Dagskrá Hamingjudaga 2020
Fimmtudagur:
13:00-17:00 Hamingjunáttúrubarnaskóli í Sævangi! Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir verður með hamingjuna í farteskinu í náttúrubarnaskóla dagsins!
Föstudagur:
13:00-17:00 Pakkhúsið Vík, Höfðatúni – formleg opnun og kaffiveitingar
17:00-18:30 Setning Hamingjudaga í Hnyðju. Skáld- og Strandakonan Gerður Kristný flytur ljóð og texta úr safni sínu og menningarverðlaun verða afhent.
21:00-22:00 Brekkusöngur með Kristjáni Sig á Þorgeirstúni þ.e. hvamminum fyrir neðan Heilsugæslustöðina.
22:00-22:30 Varðeldur í boði Umf. Geislans í fjörunni við Kópnesbæinn.
Laugardagur:
10:30-16:00 Hamingjuhlaupið 2020. Lagt af stað frá Kleifum í Gilsfirði og endað í móttöku við Galdrasafnið kl. 16. Tímatafla er birt á www.hamingjudagar.is og hlauparar geta bæst í hlaupið á völdum stöðum.
07:00-17:30 Hamingjurallý. Tímatafla birt á www.hamingjudagar.is. Viðgerðarhlé kl. 13:00 við Félagsheimilið og sýning í keppnislok kl. 17:30 á sama stað.
10:00-17:00 Forsetakosningar. Kjörstaður Strandabyggðar er í Hnyðju, Höfðagötu 3.
11:00-12:00 Froðubraut fyrir alla sem þora, á Jakobínutúni við Félagsheimilið.
12:00-13:00 Hamingjujóga á vegum Hvatastöðvarinnar á Galdratúninu. Hugsað fyrir alla fjölskylduna, má koma með dýnu/teppi eða bara njóta náttúrunnar.
13:00-16:00 Opin hús á eftirtöldum stöðum:
- Ráðaleysið - beitingaraðstaða og fleira skemmtilegt
- Gistihús Hólmavíkur - Þráinn Ingimundarson
- Strákarnir í skúrnum, verkstæðið á Höfða - Sverrir og Jón Gísli gera upp það sem sumir telja ónýtt
13:00-14:00 Galdrasýning – Ratleikur um safnið.
14:00-15:00 Galdraleikarnir 2020: Quidditch á Galdratúninu og fleiri leikir!
15:00-16:00 Útitónleikar við Galdratún, Unnur Malín Sigurðardóttir tónlistarkona flytur lög á ljúfum nótum.
16:00-16:30 Hamingjuhlauparar koma í mark við Galdrasafnið þar sem einnig má finna þakklætis vegg til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur.
17:00-18:30 Leikhópurinn Lotta í Kirkjuhvamminum. Ef ekki viðrar til útidagskrár verður leikritið sýnt í Íþróttamiðstöðinni.
17:30-18.00 Sýning á rallýbílum í mótslok við Félagsheimiið
Sunnudagur:
11:00-12:00 Létt útimessa í Tröllatungu. Gott að hafa með sér tjaldstóla.
12:00-18:00 Hamingjukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi - Kökur sem kitla bragðlaukana!
13.00-15.00 Pæju- og pollamót HSS á Skeljavíkurgrundum.
Annað og gott að vita:
- Krambúðin opin 09-21
- Handverksbúðin Strandakúnst opin eftir þörfum
- Íþróttamiðstöðin/sundlaugin opin 9-21
- Café Riis opið og glæsilegt hlaðborð föstudag og laugardag, gott að panta borð í síma 451-3567
- Sauðfjársetrið opið 10-18 og hamingjukaffi frá 12-18 á sunnudeginum
- Galdrasafnið og Restaurant Galdur opið 10-18
- Gistihús Hólmavíkur – kaffihúsið opið um helgina
- Golfvöllurinn opinn og bíður eftir þér
- Salernisaðstaða opin á hafnarvoginni frá kl. 12-19 á laugardeginum
- Sýning á listaverkum leikskólabarna í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma
Við minnum gesti og íbúa á ráðleggingar sóttvarnarlæknis v. Covid 19
- Virðum fjarlægðarmörk
- Sótthreinsum hendur og gætum hreinlætis
- Hámarksfjöldi á samkomum eru 500 manns
Við erum öll almannavarnir!
pdf útgáfa á íslensku er hér
version in english is will be published tommorow here