A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Endurskoðun skólastefnu - ÍBÚAFUNDUR

Þorgeir Pálsson | 29. apríl 2025

Kæru íbúar Strandabyggðar, 

Opinn fundur verður haldinn 
þriðjudaginn 6. maí n.k. kl. 17:00 - 19:00 um endurskoðun skólastefnu Strandabyggðar.   (smelltu til að skoða stefnuna).


Hafin er vinna við endurskoðun skólastefnu Strandabyggðar frá 2015. Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu á gildandi skólastefnu og móta framtíðarsýn með skýrum viðmiðum um gæði menntastarfs. Rík áhersla er lögð á samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur, foreldra og aðra íbúa sveitarfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar. Opið ferli og samtal við samfélagið er mikilvægt svo vel takist til við mótun stefnu og innleiðingu enda er slíkt grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um stefnuna.

Nú býður stýrihópurinn öllum sem áhuga hafa að mæta á íbúafund um endurskoðun stefnunnar þar sem íbúum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum. 


Hvenær: Þriðjudaginn 6. maí

Tími: kl. 17:00-19:00

Hvar: Félagsheimilinu á Hólmavík


Dagskrá fundarins 

  • Kynning á stýrihóp og verkefninu - Þorgeir Pálsson sveitarstjóri.

  • Fyrirlestur - Gerð og mikilvægi menntastefnu sveitarfélaga - Gunnþór verkefnastjóri stýrihóps.

  • Hópavinna - styrkleikar, veikleikar, ógnanir, tækifæri ofl.

  • Samantekt, spurningar og næstu skref.

  • Fundi lokið um 19:00.

Með von um gott samstarf og góða þátttöku

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu

 Þorgeir Pálsson, Grettir Örn Ásmundsson, Hlíf Hrólfsdóttir.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón