A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjuhlaupiđ

Áning hjá hlaupurum áriđ 2012 - ljósm. Kristín Steingrímsdóttir
Áning hjá hlaupurum áriđ 2012 - ljósm. Kristín Steingrímsdóttir
« 1 af 2 »
Hamingjuhlaupið verður haldið í sjötta sinn
laugardaginn 28. júní 2014


Það er Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík, sem er upphafsmaður Hamingjuhlaupsins. Sagan segir að þátttakendur öðlist mikla hamingju að hlaupi loknu.


Hlaupið 2014 hefst kl. 10:50 og verður hlaupið frá Kleifum í Gilsfirði til Hólmavíkur um svonefndan Vatnadal, samtals um 37 km (með hæfilegum skekkjumörkum). Þá leið riðu móðurbræður Stefáns á millistríðsárunum til að komast á böllin á Hólmavík. Leiðin frá Kleifum liggur áleiðis upp Steinadalsheiði en síðan þvert á leið yfir á Vatnadal. Komið er til byggða í Miðdal í Steingrímsfirði, eigi alllangt frá félagsheimilinu Sævangi þar sem áður voru haldnir dansleikir og keppt í hlaupum. Þaðan er svo hlaupið eftir malbikuðum vegi til Hólmavíkur.


Hlaupið er ekki keppnishlaup, heldur halda hlaupararnir yfirleitt hópinn og fylgja fyrirfram gerðri tímaáætlun. Ekki er þörf á að skrá sig í hlaupið. Þeir sem ekki treysta sér í jafn langt hlaup og þetta geta þess vegna sem best byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu.Hér ertímatafla hlaupsins - Athugið að lagt verður af stað kl. 10:50!

Hamingjuhlaupið Tímaáætlun 2014            
                     
Áfangi Frá Vegalengd Kl. Vegalengd Hraði Tími Til Kl. Hvíld
nr.   eftir (km)   (km) (mín/km) (km/klst) Klst.     klst.
1 Kleifar 37,0 10:50 5,5 07:16 8,25 0:40:00 Brimilsgjá 11:30  
2 Brimilsgjá 31,5 11:30 5,0 10:00 6,00 0:50:00 Melrakkagil 12:20  
3 Melrakkagil 26,5 12:20 2,5 16:00 3,75 0:40:00 Hraundalur 13:00  
4 Hraundalur 24,0 13:00 6,0 07:30 8,00 0:45:00 Torffell 13:45  
5 Torffell 18,0 13:45 1,0 06:00 10,00 0:06:00 Tindur 13:51  
6 Tindur 17,0 13:51 3,5 07:09 8,40 0:25:00 Klúka 14:16  
7 Klúka 13,5 14:16 2,0 06:00 10,00 0:12:00 Vegamót við Miðdalsá 14:28 0:12:00
8 Vegamót 11,5 14:40 2,5 06:48 8,82 0:17:00 Húsavík 14:57  
9 Húsavík 9,0 14:57 2,2 06:49 8,80 0:15:00 Vegamót við Hrófá 15:12  
10 Vegamót við Hrófá 6,8 15:12 2,7 07:02 8,53 0:19:00 Víðidalsá 15:31  
11 Víðidalsá 4,1 15:31 2,7 07:02 8,53 0:19:00 Skeiði 15:50  
12 Skeiði 1,4 15:50 1,4 07:09 8,40 0:10:00 Klifstún 16:00  
Samtals 37,0 05:00 7,41 4:58:00   0:12:00Kort af hlaupaleiðinni ( í grófum dráttum)Fyrirspurnum varðandi hlaupið má beina til Stefáns í netfangið stefan[hjá]environice.is. Endilega takið þátt - það eykur hamingju, gleði, gæfu og heilsu!


++++
 

Árið 2009 hljóp Stefán ásamt öðrum hlaupagörpum frá Drangsnesi, alls um 34,5 km.
Hér er lýsing Stefáns Gíslasonar á fyrsta formlega Hamingjuhlaupinu sem fór fram árið 2009.

Árið 2010 var hlaupið frá vegamótum í Reykhólasveit, þar sem beygt er upp á hinn nýja veg um Þröskulda. Vegalengd þess hlaups var um 31 kílómetri.
Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar um Hamingjuhlaupið 2010.


Árið 2011
var lagt upp frá Gröf í Bitrufirði, hlaupið norður yfir Bitruháls, þaðan yfir Deildarskarð og síðan frá Heydalsá að hátíðarsvæðinu á Hólmavík þar sem mikill mannfjöldi tók á móti hlaupurum. Fjöldi hlaupara hélt áfram að aukast frá fyrri árum, en alls voru þátttakendur 16 talsins. Lengd hlaupsins var um 35,5 km.
Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar um Hamingjuhlaupið 2011.
Hér má lesa frásögn Gunnlaugs Júlíussonar um Hamingjuhlaupið 2011.


Árið 2012 var hlaupið frá Árnesi í Trékyllisvík til Hólmavíkur. Hlaupið þetta ár var um 53,5 km. Í þetta skiptið hljóp enginn hlaupari alla leiðina en margir mjög langt - og allir unnu sigra og öðluðust meiri hamingju eftir hlaup en áður. Ríflega 20 þátttakendur voru í hlaupinu og hafa aldrei verið fleiri.
Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar um Hamingjuhlaupið 2012.


Árið 2013
 var aftur hlaupið frá Árnesi í Trékyllisvík til Hólmavíkur, enda hafði engum tekist að komast alla leið árið áður. Veðrið lék við hvern sinn fingur og þátttakendur voru samtals eitthvað um 30 talsins, þar af tveir sem hlupu alla leið.
Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar um Hamingjuhlaupið 2013.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón