A A A

Valmynd

Fréttir

Hnallþórukeppnin 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 26. júní 2022
Sigurkakan í fullorðinsflokki
Sigurkakan í fullorðinsflokki
« 1 af 8 »
Í dag var haldið Hnallþóruboð Hamingjudaga og Hnallþórukeppnin.  Verðlaun voru veitt í í fullorðinsflokki og sigraði Hjördís Inga Hjörleifsdóttir þann flokk með glæsilegri súkkulaðiköku með handmáluð merki Strandabyggðar. Í barnaflokki sigraði Ási Þór Finnsson með ormagryfjunni sinni.  Dómnefnd var skipuð á staðnum og hana skipuðu kokkur, bakarameistari, matgæðingur og heimamaður.   Við þökkum öllum gestum, bökurum og umsjónarfólki kærlega fyrir þátttökuna en talið var að um 300 manns hafi litið við og bragðað á gómsætum tertum og skoðað markað og matarkynningu nýrra Hólmavíkinga af erlendum uppruna.


Leikhópurinn Lotta á Hamingjudögum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2022


Einn af föstu punktunum í okkar Hamingjudagatilveru er Leikhópurinn Lotta sem ætlar að sýna okkur leiksýninguna Pínulitla Mjallhvít. Til að hafa vaðið fyrir neðan okkur er sýningin sett í Íþróttahúsið og núna er sýningin á föstudeginum kl. 17.00.

Eftirfarandi kemur fram á heimasíðu Leikhópsins Lottu:
"Það verður aðeins annar bragur á Lottu í sumar, sökum Covid gátum við ekki búið til glænýjan íslenskan söngleik í fullri lengd líkt og vanalega, við höfum þó ekki setið auðum höndum og bjóðum nú frábæra söngvasyrpu í anda „pínulitlu gulu hænunnar“ sem við sýndum um alllt land í fyrra. Mjallhvít verður stútfull af sprelli og fjöri fyrir allan aldur fyrir skemmtanir, hátíðir og viðburði. Ekki verður almenn miðasala og sýningin eingöngu seld í heilu lagi á og sýnd á hátíðum og viðburðum á vegum sveitarfélaga og fyritækja. Hægt er að sjá opnar sýningar í sumar undir flipanum sýningaplan á leikhopurinnlotta.is

 

Í sumar ferðast Leikhópurinn Lotta um landið með skemmtilegt atriði unnið uppúr Mjallhvíti sem við sýndum árið 2011. Fjórir þekktir Lottu leikarar mæta á svæðið með frábært 30 mínútna skemmtiatriði prýtt fallegum boðskap, kryddað frábærum húmor og grípandi lögum að hætti Lottu. Við hlökkum til að sýna ykkur litlu Mjallhvíti okkar í sumar. ❤️"

Kynning listamanna-sýning í Hnyðju

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2022

Raimonda Sereikaitė-Kiziria (b. 1989)


Skúlptúr - Sculpture
Hnyðja

Raimonda útskrifaðist með MA í höggmyndalist frá Listaakademíunni í Vilníus árið 2014. Hún er myndlistarmaður með aðsetur í Litháen en býr og skapar nú á Hólmavík á Íslandi. Hún hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga á Íslandi, Hollandi, Litháen, Georgíu, Ítalíu og víðar. Raimonda skynjar skúlptúr sem óorða leið til að segja flókna, marglaga sögu. Oft eru verk hennar byggð á heimspekilegri og marghliða nálgun á ólík viðfangsefni sem snúast venjulega um innri heim einstaklingsins, nútímamannsins. Verkin fjalla um aðstæður sem erfitt er að lýsa, innri upplifun og áhrif mismunandi félagslegs og menningarlegra samhengis. Hún sækir skapandi hugmyndir úr náttúrunni og borgararkitektúr, brýtur og sundrar. Verk umorða oft listræna stíla og eiginleika hreyfinga þeirra (t.d. barokk, módernisma, popplist) og veita þannig gnægð af hlutum / skúlptúrum. Algengustu hlutir/skúlptúrinnsetningar eru gríðarstórar, óhlutbundnar, skærlitaðar, sjálfstæðar og sértækar. 


Raimonda graduated with a MA in Sculpture at the Vilnius Art Academy in 2014. She is Lithuanian based artist, but currently lives and creates in Hólmavik, Iceland. She has participated in numerous solo and group exhibitions in Iceland, the Netherlands, Lithuania, Georgia, Italy and elsewhere. Raimonda perceives sculpture as a non-verbal way of telling a complex, multi-layered story. Often her works are based on a philosophical and multi-sided approach to different topics which usually centre around the inner world of the individual, modern human. The works deal with difficult-to-describe situations, internal experiences and the effects of different social and cultural contexts. She draws creative ideas from nature and urban architecture, fragmenting and deconstructing them. Works often paraphrase artistic styles and features of their movements (e.g., baroque, modernism, pop art), thus providing fluency, an abundance of object / sculptural manipulations. The most commonly created objects / sculpture installations are massive, abstract, brightly colored, self-contained and specific.

Kynning listamanna-sýning í Hnyðju

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2022


Anna Andrea Winther

Berglind Erna Tryggvadóttir


Deig/leir: Lágmyndir
Hnyðja


Deig/leir: Lágmyndir 
er hluti af þverfaglega verkefninu Er það eitthvað ofan á brauð? sem Anna og Berglind hafa unnið að síðastliðin tvö ár og er þeirra framlag til Umhverfing nr. 4. Verkið samanstendur af lágmyndum og skúlptúrum af náttúru og bæjarlandslagi Hólmavíkur sem mótuð eru í brauð. Verkin verða til á meðan á dvöl listamannanna yfir Hamingjudaga stendur. 

Laugardaginn 25. júní 2022, kl 14:00, opnar sýningin í Hnyðju og þar verður gestum boðið að skoða verkin og gleðjast með listamönnunum.

Kynning listamanns-sýning í Krambúðinni

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. júní 2022

 

Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson

Málverkasýning-Krambúðin


Listamaðurinn segir eftirfarandi um sjálfan sig.

"Þegar ég hugsa til baka þá veit ég að mig langaði alltaf að verða listamaður , strax í skóla fékk ég háar einkunnir fyrir teiknikunnáttu en ég upplifði mig alltaf svolítið utangarðs og barðist við bakkus í nokkur ár sem tók sinn toll. Ég náði mér aftur á strik og fór að mála og fyrir mér var að mála innhverf íhugun og huglæg meðferð líka. Fyrsta sýningin mín var í Árbæ, ég man ekki hvað húsið hét en þetta voru aðallega teikningar.  Næsta sýning var í Kjörgarði árið 2002, sama rými og hýsir nú Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en það voru líka bara teikningar. Þriðja sýningin mín var til húsa á Blásteini í Árbæ árið 2005, aðallega málverk.  Síðan þá hef ég haldið nokkrar sýningar á kaffihúsum en síðustu sýningar hafa verið á Borgarbókasafni Reykjavíkur í Kringlunni. Samhliða því var ég með yfir 20 málverk á sýningu í Kolaportinu.

Ég hef teiknað frá því ég man eftir mér en byrjaði að mála upp úr þrítugu, hef ég því málað í yfir þrjátíu ár.

Ég hef sótt teikninámskeið á vegum Myndlistaskóla Reykjavíkur og verið í námi hjá Þorsteini Eggertssyni.

Þakklátastur er ég þó afa mínum og ömmu, því náttúrulistafólki frá Hofi í Dýrafirði. Þeim Gunnari Guðmundssyni og Guðmundu Jónu Jónsdóttur.

Verið velkomin á málverkasýninguna mína hér á Hamingjudögum á Hólmavík sem einnig er sölusýning." 


Hamingjudagaböllin!

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. júní 2022
Magga Stína og Draumar á Balli
Magga Stína og Draumar á Balli
« 1 af 2 »
Eftir langa bið er bara ekki hægt annað en að skella í ball og þá dugar auðvitað ekki bara eitt ball ónei.

Við byrjum stuðið á fimmtudeginum 23. júní með diskóteki fyrir aldurshópinn 14-17 ára sem verður haldið frá kl.20:00-23:30 í félagsmiðstöðinni Ozon sem er með aðstöðu í kjallara félagsheimilisins.  1000 kr. inn og sjoppa á staðnum.

Föstudaginn 24. júní verður sveitaball með Dansbandi Kolbeins Skagfjörð á Café Riis og byrjar ballið kl.23:00 og heldur ballið áfram til kl. 03:00. Bandið skipa synir Hólmavíkur Sigurður Orri Kristjánsson og Andri Freyr Arnarsson og lofa þeir miklu stuði, gestasöngvurum og engum pásum. Þeir félagar ætla að hita upp fyrir ballið með brekkusöng á Toggatúni (neðan við sjúkrahúsið) kl. 21 á föstudagskvöldinu.

Laugardaginn 25. júni mun Magga Stína sjá um ballstuðið sem byrjar aðeins fyrr eða kl. 22.00 er til kl. 03.00. Með henni spila Tómas Jónsson hljómborðsleikari, Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari og Birgir Baldursson trommuleikari.

Takk fyrir okkur!

| 02. júlí 2021
Hamingjudagarnir voru hreint út sagt frábærir, veðurvarða dagskráin small saaman við dýrindis veður, stemmningin var góð, samvera án samkomutakmarkana kærkomin og veitingarnar lúffengar.

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag og bjóðum alla okkar góðu gesti velkomna aftur síðar.

