A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ærslabelgurinn kemur!

| 29. júní 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og sést, eru hafnar framkvæmdir á Jakobínutúni við að setja niður ærslsbelg.  Gert er ráð fyrir að vinna við uppsetningu taki tvo daga eða svo og við munum fagna mikið þegar þessu verki er lokið.

Sterkar Strandir - Áfram Strandabyggð!

"Til fyrirmyndar" veggur á Hólmavík!

| 26. júní 2020
"Hvatningarátakið TIL FYRIRMYNDAR er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.
Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því
að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum,
frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa
verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Frá 17. til 30. júní verða landsmenn hvattir til að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til
fjöl skyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra sem bréfritarar vilja
þakka fyrir að vera til fyrirmyndar.

Hvatningarátakið var fyrst haldið fyrir 10 árum við mjög góðar viðtökur og þúsundir manna tóku þátt."

Á Hólmavík verður líka "Til fyrirmyndar" veggur og hér er hann í uppsetningu á vegg Galdrasafnsins. 

Verum til fyrirmyndar á Hamingjudögum á Hólmavík!

Listasýning í Íþróttamiðstöðinni

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 23. júní 2020
Listasýning barna í Leikskólanum Lækjarbrekku verður opnuð miðvikudaginn 24. júní klukkan 15:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Börnin taka lagið og veitingar að hætti leikskólans verða í boði. Sýningin verður opin í sumar á opnunartíma Íþróttamiðstöðvar. Þið eruð öll velkomin.

„Sterkar Strandir“ – íbúaþing við upphaf byggðaþróunarverkefnis

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. júní 2020
« 1 af 4 »

Helgina 12.-13.júní var haldið íbúaþing á Hólmavík. Íbúaþingið markar upphafið að samtali við íbúa Strandabyggðar í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“ og gáfu heimamenn verkefninu heitið „Sterkar Strandir“. Strandabyggð er tólfta byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. 

...
Meira

Gleðilega hátíð!

| 17. júní 2020
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Í dag er þjóðhátíðardagurinn og verða hátíðarhöld á vegum Geislans í Sævangi.  Á facebook síðu Sauðfjársetursins segir: 

"Kaffihlaðborð í Sævangi 17. júní frá kl. 13:00 - 18:00 kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri, 1.200 fyrir 7- 12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.

Ungmennafélagið Geislinn sér um hátíðarhöld í Strandabyggð í tilefni af 17. júní með breyttu sniði frá síðustu árum. Það verður fána og blöðrusala við Sævang frá kl 13:00 og um 13:30 verður hátíðarganga og vígður nýr göngustígur við Sævang og að lokinni göngu verður skipulögð leikjadagskrá á vellinum. Í Sævangi verður kaffihlaðborðið.

Minnum einnig á nýja sýningu sem verður uppi í sumar á Kaffi Kind - ljósmyndasýningu eftir Yrsu Rocka Fannberg sem heitir Lífið fyrir umbreytinguna! Myndir úr Árneshreppi."

Sjáumst!  Gleðilega hátíð!

Happy holidays
 
Today is our national holiday. There will be some activities at Sævangur (Sauðfjársetrið), at 13-18 hrs. This includes coffee and cakes, flags for sale and a walk through a new track in the neighborhood. There will also be organized games and activities for kids.

Happy holidays!
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón