Dagskrá Hamingjudaga 2019
Kveðja tómstundafulltrúi
Nú er rétti tíminn til að taka til hendinni, hreinsa og fegra umhverfið.
Miðvikudaginn 26.júní n.k. verða starfsmenn áhaldahúss á ferðinni og fjarlægja allt rusl sem sett er út við lóðamörk. Þeir verða á ferðinni um kl.10 og er því alveg tilvalið að nota dagana þangað til í hreinsun á görðum og nánasta umhverfi. Mikilvægt er að halda járni og plasti sér.
-Hamingjan er handan við hornið-
Starfsmaður óskast í búsetu hjá fatlaðri konu á Hólmavík frá 1. september. Starfið krefst mikillar þolinmæði og jákvæðni. Starfsmenn annast viðkomandi og sjá um öll heimilisstörf.
Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest. Umsóknarfrestur er til 26. júní.
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511.