Skemmtiferðaskip til Hólmavíkur í sumar
Farþegar Panorama munu fara í rútuferð með leiðsögn um Strandir, auk þess sem þeir munu heimsækja Sauðfjársetrið, Galdrasafnið og borða á Café Riis. Við fögnum þessum gestum og þessum áfanga, um leið og við horfum til frekari sóknar inn á þennan markað. Nú þegar eru komnar fyrirspurnir fyrir sumarið 2021.
Þeir sem vilja fræðast um skútuna og fyrirtækið, geta kíkt á eftirfarandi heimasíðu: https://www.varietycruises.com/ships/ships/panorama