Fjallskilaseðill 2020
Bændum, formanni ADH nefndar og öllum sem komu að gerð hans er hér með þakkað fyrir þeirra framlag.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar
Dagskrá næstu viku verður æsispennandi
Fótboltaakademía Norðurlands verður með námskeið á Grundum mánudag og þriðjudag. Þórólfur Sveinsson er þjálfari.
Hrafn Daði Pétursson frá Val, verður hér næstu sex vikur að þjálfa fótbolta og BOX
og munu yngri æfa á battavöllunum við grunnskólann og eldri á Grundum.
BOX verður þjálfað tvisvar í viku líka næstu sex vikurnar af Hrafni Daða og verður það í boði fyrir 12 ára og eldri í íþróttahúsinu.
Harpa Óskarsdóttir mun þjálfa frjálsar fyrir 6-10 ára á Grundum 2x í viku.
Héraðsmót HSS verður haldið á Grundum n.k. miðvikudag 15 júlí kl 17, og lýkur skráningu fyrir það mót kl 13 þann dag. Nánari upplýsingar má finna í tengli
https://www.facebook.com/herstrandamanna/posts/2915737828536276
Sveitarstjórnarfundur 1307 í Strandabyggð
Fundur nr. 1307, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 14. júlí 2020 kl 16.00 í Hnyðju.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir
Ásta Þórisdóttir
Eiríkur Valdimarsson
Pétur Matthíasson
Fjölskylduhátíðin Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin laugardaginn 11. júlí nú í sumar. Hátíðin fer fram á Sauðfjársetrinu á Ströndum.
Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin en þetta sumarið verður hún með örlítið óhefðbundnu sniði og fer til dæmis fram á einum degi en ekki þrem líkt og áður. Á hátíðinni fá allir gestir, bæði börn og fullorðnir, kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem flétta saman skemmtun og fróðleik.
Dagskrána má sjá hér:
11:00 Náttúrujóga með Hvatastöðinni
12:00 Rölt eftir stígnum Sjávarslóð og framkvæmdur Veðurgaldur
12:00 Hægt að kaupa súpur og samlokur í Sævangi
12:30 Magnað atriði frá Sirkus Íslands
13:00 Spennandi útismiðja með Jóni Víðis
14:30 Náttúruhljóðsmiðja, hljóðum úr náttúrunni safnað og notuð í tónverk með aðstoð tækninnar, Auður Viðarsdóttir er listrænn stjórnandi smiðjunnar
16:00 Gönguferð í teistuvarpið, kíkt á teistuunga sem búa í kössum í fjörunni
17:00 Strandahestar, bogfimi, opið hús í tilraunastofunni, plastdýragarðinum og fleira
17:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur í Sævangi
19:00 Töfrasýning með Jóni Víðis
20:00 Stuðboltinn Raggi Torfa stjórnar fjörusöng
21:30 Trölla- og draugasögur í Sagnahúsinu
Það er frítt á öll atriði hátíðarinnar. Frítt verður líka á sögusýningar Sauðfjársetursins á laugardaginn og frábær tilboð á Kaffi kind alla helgina.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að kynna sér hátíðina á Facebook síðu Náttúrubarnaskólans, á natturubarnaskoli@gmail.com eða hjá Dagrúnu í síma 661-2213.