getur fólk flétt upp textum í eigin síma, horft yfir öxlina hjá næsta manni eða bara sungið með eigin nefi.

Hamingjudagar hefjast

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 24. júní 2021
Við getum ekki á okkur setið og byrjum að fagna hamingjunni strax í dag!

Kl 17 hefst kubbmót HSS og Geislans við ærlsabelginn á tjaldsvæðinu og jafnframt Garðpartý Ozon sem stendur til kl 19.

Þau sem vilja keppa skrá sig á staðnum og þau sem vilja grilla koma með mat og áhöld fyrir sig og sína. Við sjáum um grillið og tónlstina. Öll velkomin, hvort sem þið eruð í Ozon eður ei, munið bara eftir gleðinni. 

Kl 20 standa Kómedíuleikhúsið og Ljóðasetur Íslands svo fyrir dagskrá um Stein Steinarr í Steinshúsi við Djúp.

Sjáumst kát og hress

Sýningaropnun á Sćvangi

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 23. júní 2021
Gvendur dúllari
Gvendur dúllari
Á sunnudag kl. 15 opnar sýningin Förufólk og flakkarar, á Sauðfjársetrinu í Sævangi.

Sýningin segir frá förufólki sem flakkaði um Ísland fyrr á öldum. Þetta var fjölbreyttur og umtalaður hópur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum í sögum.

Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson standa að sýningunni og munu segja frá gerð hennar.

Kaffihlaðborð verður á boðstólnum í Sævangi á milli kl. 15-18.
Fyrri síđa
1
234567333435Nćsta síđa
Síđa 1 af 35
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón