Fara í efni

Kökuhlaðborð á Hamingjudögum

25.06.2019
Kæru íbúar og sumarhúsafólk í Strandabyggð.Eins og venjulega verðum við með veglegt kökuhlaðborð á Hamingjudögum til að bjóða gestum okkar gott með kaffinu. Allir sem hafa tök ?...
Deildu
Kæru íbúar og sumarhúsafólk í Strandabyggð.

Eins og venjulega verðum við með veglegt kökuhlaðborð á Hamingjudögum til að bjóða gestum okkar gott með kaffinu. Allir sem hafa tök á að koma með köku,tertu,brauðmeti, salöt, pönnukökur, snúða eða hvað sem hentar að leggja til, mega koma með það í Hnyðju á bilinu 14-15 þar sem tekið verður við því.  Eins vantar aðstoðarfólk til að laga kaffi, bera á borðið og skera kökur.  Áhugasamir mega gefa sig fram við mig.

Einnig verður kökusamkeppni að venju en um er að ræða verðlaun fyrir hamingjukökuna 2019 og keppt er í ungmenna og fullorðinsflokki.  Hér í myndasafni má líta nokkrar glæsitertur undanfarinna ára.

Við hvetjum heimafólk og þá sem geta, að grípa með sér fjölnota disk og skeið/gaffal fyrir smakkið svo við spörum einnota áhöld eins og hægt er.   

Með fyrirfram þökkum
Salbjörg yfirkaffihlaðborðsstjóri
Til baka í yfirlit