A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Klæðning á götur á Hólmavík - í dag!

| 12. júní 2019
Í dag, miðvikudaginn 12. júní, byrjar Borgarverk að klæða götur á Hólmavík.  Við viljum biðja íbúa að huga að því að færa bíla sína þegar framkvæmdir hefjast í þeirra götum.  Göturnar sem um ræðir eru: Lækjartún,Víkurtún, Vesturtún, Vitabraut og Austurtún. 

Vinnuskólinn er byrjaður

| 12. júní 2019

 

Vinnuskólinn er byrjaður þetta sumarið.  Sem fyrr fá krakkarnir okkar tækifæri til að vinna fjölbreytt verkefni og reyna sig þannig í raunverulegu atvinnuumhverfi.  Umsjón með vinnuskólanum er á herðum Tómstunda- og íþróttafulltrúa, en í náinni samvinnu við yfirmenn Áhaldahúss og aðra innan Strandabyggðar.

 

Með þessum pósti viljum við segja íbúum frá því að nú megi búast við að sjá krakkana í hinum ýmsu störfum út um allan bæ næstu vikurnar, en líka bjóða ykkur að óska eftir þjónustu krakka úr vinnuskólanum, t.d. við snyrtingu garða, fjarlægja rusl eða önnur léttari viðvik sem ykkur kann að detta í hug.  Vinnuskólinn er nefnilega líka hugsaður sem viss þjónusta  við íbúa.

 

Allar frekari upplýsingar veitir Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir í síma: 696-7046.

 

Áfram Strandabyggð!

 

Afleysing forstöðumanns íþróttamannvirkja

| 12. júní 2019

Þann 1. júlí nk. tekur Hrafnhildur Skúladóttir tímabundið við starfi Forstöðumanns íþróttamannvirkja. Á sama tíma fer Birna Karen í fæðingarorlof í ár. Hrafnhildur hefur áður sinnt starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja og er því vel hnútum kunnug.


Um leið og við bjóðum Hrafnhildi velkomna til starfa óskum við Birnu Karen góðs gengis í komandi verkefnum.

Styrktarsamningar undirritaðir

| 07. júní 2019
Strandabyggð styrkir árlega fjölmörg félagasamtök og hópa, og má þar nefna;  Galdrasafnið, Sauðfjársetur á Ströndum, Leikfélag Hólmavíkur, Héraðssamband Strandamanna, Skíðafélag Strandamanna, Golfklúbb Hólmavíkur, Ungmennafélagið Geislann, Félag eldri borgara, Björgunarsveitina Dagrenningu og Lions. 

Gengið var frá samingum í dag og að þessu sinni var ákveðið að breyta útaf vananum og fá alla styrkþega saman til að skrifa undir, spjalla, njóta léttra veitinga og eiga góða stund. Það tókst vel og verður örugglega endurtekið.

Öll þessi starfsemi er mjög mikilvæg fyrir samfélagið okkar og það er að sama skapi mikilvægt fyrir sveitarfélagið að geta stutt við þessa starfsemi við stuðlað þannig að betra og áhugaverðara samfélagi fyrir okkur öll.


Sveitarstjórn Strandabyggðar 1290 - 11. Júní 2019

| 07. júní 2019

Sveitarstjórnarfundur 1290 í Strandabyggð
Fundur nr. 1290 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. júní 2019 kl 16:00 í Hnyðju.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ákvörðun um niðurfellingu sveitarstjórnarfundar í júlí
2. Hólmadrangur – nauðasamningar
3. Beiðni Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum um leigu á herbergi
4. Umhverfisvottun Vestfjarða (Vestfjarðastofa)
a. Laga- og reglugerðaskrá Útgáfa handbókar 003 2019
b. Framkvæmdaáætlun 2019 2024, Vegna umhverfisvottunar sveitarfélaganna á Vestfjörðum
c. Umhverfisstjórnunarhandbók
5. Tillaga Jóns Jónssonar - viðbrögð við fólksfækkun
6. Beiðni um umsögn vegna lausnar lóðarinnar Ingunnarflata á Broddanesi úr landbúnaðarnotkun
7. Stofnsamningur Brunavarna Dala, Reykhóla og Strandabyggðar
8. Skipan fulltrúa Sveitarfélagsins Strandabyggðar á aðalfund Sorpsamlags Strandasýslu
9. Fundargerðir nefnda
a. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 3.6.2019
b. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 6.6.2019
c. Fræðslunefnd, 6.6.2019.
10. Forstöðumannaskýrslur
11. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 413 – til kynningar
12. Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum – til kynningar
13. Siglingaráð Íslands – 14. fundur – til kynningar
14. Fundargerð 122. fundar í Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis – til kynningar
15. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarðasvæðis, Ársskýrsla 2018 – til kynningar
16. Fundargerð 871. fundar, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – til kynningar
17. Samband íslenskra sveitarfélaga - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál – til kynningar
18. Þinggerð 64. Fjórðungsþings Vestfirðinga til kynningar.


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Aðalbjörg Sigurvaldadóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Ingibjörg Benediktsdóttir
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón