A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lausar stjórnendastöður í Strandabyggð 9.9.2025

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. september 2025


Tómstundafulltrúi

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa.
Um er að ræða 70% starfshlutfall og gert er ráð fyrir að um 20% hluti starfsins sé stjórnun.

Tómstundafulltrúi hefur faglega umsjón með tómstundastarfi í Strandabyggð í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Um er að ræða skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og skipulagðan einstakling til takast á við fjölbreytt verkefni og móta starf í vaxandi samfélagi. Tómstundafulltrúi er næsti yfirmaður starfsfólks á sviði tómstundastarfs og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárheimildir og samþykkta fjárhagsáætlun. Í Strandabyggð er góð aðstaða fyrir íþróttastarf og möguleiki á að móta skýra framtíðarsýn fyrir styrkingu á núverandi tómstundastarfi fyrir alla aldurshópa. Tómstundafulltrúi vinnur í nánu samstarfi við Héraðssamband Strandamanna, íþróttafélög og félagasamtök í Strandabyggð. Æðsti yfirmaður er sveitarstjóri og ráðning í höndum sveitarstjórnar.

.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Verkefnavinna og þátttaka í stefnumótun fyrir tómstundamál
• Mannauðsmál og leiðtogahlutverk
• Umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon
• Umsjón með frístundaþjónustu í samstarfi við skólastjóra, íþróttafélög og aðra starfsemi
• Umsjón með skipulagi sumarnámskeiða
• Stuðningur við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu
• Samstarf við stjórnendur grunnskóla og íþróttamannvirkja
• Verkefnastjórn við hátíðahöld og aðra viðburði á vegum sveitarfélagsins
• Stuðningur og hvatning á starfsemi sem felur í sér tómstundir
• Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjórn eða sveitarstjóra


Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða kennslu
• Reynsla og þekking af tómstundastarfi og stjórnun
• Áhugi á tómstundastarfi og velferð íbúa
• Frumkvæði, sköpunargleði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og hugmyndaauðgi
• Áhersla á færni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og þjónustulund
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti og góð almenn tölvukunnátta
• Hreint sakarvottorð

 

 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar- og tjaldsvæðis

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- og tjaldsvæðis. Um er að ræða 100% starfshlutfall og gert ráð fyrir að um 50% starfsins sé stjórnun. Forstöðumaður þarf að skila vöktum skv. vaktaplani.


Forstöðumaður stýrir daglegri starfsemi íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks íþróttamiðstöðvar og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárheimildir og samþykkta fjárhagsáætlun. Forstöðumaður á náið samstarf við forstöðumann Eignasjóðs og umsjónaraðila eigna varðandi allt sem snýr að rekstri fasteigna og tækjabúnaðar. Reiknað er með að starfsmaður vinni sem mest á dagvinnutíma en taki vaktir skv. vaktaskipulagi. Æðsti yfirmaður er sveitarstjóri og ráðning í höndum sveitarstjórnar.


Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur íþróttamannvirkis- og tjaldsvæðis
• Mannauðsmál og leiðtogahlutverk
• Skipulag vakta og mannauðsstýring
• Samstarf við stjórnendur grunnskóla og tómstunda
• Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjórn eða sveitarstjóra


Menntunar- og hæfniskröfur
• Öll menntun og starfsreynsla sem nýtist starfinu
• Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg
• Hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp
• Frumkvæði, skipulagshæfni, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Áhugi á íþróttastarfi, lýðheilsu og velferð íbúa
• Áhersla á færni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og þjónustulund
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti og góð almenn tölvukunnátta
• Hreint sakarvottorð

 
Smellið hér til að senda inn umsókn. Frestur er til og með 21. september 2025

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.


Nánari upplýsingar veita:

Salbjörg Engilberstdóttir, salbjorg@strandabyggd.is 4513510
Þorgeir Pálsson, thorgeir@strandabyggd.is 4513510

 

 

Laus störf í Eignasjóði Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. september 2025
Laus eru störf í Eignasjóði Strandabyggðar

Starf áhaldahúsi og hafnarvog
Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi í viðhaldi eigna sveitarfélagsins og vinnu á hafnarvog. Starfsmaður þarf að sækja sér vigtarréttindi //Maintenance team, general worker and property maintainance and in Hólmavík harbour. Employee has to apply for a weigher certification.

Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl, meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)Starfsmaður þarf að sækja námskeið og fá vigtarréttindi // Waste manangment center. Work on a garbage truck etc. Requires forklift and truck driving licence. Employee has to apply for a weigher certification

Umsóknir mega berast hér á þessari slóð. Umsóknarfrestur er til og með 15. september n.k. og starfsmaður þarf að geta byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Marinó Þorvaldsson s. 894-4806 eða skrifstofustjóri Salbjörg Engilbertsdóttir 451-3510.//Form for applications can be found here and is due on 15th september. Employee has to start as soon as possible. Info at Sigurður Marinó Þorvaldsson s. 894-4806 eða skrifstofustjóri Salbjörg Engilbertsdóttir 451-3510.

Laus störf í Strandabyggð 8.9.25

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. september 2025

Staða frístundaleiðbeinenda
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:30-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.


Staða liðveitanda Félagsþjónustu í frístund
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:30-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 29% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 29% over 9.5 months.

Staða liðveitanda Félagsþjónustu í lengdri viðveru
Starfsmaður sinnir liðveislu í lengdri viðveru. Starfið er unnið á tímabilinu 14:00-16:15 og er um 16,5% % starf að ræða í dreifðu starfi í 12 mánuði en 19% í starfi 9,5 mánuði. Starfsmaður vinnur nemanda eftir skóla. Auglýst er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Gerð er krafa um stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám og/eða talsverða reynslu í starfi.//This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 16,5% spread over 12 months or 19% over 9.5 months.

Umsóknir mega berast hér á þessari slóð okkur vantar fólk sem getur byrjað fljótlega. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, félagsmálastjóri Hlíf Hrólfsdóttir eða skrifstofustjóri Salbjörg Engilbertsdóttir. Þær svara þar sem til þeirra næst og gott er að hringja í 451-3510 eða senda póst á strandabyggd@strandabyggd.is

Laus störf í Strandabyggð 28.8.25

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. ágúst 2025
Staða skólaliða
Starfsmaður starfar við gæslu í skóla s.s. á göngum skólans, í mötuneyti og frímínútum og er nemendum innan handar og leiðbeinir eftir þörfum. Eldar og afgreiðir hafragraut til nemenda. Starfsmaður sinnir einnig léttum þrifum. Um 50% starf er í boði í dreifðu starfi á 12 mánuði en 53% í 9,5 mánuði // The employee handles school security in corridors, the cafeteria, and during breaks, assisting students as needed. Responsibilities also include preparing and serving porridge and performing light cleaning. The employment rate is 50% spread over 12 months, or 53% over 9.5 months.

Staða frístundaleiðbeinenda
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:00-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.

Staða liðveitanda Félagsþjónustu í frístund
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:00-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.

Staða liðveitanda Félagsþjónustu í lengdri viðveru
Starfsmaður sinnir liðveislu í lengdri viðveru. Starfið er unnið á tímabilinu 14:00-16:15 og er um 25% starf að ræða í dreifðu starfi í 12 mánuði en 27% í starfi 9,5 mánuði. Starfsmaður vinnur nemanda eftir skóla. Auglýst er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Gerð er krafa um stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám og/eða talsverða reynslu í starfi.

Umsóknir mega berast hér á þessari slóð okkur vantar fólk sem getur byrjað fljótlega. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, félagsmálastjóri Hlíf Hrólfsdóttir eða skrifstofustjóri Salbjörg Engilbertsdóttir. Þær svara þar sem til þeirra næst og gott er að hringja í 451-3510 eða senda póst á strandabyggd@strandabyggd.is

Staða kennara við Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 13. ágúst 2025
Staða kennara við Grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs
skólaárið 2025-2026.
Starfshlutfall er 50%.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn kennsla á öllum stigum þar á meðal list og verkgreinar
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Þekking á kennslufræði, samþættingu námsgreina og leiðsagnarnámi
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, skolastjori@strandabyggd.is
Ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn sem senda skal á sama netfang. 

Umsóknarfrestur er til og með 19.ágúst 2025 og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Lausar stöður við grunnskóla, frístund og félagsmiðstöð

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 08. ágúst 2025

Staða skólaliða
Starfsmaður starfar við gæslu í skóla s.s. á göngum skólans, í mötuneyti og frímínútum og er nemendum innan handar og leiðbeinir eftir þörfum. Eldar og afgreiðir hafragraut til nemenda. Starfsmaður sinnir einnig léttum þrifum. Um 50% starf er í boði í dreifðu starfi á 12 mánuði en 53% í 9,5 mánuði // The employee handles school security in corridors, the cafeteria, and during breaks, assisting students as needed. Responsibilities also include preparing and serving porridge and performing light cleaning. The employment rate is 50% spread over 12 months, or 53% over 9.5 months.

Staða frístundaleiðbeinenda
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:00-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.

Staða liðveitanda Félagsþjónustu í frístund
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:00-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.

Staða liðveitanda Félagsþjónustu í lengdri viðveru
Starfsmaður sinnir liðveislu í lengdri viðveru. Starfið er unnið á tímabilinu 14:00-16:15 og er um 25% starf að ræða í dreifðu starfi í 12 mánuði en 27% í starfi 9,5 mánuði. Starfsmaður vinnur nemanda eftir skóla. Auglýst er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Gerð er krafa um stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám og/eða talsverða reynslu í starfi.

Staða frístundaleiðbeinenda í Ozon
Starfsmaður er frístundaleiðbeinadi í félagsmiðstöðinni Ozon. Leitað er að sveigjanlegum, áhugasömum og drífandi einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með börnum og unglingum. Starfsmaður þarf einnig að vera hvetjandi og góð fyrirmynd. Félagsmiðstöðin býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn á mið- og efstastigi grunnskóla. Hlutverk hennar er að styðja við unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf, hópefli og hópastarf. Meginmarkmið starfsins er að veita unglingum tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn tómstundaleiðbeinenda. Starfið er unnið skv. skiplagi félagsmiðstöðvar og er vinnutími misjafn eftir dögum, en á tímanilinu 14:00-20:00 og stundum er unnið lengur vegna samstarfsverkefna eða viðburða utan sveitarfélagsins. The employee will work as a leisure activity supervisor at the Ozon community center, supporting children and adolescents through varied activities and group projects. The role requires flexibility, enthusiasm, and strong role model qualities. Typical hours are 2:00 PM to 8:00 PM, with longer shifts as needed for events or projects. The position involves 35% distributed work over 12 months or 37.5% work over 9.5 months.

Leitað er eftir starfsfólki sem hefur ánægju af að vinna með börnum,sýnir færni í samskiptum við börn og fullorðna og tekur þátt í því uppeldisstarfi sem á sér stað innan skóla- og frístundastarfs. Í boði er að setja saman 2-3 störf ef það hentar. Farið er fram á hreint sakavottorð. Greitt er skv. kjarasamningum Sambands sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög
Æskilegt er að starfsmenn geti byrjað um 20. ágúst eða sem fyrst eftir það.

Upplýsingar um starfið gefur Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri í s. 451-3510 og senda má fyrirspurnir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, umsóknum skal skilað á sama netfang fyrir skilafrest, sem er út 15. ágúst n.k. eða í gegnum Umsóknarsíðu hér.
Payment follows the Association of Local Authorities' collective agreements with relevant unions. Preferred start date is around August 15th. For job details, contact Salbjörg Engilbertsdóttir (office manager) or Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (principal) at 451-3510, or email strandabyggd@strandabyggd.is. Submit applications to this email by August 15th or through here.

Lausar stöður við grunnskóla, frístund- og félagsmiðtöð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júlí 2025

Staða skólaliða
Starfsmaður starfar við gæslu í skóla s.s. á göngum skólans, í mötuneyti og frímínútum og er nemendum innan handar og leiðbeinir eftir þörfum. Eldar og afgreiðir hafragraut til nemenda. Starfsmaður sinnir einnig léttum þrifum. Um 50% starf er í boði í dreifðu starfi á 12 mánuði en 53% í 9,5 mánuði // The employee handles school security in corridors, the cafeteria, and during breaks, assisting students as needed. Responsibilities also include preparing and serving porridge and performing light cleaning. The employment rate is 50% spread over 12 months, or 53% over 9.5 months.

Staða við ræstingar
Starfsmaður starfar við ræstingar í grunnskólanum, vinnutími er frá 14:00-17:30 en hægt er að semja um að vinna starfið seinna að deginum. Um er að ræða þvott, skúringar og almenn þrif á skólahúsnæði eftir að skóla lýkur. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 44,5% eða 48% á 9,5 mánuði // The employee cleans the elementary school from 14:00-16:30, with potential to negotiate a later time. Duties include washing, scrubbing, and general cleaning after school hours. The employment rate is 44,5% spread over 12 months, or 48% over 9.5 months.


Staða stuðningsfulltrúa
Starfsmaður starfar með nemendum með fötlun og/eða fjölþættan vanda í öllu skólastarfi. Náin samvinna er með kennurum, sérkennurum, þroskaþjálfum og öðru fagfólki í samræmi við áætlanir hvers einstaklings. Gerð er krafa um stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám og/eða talsverða reynslu í starfi. Um 76% starf er í boði í dreifðu starfi á 12 mánuði en 79% v. starfs í 9,5 mánuði. // The employee works with students with disabilities and/or multiply problems in school activities. Training in support for children or work experience is required. The employment rate is 76,5% spread over 12 months, or 79% over 9.5 months.


Staða frístundaleiðbeinenda
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:00-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.


Staða liðveitanda Félagsþjónustu í frístund
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:00-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði // This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Friday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.


Staða liðveitanda Félagsþjónustu í lengdri viðveru
Starfsmaður sinnir liðveislu í lengdri viðveru. Starfið er unnið á tímabilinu 14:00-16:15 og er um 25% starf að ræða í dreifðu starfi í 12 mánuði en 27% í starfi 9,5 mánuði. Starfsmaður vinnur nemanda eftir skóla. Auglýst er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Gerð er krafa um stuðningsfulltrúanám eða sambærilegt nám og/eða talsverða reynslu í starfi.


Staða frístundaleiðbeinenda í Ozon
Starfsmaður er frístundaleiðbeinadi í félagsmiðstöðinni Ozon. Leitað er að sveigjanlegum, áhugasömum og drífandi einstaklingi sem hefur gaman af því að vinna með börnum og unglingum. Starfsmaður þarf einnig að vera hvetjandi og góð fyrirmynd. Félagsmiðstöðin býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir börn á mið- og efstastigi grunnskóla. Hlutverk hennar er að styðja við unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf, hópefli og hópastarf. Meginmarkmið starfsins er að veita unglingum tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn tómstundaleiðbeinenda. Starfið er unnið skv. skiplagi félagsmiðstöðvar og er vinnutími misjafn eftir dögum, en á tímanilinu 14:00-20:00 og stundum er unnið lengur vegna samstarfsverkefna eða viðburða utan sveitarfélagsins. The employee will work as a leisure activity supervisor at the Ozon community center, supporting children and adolescents through varied activities and group projects. The role requires flexibility, enthusiasm, and strong role model qualities. Typical hours are 2:00 PM to 8:00 PM, with longer shifts as needed for events or projects. The position involves 35% distributed work over 12 months or 37.5% work over 9.5 months.


Leitað er eftir starfsfólki sem hefur ánægju af að vinna með börnum,sýnir færni í samskiptum við börn og fullorðna og tekur þátt í því uppeldisstarfi sem á sér stað innan skóla- og frístundastarfs. Í boði er að setja saman 2-3 störf ef það hentar. Farið er fram á hreint sakavottorð. Greitt er skv. kjarasamningum Sambands sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög
Æskilegt er að starfsmenn geti byrjað um 15. ágúst.

Upplýsingar um starfið gefur Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri og Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri í s. 451-3510 og senda má fyrirspurnir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, umsóknum skal skilað á sama netfang fyrir skilafrest, sem er út 13. júlí n.k.

Payment follows the Association of Local Authorities' collective agreements with relevant unions. Preferred start date is around August 15th. For job details, contact Salbjörg Engilbertsdóttir (office manager) or Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir (principal) at 451-3510, or email strandabyggd@strandabyggd.is. Submit applications to this email by July 13th.

Smellið hér til að fylla út umsóknarform // press here for form of application

 

Tónlistarkennari/kórstjóri á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. maí 2025


Dreymir þig um hæglátan lífstíl? Fallega náttúru og að tilheyra í litlu samfélagi?

Tónskólinn á Hólmavík auglýsir eftir tónlistarkennara og deildarstjóra með hæfileika til að kenna á fjölbreytt hljóðfæri, sinna undirleik, kenna tónfræði og tónmennt á yngsta stigi. Ásamt stjórnun barnakórs og hljómsveitar eldri nemenda.


Tónskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn-, leik- og tónskóli og er vel búinn hljóðfærum, staðsettur í Grunnskólanum á Hólmavík. Kennt hefur verið á eftirfarandi hljóðfæri: blokkflautur, þverflautur, píanó, gítar, bassi, ukulele, fiðlur, trommur, trompet og saxófón.


Áhersla er lögð á fjölhæfni í hljóðfæraleik, samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum.


Jafnframt er auglýst eftir organista og kórstjóra fyrir Hólmavíkurprestakall en um aukastarf er að ræða sem greitt er fyrir í verktöku.


Helstu verkefni og ábyrgð:

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum grunnskólaaldri á fjölbreytt hljóðfæri
Einnig þarf viðkomandi að geta leikið undir með nemendum skólans
Kostur er ef viðkomandi getur kennt á mörg hljóðfæri og tónfræðigreinar, stjórnað barnakór og hljómsveit og kennt tónmennt

Hæfnikröfur:

Menntun sem nýtist í starfi
Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
Áhugi og frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Íslenskukunnátta
Hreint sakavottorð

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða fullt starf.


Strandabyggð sem skiptist í þéttbýlið Hólmavík og dreifbýli er ríflega 420 manna samfélag og þjónustukjarni á norðanverðum Vestfjörðum. Á Hólmavík er öll grunnþjónusta til staðar, og margt spennandi fram undan í uppbyggingu samfélagsins.

Stutt er í fallega náttúru og friðsælt umhverfi sem einkennist af fjöllum og friðsælum fjörðum. Þetta svæði er fullkomið fyrir þá sem vilja tengjast náttúrunni, njóta kyrrðarinnar og á sama tíma vera í nánd við heillandi menningu og heimamenn.


Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).


Nánari upplýsingar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri – skolastjori@strandabyggd.is

Elín Dögg Ómarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi – elin@hagvangur.is

Laust starf á leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. mars 2025

Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Leikskólinn Lækjarbrekka 
tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.

Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu stefnu um heilsueflandi skóla.


Menntunar og hæfniskröfur:

• Kennaramenntun, leyfisbréf og hæfni til kennslu í viðeigandi skólagerð

• Góð íslenskukunnátta

• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum

• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji

• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

• Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

• Reglusemi og samviskusemi

• Hreint sakavottorð


Laun 
eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Ef enginn kennaramenntaður sækir um verður staðan boðin ófaglærðum 


Umsóknarfrestur er til  31. mars 2025. Æskilegt að störf geti hafist sem fyrst


Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri gefur upplýsingar um starfið og tekur á móti umsóknum ásamt ferilskrá, afriti leyfisbréfa og upplýsingum um meðmælendur netfang: skolastjori@strandabyggd.is

Laus staða við ræstingar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. mars 2025
Laus er staða við ræstingar í grunnskólanum, vinnutími er frá 14:00-16:30 en hægt er að semja um að vinna starfið seinna að deginum. Um er að ræða þvott, skúringar og almenn þrif á skólahúsnæði eftir að skóla lýkur.
Um 35% starf er að ræða fram í byrjun júní.

Greitt er skv. kjarasamningum Sambands sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags

Æskilegt er að starfsmaður geti byrjað 1. apríl 2025

Upplýsingar um starfið gefur skólastjóri Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skolastjori@strandabyggd.is, eða skrifstofustjóri Salbjörg Engilbertsdóttir á strandabyggd@strandabyggd.is umsóknum skal skilað á strandabyggd@strandabyggd.is og er frestur til og með 27. mars n.k.

English

Cleaning position is avalable at the elementary school, working hours are from 14:00-16:30, but it is possible to  work the job later in the day. The job involves washing and general cleaning of the school premises after school ends.

This is a 35% job until the beginning of June.


Payment is according to the collective agreements of the Association of Local Authorities and the relevant union


Job is avalable from April 1, 2025

Information  provided by the school principal Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skolastjori@strandabyggd.is, or office manager Salbjörg Engilbertsdóttir at strandabyggd@strandabyggd.is

Applications should be submitted to strandabyggd@strandabyggd.is and the deadline is March 27, 2025.

Fyrri síða
1
234567121314Næsta síða
Síða 1 af 14
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón