Staða tómstundafulltrúa laus til umsóknar
Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling sem hefur unun af samskiptum. Um 75% starf er að ræða.
Helstu verkefni
- Verkefnavinna og stefnumótun á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála í Strandabyggð
- Samvinna með skólastjóra Grunn-, leik- og tónskóla Hólmavíkur að málefnum á sviði menntunar og tómstunda
- Vinna með Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins
- Umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon og ungmennahússins Fjóssins
- Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
- Umsjón með skipulögðu starfi eldri borgara í Strandabyggð
- Verkefnastjórnun við hátíðahöld og viðburði á vegum Strandabyggðar
- Undirbúningur vegna verkefna vinnuskóla, menningardvalar og sumarnámskeiða
- Stuðningur við félagastarf á sviði tómstunda, íþrótta og menningar
- Sérstök nýsköpun og stuðningur við þá hópa sem hafa lítið framboð við hæfi í Strandabyggð
- Samvinna við nágrannasveitarfélög og á landsvísu á sviði tómstundamála
- Samstarf við íþróttafélög, starfsfólk íþróttamiðstöðvar og félagasamtök á svæðinu
Æskileg menntun, færni og eiginleikar
- Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða skyldum greinum sem nýtast í starfi
- Skipulags- og stjórnunarfærni
- Reynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
- Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
- Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
- Er hvetjandi og góð fyrirmynd
Umsóknarfrestur er til miðnættis 6. september 2020. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, eða á netfangið: strandabyggd@strandabyggd.is
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri, í síma 451-3510 eða 899-0020, eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is