Við minnum á að Hólmavík er hátíðarbær þar sem glatt er á hjalla en hér er haldin hátíð í hverjum mánuði, allan ársins hring. Næst á dagskrá er Náttúrubarnahátíðin á Sævangi 9.-11. júlí en þar fer einnig fram Hrútaþukl í ágúst, réttir eiga hug okkar allan í september en í október er Hrekkjavík og Bókavík í nóvember.

Gera má ráð fyrir að Hamingjudagar verði aftur á dagskrá síðustu helgina í júní að ári liðnu, sjáumst þá.

Verðlaunahafar í Hnallþórukeppni

| 30. júní 2021
Hamingjusamasta kakan
Hamingjusamasta kakan
« 1 af 3 »
Hnallþóruhlaðborðið í ár var virkilega glæsilegt!

Vel skipuð dómnefnd valdi hnallþóru Iðunnar Sveinsdóttur sem flottustu krakkakökuna, köku Ölmu Benjamínsdóttur sem þá frumlegustu og Hafdísar Gunnarsdóttur sem þá hamingjusömustu.

Verðlaunahafar hlutu bækur frá Gotterí og gersemar auk innegna hjá Samkaup og Sætum syndum.

Við þökkum kærlega fyrir allar veitingar sem bárust, gleðilega samveru og glæsilega vinninga.

Kubbmót á Hamingjudögum

| 30. júní 2021
Kubbmót HSS var haldið á tjaldstæði Strandabyggðar fimmtudaginn 24. júní kl 17. Mótið hófst 17:17 í suðvestan "sveiflu" og blés nokkuð ákveðið. Hitastig var ekki ýkja hátt og var því nokkur vindkæling. Það létu áhugasamir þátttakendur ekki á sig fá og voru spilaðir 4 leikir undir ábyrgu eftirliti dómara en það voru þær Steinunn Þorsteinsdóttir og Íris Björg Guðbjartsdóttir Miðdælingar sem sáu um að farið væri að reglum. Eftir fyrri tvo leikina fengu liðsmenn, dómarar og aðrir gestir sér grillaðar veitingar. Eftir veitingarnar voru leiknir úrslitaleikir og voru það þau Ólöf Katrín Reynisdóttir og Marínó Helgi Sigurðsson sem unnu. Engin sérstök verðlaun voru veitt en meðlimir vinningsliðsins voru hvattir til þátttöku í íslandsmóti í kubbi síðar í sumar.

Texti: Íris Björg

Hamingjuríkur sunnudagur

| 27. júní 2021
Upp er runninn bjartur og fagur sunnudagur. Í dag verður úti-fermingarmessa í Tröllatungu kl. 11 þar sem öll eru velkomin. Á sama tíma hefst polla- og pæjumót HSS á Skeljavíkurgrundum (við golfvöllinn) skráning er á staðnum og eru öll börn velkomin, óháð aldri.

Listsýning Rutar Bjarnadóttur er opin frá klukkal 11-16.

Klukkan 12 hefst svo Karnival á Galdratúninu. Á svæðinu verður hoppukastali auk nerfbyssuleikvangs og fjölbreyttra hamingjuleikfanga. Vinnuskólinn hefur sömuleiðis útbúið skemmtilegan vatnsleikjavegg og pannavöllurinn er auðvitað á sínum stað.

Milli klukkan 12 og 14, um það bil, verður einnig hægt að skoða dráttarvélina hans Unnsteins á Klúku og ruslabíl Sorpsamlagsins á planinu við Galdratúnið auk þess sem Mási býður um borð í bátinn sinn við bryggjuna.

Klukkan 13 hefjast svo Quiddich leikar þar sem öllum er velkomið að taka þátt í spennandi keppni í uppáhaldsíþrótt galdrafólks.

Tekið er á mótu hnallþórum í Hnyðju milli klukkan 12 og 13:30 en kökuhlaðborðið sjálft hefst klukkan 14. Verðlaun verða veitt fyrir hamingjusömustu kökuna, frumlegustu kökuna og flottustu krakkakökuna og koma verðlaunin frá Sætum syndum, Gotterí og gersemar og Samkaup. Við hvetjum ykkur bæði til að koma með veitingar á borðið en jafnframt til að koma með eigin áhöld og minnka þannig sorp.

Klukkan 15 býður Slökkviliðið upp á froðurennibraut í Kirkjuhvamminum og klukkan 16 fer sjósportfélagið Rán með áhugasömum í sjósund.

Um kvöldið bjóða Arnkatla og Þjóðfræðistofa svo upp á snarpa húmorskvöldvöku með Sögu Garðars og Ara Eldjárn.

Það er engin ástæða til annars en að ætla að dagurinn verði dásamlegur!


Fyrri síða
1
234567343536Næsta síða
Síða 1 af 36
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón