A A A

Valmynd

Fréttir

Hestar á hátíđarsvćđinu

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 22. júní 2017
Strandahestar hafa iðullega tekið virkan þátt í hátíðarhöldum Hamingjudaga og þetta árið er engin breyting þar á.

Victor verður með hesta á hátíðarsvæðinu við Seið laugardaginn 1. júlí milli klukkan 15 og 17 og teymir börn á hestbaki....
Meira

Baksturvörur í verđlaun

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 22. júní 2017
Lífland er meðal styrktaraðila Hamingjudaga þetta árið en þau gefa veglega vinninga í  Hnallþórukeppninni.

Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt....
Meira

Furđuleikar

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 20. júní 2017
Sigurliđ í trjónufótfolta
Sigurliđ í trjónufótfolta
Hinir árlegu Furðuleikar á Ströndum verða að venju haldnir á sunnudaginn um hamingjudagahelgina, þann 2. júlí og hefjast kl. 13:00. 

Þarna verður að venju mikið fjör og gleði fyrir alla fjölskylduna, Strandamenn, nærsveitunga og gesti sem koma saman og leika sér í furðulegum leikjum öllum til gleði og ánægjuauka. Skemmtilegar og árvissar keppnisgreinar eins og öskurkeppnin ógurlega og trjónufótboltinn verða á sínum stað og svo verður eitthvað nýtt og furðulegt í bland....
Meira

Úti-fjölskyldumessa

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 19. júní 2017
Árleg hefð hefur skapast fyrir messu í garðinum í Tröllatungu á Hamingjudögum.

Bændurnir í Tröllatungu réðust í mikla vinnu við að laga garðinn vegna viðhaldsleysis í mörg ár og vildu njóta þeirrar vinnu með öðrum.

Því messar séra Sigríður Óladóttir í Tröllatungu sunnudagsmorguninn 2. júlí kl 12:00. Mælt er með því að gestir taki með sér eigin stóla.

Hólmavíkurrallý

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 18. júní 2017
Pétur bakari á fullri ferđ
Pétur bakari á fullri ferđ
Á Hamingjudögum fer fram rallýkeppni sem Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir.

Keppnin er önnur umferð Íslandsmótsins í ralli og reiknað er með um 20 áhöfnum að þessu sinni.  Eknar verða leiðir í nágrenni Hólmavíkur, Tröllatunguheiði ásamt leiðinni um Kaldrananes....
Meira

Húlladúllan hamingjusama

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 17. júní 2017
Húlladúllan Mynd: Magnús Ţór Einarsson
Húlladúllan Mynd: Magnús Ţór Einarsson

Húlladúllan yljar hátíðargestum á Hólmavík með eldheitu húllaatriði föstudagskvöldið 30. júní.

Á laugardeginum stígur hún svo á svið með stórskemmtilega húllasýningu og býður í kjölfarið viðstöddum að uppgötva dásemdir húllahringjanna í heljarinnar hamingjuhúllafjöri.

Húlladúllan verður með heila hrúgu af húllahringjum fyrir bæði stóra og litla og mun kenna öllum sem vilja að húlla.

Í lok húllafjörsins mun hún efna til keppni í húllaþrautakóngi og verður sigurvegarinn verðlaunaður með fallegum húllahring. 

Króm á Café Riis

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 16. júní 2017
Hljómsveitin Króm
Hljómsveitin Króm

Hljómsveitin Króm hefur skemmt landsmönnum með danstónlist í mörg ár enda vanur maður í hverju horni.

Lagavalið er fjölbreitt og fyrir flesta aldurshópa.

Króm verður í háspennustuði á Café Riis föstudags og laugardagskvöld á Hamingjudögum.
Miðaðverð er 2000 kr. og 18 ára aldurstakmark.

Mætið hress í partýgallanum og dansið með okkur fram á nótt!

Verlaunabćkur í Hnallţóruverđlaun

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 16. júní 2017
Kökugleđi Evu
Kökugleđi Evu

Bókaútgáfan Salka var stofnuð í Reykjavík vorið 2000 og hefur síðan þá gefið út fjölda bóka um allt milli himins og jarðar. Hjá útgáfunni starfa Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru jafnframt eigendur félagsins. Bókaútgáfan Salka mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga þetta árið. Jafnframt mun útgáfan vera með sölubás á Hamingjumarkaðnum og standa fyrir bókakynningu ásamt Stefáni Gíslasyni um bók hans, Fjallavegahlaup.

...
Meira

Gyrđir Elíasson á setningu Hamingjudaga

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2017
Gyrđir Elíasson
Gyrđir Elíasson
Föstudaginn 30. júní klukkan 17:00 mun hátíðin Hamingjudagar sett í Steinshúsi á Snæfjallaströnd. 

Eftir setningu hátíðarinnar mun Gyrðir Elíasson stíga á stokk og lesa úr verkum skáldbróður síns jafnt sem sínum eigin. Gyrðir Elíasson hefur lengi verið í senn meðal virtustu og vinsælustu rithöfunda landsins, og á hann fjölbreyttan feril að baki....
Meira

Kötluverđlaun fyrir hnallţórur

Esther Ösp Valdimarsdóttir | 15. júní 2017

Allt frá stofnun Kötlu, árið 1954, hefur fyrirtækið lagt áherslu á gæðavörur fyrir neytendur, en fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu og þróun lausna fyrir bakarí, kjötiðnað og fiskiðnað.


Katla mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga eins og svo oft áður og þökkum við kærlega fyrir það.

...
Meira
Fyrri síđa
1
234567232425Nćsta síđa
Síđa 1 af 25
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón