A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sérstakur húsnæðisstuðningur

| 01. september 2020


Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps annast greiðslu á sérstökum húsnæðisstuðningi til fjölskyldna og einstaklinga, sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur vegna greiðslu á húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem greiddar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Sjá reglur

 

Umsóknareyðublað má nálgast hér

 

Með umsókninni þarf að fylgja:

  • Afgreiðsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi almennar húsnæðisbætur
  • Upplýsingar um tekjur og eignir heimilismanna, 18 ára og eldri.

 

Umsóknir skulu berast til félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

 

Endurnýja skal umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning á tólf mánaða fresti.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón