A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lausar stjórnendastöður í Strandabyggð 9.9.2025

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. september 2025


Tómstundafulltrúi

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa.
Um er að ræða 70% starfshlutfall og gert er ráð fyrir að um 20% hluti starfsins sé stjórnun.

Tómstundafulltrúi hefur faglega umsjón með tómstundastarfi í Strandabyggð í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Um er að ræða skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og skipulagðan einstakling til takast á við fjölbreytt verkefni og móta starf í vaxandi samfélagi. Tómstundafulltrúi er næsti yfirmaður starfsfólks á sviði tómstundastarfs og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárheimildir og samþykkta fjárhagsáætlun. Í Strandabyggð er góð aðstaða fyrir íþróttastarf og möguleiki á að móta skýra framtíðarsýn fyrir styrkingu á núverandi tómstundastarfi fyrir alla aldurshópa. Tómstundafulltrúi vinnur í nánu samstarfi við Héraðssamband Strandamanna, íþróttafélög og félagasamtök í Strandabyggð. Æðsti yfirmaður er sveitarstjóri og ráðning í höndum sveitarstjórnar.

.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Verkefnavinna og þátttaka í stefnumótun fyrir tómstundamál
• Mannauðsmál og leiðtogahlutverk
• Umsjón og þróunarvinna með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon
• Umsjón með frístundaþjónustu í samstarfi við skólastjóra, íþróttafélög og aðra starfsemi
• Umsjón með skipulagi sumarnámskeiða
• Stuðningur við félagasamtök sem eru með skipulagða íþrótta- og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu
• Samstarf við stjórnendur grunnskóla og íþróttamannvirkja
• Verkefnastjórn við hátíðahöld og aðra viðburði á vegum sveitarfélagsins
• Stuðningur og hvatning á starfsemi sem felur í sér tómstundir
• Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjórn eða sveitarstjóra


Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða kennslu
• Reynsla og þekking af tómstundastarfi og stjórnun
• Áhugi á tómstundastarfi og velferð íbúa
• Frumkvæði, sköpunargleði, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og hugmyndaauðgi
• Áhersla á færni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og þjónustulund
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti og góð almenn tölvukunnátta
• Hreint sakarvottorð

 

 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar- og tjaldsvæðis

Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- og tjaldsvæðis. Um er að ræða 100% starfshlutfall og gert ráð fyrir að um 50% starfsins sé stjórnun. Forstöðumaður þarf að skila vöktum skv. vaktaplani.


Forstöðumaður stýrir daglegri starfsemi íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks íþróttamiðstöðvar og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárheimildir og samþykkta fjárhagsáætlun. Forstöðumaður á náið samstarf við forstöðumann Eignasjóðs og umsjónaraðila eigna varðandi allt sem snýr að rekstri fasteigna og tækjabúnaðar. Reiknað er með að starfsmaður vinni sem mest á dagvinnutíma en taki vaktir skv. vaktaskipulagi. Æðsti yfirmaður er sveitarstjóri og ráðning í höndum sveitarstjórnar.


Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur íþróttamannvirkis- og tjaldsvæðis
• Mannauðsmál og leiðtogahlutverk
• Skipulag vakta og mannauðsstýring
• Samstarf við stjórnendur grunnskóla og tómstunda
• Önnur verkefni á þessu sviði sem viðkomandi er falið af sveitarstjórn eða sveitarstjóra


Menntunar- og hæfniskröfur
• Öll menntun og starfsreynsla sem nýtist starfinu
• Reynsla af rekstri og stjórnun æskileg
• Hæfnispróf sundstaða, sundpróf og skyndihjálp
• Frumkvæði, skipulagshæfni, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Áhugi á íþróttastarfi, lýðheilsu og velferð íbúa
• Áhersla á færni og lipurð í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfileikar, jákvætt hugarfar og þjónustulund
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti og góð almenn tölvukunnátta
• Hreint sakarvottorð

 
Smellið hér til að senda inn umsókn. Frestur er til og með 21. september 2025

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um, óháð kyni og uppruna.


Nánari upplýsingar veita:

Salbjörg Engilberstdóttir, salbjorg@strandabyggd.is 4513510
Þorgeir Pálsson, thorgeir@strandabyggd.is 4513510

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón