A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjuhlaupiđ 2022

Hamingjuhlaupið verður haldið í 14. sinn laugardaginn 25. júní 2022, en þetta hlaup tilheyrir flokki gleðihlaupa. Hlaupararnir halda yfirleitt hópinn og fylgja fyrir fram gerðri tímaáætlun sem svipar mjög til strætisvagnaáætlunar. Hlaupaleiðin er afskaplega breytileg frá ári til árs, en hlaupið er fastur liður í bæjarhátíðinni Hamingjudagar á Hólmavík. Að þessu sinni verður hlaupið frá Vatnshorni í Þiðriksvalladal og er stjórnandi hlaupsins okkar allra besti Birkir Þór Stefánsson í Tröllatungu, síminn hans er 895-3317 upp á láta vita af sér. Lagt er af stað frá upphafsstað kl. 14.23.

Í Hamingjuhlaupinu fylgjast hlaupararnir yfirleitt að, sem fyrr segir, og ef allt gengur upp er hópurinn alltaf á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, svona rétt eins og strætó. Þetta er annars vegar gert til þess að þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa alla leið geti slegist í hópinn eða helst úr lestinni á ákveðnum stöðum á ákveðnum tímum – og hins vegar til þess að hlaupið endi á Hólmavík á réttum tíma. Að þessu sinni verður réttur tími kl. 15.30 á laugardeginum. Þar verður tekið á móti hlaupurunum með hátíðarbrag, almennri gleði, brekkusöng og veigum. 

Tímaáætlunina í heild má sjá á meðfylgjandi mynd.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón