| 01. september 2020
Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla auglýsir nú eftir Félagsmálasjóra. Það er
Hagvangur sem sér um umsóknarferlið og
hér má sjá auglýsinguna á þeirra heimasíðu. Áhugasömum er bent á að hafa samband við þá beint.
Félagsmálastjóri hefur umsjón með framkvæmd stefnumörkunar í þeim málum sem heyra undir hans málafokk og eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða um félagsþjónustu. Hann situr i verkefnahópi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, hefur yfirumsjón með barnaverndarmálum samkæmt barnaverndarlögum nr 80/2002 og sér um eftirfylgd og ráðgjöf samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr 40/1991.
Félagsmálastjóri vinnur náið með sameiginlegri velferðarnefnd sveitarfélaganna fjögurra, hefur yfirumsjón með fundum nefndarinnar auk þess að sitja í þverfaglegum teymum og ráðum.
Félagsmálastjóri ber ábyrgð á rekstri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, gerð fjárhagsáætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem heyra undir hans fagsvið. Starfið kallar því á talsverða teymis vinnu og samskipti við fagfólk og aðra á svæðinu auk sjálfstæðra vinnubragða.
Helstu hæfniskröfur:
- Meistarapróf í félagsráðgjöf
- Stjórnunarreynsla æskileg
- Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
- Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
- Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur vija og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu. Starfið krefst ferðalaga um svæðið og þarf félagsmálastjóri að hafa bílpróf og bíl til umráða.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. september 2020. Allar upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir hjá Hagvangi;
geirlaug@hagvangur.is