A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Staða kennara við Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 13. ágúst 2025
Staða kennara við Grunnskólann á Hólmavík er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs
skólaárið 2025-2026.
Starfshlutfall er 50%.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn kennsla á öllum stigum þar á meðal list og verkgreinar
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Þekking á kennslufræði, samþættingu námsgreina og leiðsagnarnámi
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, skolastjori@strandabyggd.is
Ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn sem senda skal á sama netfang. 

Umsóknarfrestur er til og með 19.ágúst 2025 og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón