A A A

Valmynd

Fréttir

Dagskrá Hamingjudaga 2022

Birt með fyrir vara um breytingar og viðbætur :)

Dagskrá Hamingjudaga pdf.2022
Happy days 2022 pdf.

23.júní fimmtudagur
Kl. 16:00-21:00 Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson málverkasýning í veitingasal Krambúðarinnar.
Kl. 17:00-18:00 Diskótek og stuð í sundlauginni.
Kl. 20:00-22:00 Ljóðadagskrá í Steinshúsi, Langadalsströnd. Anton Helgi Jónsson les eigin ljóð. Kaffhús á staðnum.
Kl. 20:00-21:00 Aquazumba í sundlauginni með Kristbjörgu Ágústsdóttur.
Kl. 20:00-23:30 Unglingaball í Ozon fyrir 14-18 ára. 1000 kr. aðgangseyrir og sjoppa á staðnum.


24.júní föstudagur
Kl. 09:00-21:00 Aðalsteinn Guðlaugur Aðalsteinsson málverkasýning í veitingasal Krambúðarinnar.
Kl. 13:00-18:00 Félagsmiðstöðin Ozon myndasýning í kjallara félagsheimilis inngengið um efstu dyr. Átta ungmenni af              Ströndum eru nýkomin heim úr 10 daga ferð sem styrkt var af Erasmus+ til að kynna sér líf jafnaldra á                                    Sardiníu.
Kl. 16:00-17:00 Setning Hamingjudaga, opnun sýningar og afhending menningarverðlauna í Hnyðju.
Kl. 16:00-18:00 Raimonda Sereikaite-Kiziria listakona sýnir verk sín í Hnyðju.
Kl. 17:00-18:30 Leikhópurinn Lotta sýnir Pínulitlu Mjallhvít í Íþróttahúsinu.
Kl. 21:00-22:00 Brekkusöngur á Toggatúni með Andra og Sigga Orra (f.neðan sjúkrahúsið). Varðeldur.
Kl. 23:00-03:00 Ball í Pakkhúsinu á Café Riis með Dansbandi Kolbeins Skagfjörð og þeir lofa biluðu stuði. 1.000 kr. aðgangs- eyrir í dýrðina og barinn opinn.


25.júní laugardagur
Kl. 10:00-11:00 Sara Jóhannsdóttir opnar sýningar á teikningum sínum á Kaffi Galdri
Kl. 11:00-13:00 Pæju- og Pollamót á Skeljavíkurgrundum
Kl. 14:00-15:30 Hamingjuhlaupið byrjar, hlaupið frá Vatnshorni í Þiðriksvalladal og hægt að bætast í hópinn á leiðinni. (sjá    tímaáætlun á hamingjudagar.is)
Kl. 13:00-18:00 Myndasýning frá Ítalíu í Ozon, kjallari félagsheimilis, efstu dyr.
Kl. 13:00-17:00 Opið hús á Hnitbjörgum. Hamingjuheimsókn í sveitina, hænuungar, naggrísir, uppgerðir traktorar, ís og kaffi.  Yngsta kynslóðin sérstaklega velkomin.
Kl. 13:00-18:00 Raimonda Sereikaite-Kiziria listakona sýnir verk sín í Hnyðju.
Kl. 13:00-17:00 Markaður í Félagsheimili
Kl. 13:30-14:30 Fjölbreytt og framandi matarupplifun frá heimalöndum Hólmvíkinga í Félagsheimili
Kl. 14:00-18:00 Umhverfing 4. Deig/leir: Lágmyndir Anna Andrea Winther og Berglind Erna Tryggvadóttir sýna í Hnyðju.
Kl. 14:00-18:00 Kajakferðir í boði Valla, staðsetning í dráttarbrautinni við höfnina.
Kl. 14:00-15:00 Quittich á Galdratúninu.
Kl. 14:30-15:00 Tekið á móti kökum á hlaðborðið í Félagsheimili
Kl. 15:00-17:00 Útileikir fyrir alla. Enginn er of gamall til að bregða sér í leik og sprell. Tökum þátt!
Kl. 15:15-15:30 Verðlaunahafar í Hnallþórukeppninni tilkynntir í félagsheimili
Kl. 15:30-15:45 Hlauparar koma í mark við félagsheimili(sjá.tímaplan á hamingudagar.is) og fá fyrstu sneiðina á hnallþóruborðinu.
Kl. 15:45-16:30 Hamingjuhnallþóruborðið mikla í boði íbúa í Strandabyggð í félagsheimili.
Kl. 20:00-22:00 Atburður í Steinshúsi, ljóðalestur á Langadalsströnd. Brynja Hjálmsdóttir sem nýlega hlaut ljóðstaf Jóns úr      Vör les upp eigin ljóð. Kaffhús á staðnum.
Kl. 22:00-03:00 Magga Stína og Draumar frá Balli leika fyrir dansi í Pakkhúsinu á Café Riis á laugardagskvöldið og munu gera    sitt allra besta til að halda gestum og gangandi stanslaust úti á gólfi! Aðgangseyrir 2.900 kr.


26.júní sunnudagur
Kl. 10:00-11:00 Fjallganga í boði Skíðafélags Strandamanna, lagt upp frá Íþróttamiðstöðinni. Tvær gönguleiðir í boði,              Kálfanesborgir og Kálfanesfjall.
Kl. 11:00-13:00 Hamingjumessa og ferming í Tröllatungu. Allir velkomnir og kirkjukaffið á sínum stað.
Kl. 12:00-16:00 Listsýningar opnar í Hnyðju og Krambúðinni.
Kl. 12:00-13:00 Aquazumba í sundlauginni með Kristbjörgu Ágústsdóttur.
Kl. 13:00-17:00 Opið hús á Hnitbjörgum. Hamingjuheimsókn í sveitina, hænuungar, naggrísir, uppgerðir traktorar, ís og kaffi.
Kl. 14:00-15:00 Bakkabræður – Kómedíuleikhúsið sýnir í Félagsheimilinu.
Kl. 14:00-18:00 Sauðfjársetrið 20 ára afmæli, kaffihlaðborð, myndlistarsýning og opnun sýningarinnar „Hvítabirnir koma í       
                        heimsókn“.


Veitingasala á svæðinu:
• Café Riis opið 12-23 alla daga
• Kaffi Galdur opið 10-18 alla daga
• Bístró á Gistihúsi Hólmavíkur 13-18 alla daga
• Bístro 510 við tjaldsvæðið 12-20 alla daga
• Sauðfjársetur á Ströndum 10-18 alla daga
• Krambúðin á Hólmavík opin alla daga frá 09-21


Annað:
• Íþróttamiðstöð og sundlaug opið alla daga 09-21
• Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn og afgreiðsla þess opin frá 09-21.00 í Íþróttamiðstöðinni. Salerni opin allan                   sólarhringinn í anddyri félagsheimilis

 

 


pdf útgáfa á íslensku  og ensku væntanleg 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón