A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kristján Þór opnar fyrir umsóknir í Matvælasjóð

| 02. september 2020


Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð. Frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. og var alls 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

Sjá nánar á stjornarradid.is

Staða Félagsmálastjóra Stranda og Reykhóla laus til umsóknar

| 01. september 2020
Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla auglýsir nú eftir Félagsmálasjóra.  Það er Hagvangur sem sér um umsóknarferlið og hér má sjá auglýsinguna á þeirra heimasíðu.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við þá beint.


Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málafokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr i verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndarmálum samkæmt barnaverndarlögum nr 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991.

Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum.

Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið. Starfið kallar því á talsverða teymis vinnu og samskipti við fagfólk og aðra á svæðinu auk sjálfstæðra vinnubragða.        

Helstu hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í félagsráðgjöf
  • Stjórnunarreynsla æskileg
  • Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
  • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
  • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vija og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. september 2020.  Allar upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi; geirlaug@hagvangur.is


 

Covid - 19 réttir og fyrirkomulag þeirra

| 01. september 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Covid-19 hefur verið hluti af okkar daglega lífi undanfarna mánuði og verður áfram.  Við tileikum okkar einstaklingssóttvarnir hvert og eitt, en tökum líka þátt í sameiginlegum vörum og tilmælum stjórnvalda. 

 

Nú eru framundan leitir og réttir og hefur Covid -19 talsverð áhrif á framkvæmd þeirra.  Eins og nú horfir, verður því miður ekki hægt að leyfa almenningi aðgang að réttarsvæðunum í ár.  Aðeins þeir sem koma að leitum og aðstoða við réttir fá aðgang að réttarsvæðinu.  Gæsla og fjöldatalning verður við hverja rétt og geta aðeins 100 manns verið á svæðinu á hverjum tíma.  Ógerningur er skilgreina þann hóp umfram leitar- og réttarfólk.  Gestir verða því að bíða til næsta árs.  Mikilvægt er að íbúar virði þessar reglur.

Ef tilslakanir stjórnvalda verða auknar áður en réttir hefjast, munum við að sjálfsögðu tileinka okkur þær nýju reglur.  En, þangað til gilda þær reglur sem hér eru kynntar.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Sérstakur húsnæðisstuðningur

| 01. september 2020


Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem greiddar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sjá reglur

 

Umsóknareyðublað má nálgast hér

 

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Afgreiðsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi almennar húsnæðisbætur
  • Upplýsingar um tekjur og eignir heimilismanna, 18 ára og eldri.

 

Umsóknir skulu berast til félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

Endurnýja skal umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á tólf mánaða fresti.

Laust starf í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar

| 26. ágúst 2020


Íþróttamiðstöðin á Hólmavík auglýsir eftir karlkyns starfskrafti í 100% starf til að sinna m.a. baðvörslu í karlaklefa.

 

Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felst meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu, sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Um er að ræða framtíðar starf og þarf starfsmaður að geta hafið störf sem fyrst. Gerð er krafa um búsetu í Strandabyggð. Unnið er á vöktum. Gerð er krafa um hreint sakavottorð, jákvæðni og ríka þjónustulund, stundvísi, dugnað, sjálfstæð vinnubrögð og kunnáttu í erlendum tungumálum. Í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kemur fram að starfsmenn sem sinna laugargæslu skuli hafa náð 18 ára aldri og standast eftirfarandi hæfnispróf sjá nánar um starfið hér.  

Umsóknum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða Íþróttamiðstöðvar fyrir 7. september og nálgast má umsóknir hér.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón