A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tónlistarkennari/kórstjóri á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. maí 2025


Dreymir þig um hæglátan lífstíl? Fallega náttúru og að tilheyra í litlu samfélagi?

Tónskólinn á Hólmavík auglýsir eftir tónlistarkennara og deildarstjóra með hæfileika til að kenna á fjölbreytt hljóðfæri, sinna undirleik, kenna tónfræði og tónmennt á yngsta stigi. Ásamt stjórnun barnakórs og hljómsveitar eldri nemenda.


Tónskólinn á Hólmavík er samrekinn grunn-, leik- og tónskóli og er vel búinn hljóðfærum, staðsettur í Grunnskólanum á Hólmavík. Kennt hefur verið á eftirfarandi hljóðfæri: blokkflautur, þverflautur, píanó, gítar, bassi, ukulele, fiðlur, trommur, trompet og saxófón.


Áhersla er lögð á fjölhæfni í hljóðfæraleik, samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum.


Jafnframt er auglýst eftir organista og kórstjóra fyrir Hólmavíkurprestakall en um aukastarf er að ræða sem greitt er fyrir í verktöku.


Helstu verkefni og ábyrgð:

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum grunnskólaaldri á fjölbreytt hljóðfæri
Einnig þarf viðkomandi að geta leikið undir með nemendum skólans
Kostur er ef viðkomandi getur kennt á mörg hljóðfæri og tónfræðigreinar, stjórnað barnakór og hljómsveit og kennt tónmennt

Hæfnikröfur:

Menntun sem nýtist í starfi
Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
Áhugi og frumkvæði í starfi
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Íslenskukunnátta
Hreint sakavottorð

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða fullt starf.


Strandabyggð sem skiptist í þéttbýlið Hólmavík og dreifbýli er ríflega 420 manna samfélag og þjónustukjarni á norðanverðum Vestfjörðum. Á Hólmavík er öll grunnþjónusta til staðar, og margt spennandi fram undan í uppbyggingu samfélagsins.

Stutt er í fallega náttúru og friðsælt umhverfi sem einkennist af fjöllum og friðsælum fjörðum. Þetta svæði er fullkomið fyrir þá sem vilja tengjast náttúrunni, njóta kyrrðarinnar og á sama tíma vera í nánd við heillandi menningu og heimamenn.


Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH).


Nánari upplýsingar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri – skolastjori@strandabyggd.is

Elín Dögg Ómarsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi – elin@hagvangur.is

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón