Hugmyndatorg Áhaldahúss og Vinnuskóla Strandabyggðar
Hugmyndir má senda á: strandabyggd@strandabyggd.is merkt Hugmyndatorg eða skila inn hugmyndum á skrifstofu Strandabyggðar fyrir 20. maí n.k.
Eftir páska hafa nemendur við Grunnskólann á Hólmavík farið með og hjálpað til við vitjun á fiðrildagildrum í Stakkamýri og við Þverárvirkjun. Vitjað er um gildrurnar á hverjum föstudegi frá miðjum apríl til byrjun nóvember. Nemendur munu aðstoða við vitjun gildranna fram að lokum skólans og möguleiki er að halda áfram á nýju skólaári í haust. Nemendurnir fá fræðslu um þau skordýr sem sjást í gildrunum og sérstaklega um lífsferil fiðrilda. Einnig fá þau fræðslu um gróðurlendið sem gildrurnar eru í.
Föstudaginn 6. maí 2011 fór hópur úr 7. bekk ásamt kennara sínum Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur til að vitja um gildruna. Í Stakkamýri veiddist eitt fiðrildi og nokkrar flugur en í gildrunni við Þverárvirkjun voru 31 fiðrildi og 36 flugur af mismunandi tegundum. Hópurinn var mjög áhugasamur og fannst gaman að fá að skoða fiðrildi og krækilyngsblóm með stækkunargleri.
Fimmtudaginn 5. maí n.k mun framkvæmdarstjóri og starfsmenn Atvest vera á skrifstofu Atvest á Hólmavík í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 milli kl. 9:00 - 12:00. Við viljum hvetja fyrirtæki og einstaklinga sem vantar handleiðslu og ráðgjöf að hafa samband við Atvest í síma 450 3053 eða senda tölvupóst á netfangið asgerdur@atvest.is . Atvest bókar tíma á skrifstofu eða starfsmenn fara í heimsókn til viðkomandi. Einnig er hægt að koma við á skrifstofunni í opinn viðtalstíma.
Það er stutt á Strandirnar! Þetta voru lokaorð íbúa á opnum fundi um dreifbýlismál sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi (sjá fyrri umfjöllun á vef 30. apríl og 1. maí 2011). Íbúar vilja leggja áherslu á öflugri markaðssetningu á Ströndum út á við en einnig að efla ímynd samfélagsins inn á við með jákvæðum og hvetjandi viðhorfum sem stuðla m.a. að nýsköpun og áframhaldandi uppbyggingu. Rætt var um gæði og möguleika öflugrar sauðfjárræktar á Ströndum, bæði hvað varðar bragðgott villilamb sem og heilbrigð líflömb, auk þess sem horft var til möguleika á frekari nýtingu auðlinda á svæðina. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar fundarmenn svöruðu 3. og síðustu spurningu íbúafundarins sem var ,,Hvað geta íbúar gert til að stuðla að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í dreifbýli Strandabyggðar?"
Niðurstöður fundarins má sjá í heild sinni í meðfylgjandi skjali.