A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Góugleði 2012!

| 05. mars 2012
Már Ólafsson. Ekki missa af þessu! Góunefndin.
Már Ólafsson. Ekki missa af þessu! Góunefndin.
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á hina mögnuðu Góugleði sem verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 10. mars næstkomandi. Skráningar hafa gengið mjög vel, en hægt er að koma fleirum að og eru menn hvattir til að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi þriðjudaginn 6. mars.  Tekið er á móti skráningum í netföngunum jedvald@simnet.is og smt@snerpa.is.  Einnig er hægt að hringja í Jón Eðvald Halldórsson í síma 862-8735 og Sigurð Marinó Þorvaldsson í síma 894-4806. Forsala aðgöngumiða verður miðvikudaginn 7. mars í félagsheimilinu frá kl 17:00 til 19:00 en miðaverð er aðeins kr. 6.500. Hljómsveitin Stuðlabandið heldur síðan uppi fjörinu eftir að borðhaldi lýkur og verður hægt að borga sig sér inná ballið fyrir kr. 2.500.
 

Meðfylgjandi mynd er af Má Ólafssyni í gervi einnar kvinnunnar á svæðinu.

Fréttatilkynning frá Góunefndinni.

Skemmtiferð Félagsmiðstöðvarinnar Ozon

| 03. mars 2012
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
GóGó-píurnar í undankeppninni á Hólmavík. Ljósm: Strandir.is
Krakkarnir í félagsmiðstöðinni Ozon eru í sannkallaðri skemmtiferð í
höfuðborginni nú um helgina. Í gær héldu tæplega þrjátíu hressir krakkar af stað undir leiðsögn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa
Strandabyggðar, Alfreð Gests Símonarsonar bílstjóra og Bjarna Ómars
Haraldssonar gæslumanns. Fyrsti áfangastaður var Stjörnutorg í
Kringlunni þar sem fyllt var á orkuna fyrir hið eina sanna Samfésball
þar sem Páll Óskar, Emmsé Gauti, Jón Jónsson og DJ Sindri BM komu fram. Að sögn Arnars gekk allt eins og í sögu og voru krakkarnir til fyrirmyndar og skemmtu sér vel....
Meira

Dansað í Strandabyggð

| 02. mars 2012
Komdu að dansa!
Komdu að dansa!
Vikan 5.-9. mars verður sannkölluð dansvika hér í Strandabyggð. Grunnskólinn á Hólmavík hefur fengið Jón Pétur Úlfljótsson frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru til samstarfs eins og í fyrra og munu grunnskólanemar hafa kost á að sækja dansnámskeið í Íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags eins og hér segir: Kl. 13:10-14:00 (7.-10. bekkur), kl. 14:10-15:00 (1.-3. bekkur) og kl. 15:10-16:00 (4.-6. bekkur). Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð er 4.200 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.700 kr. fyrir systkini.

Dansnámskeið fyrir 16 ára og eldri verður haldið í Bragganum í samstarfi við tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þar verður dansað frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 20:00-21:00. Athugið að hægt er að mæta á einstök kvöld eða öll kvöldin og kostar námskeiðið í heild 5.200 kr. eða hvert kvöld 1.300 kr. Námskeið Jóns Péturs sló í gegn í fyrra og því eru allir hvattir til koma og taka þátt í dansinum þar sem allir fá viðfangsefni við hæfi og getu hvers og eins. Nánari upplýsingar veitir Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi í s. 8941-941 og tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

M Benz Sprinter 2003 til sölu

| 29. febrúar 2012
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir til sölu M Benz Sprinter 2003 416. 16 farþegasæti eru í bifreiðinni + 1 + 1 (ökumaður og guide), bifreiðin er með 3 punkta beltum í öllum sætum og ekin 300 þús km. Gott viðhald hjá Öskju, er á tvöföldu að aftan, góð nelgd vetrardekk og sumardekk á felgum, sprautaður um jól 2010. Lítur vel út utan og innan, er í góðu lagi, 2 kastarar að framan, sparneytinn og góður bíll klár í akstur. Bifreiðin er staðsett á Hólmavík og er með hópferðaleyfi 2012. Nánari upplýsingar veitir Snorri Jónsson í síma 865-3014 eða verk@holmavik.is

 

Strandabyggð gerir samning við Umf. Geisla

| 28. febrúar 2012
Samningurinn undirritaður - ljósm. SE
Samningurinn undirritaður - ljósm. SE
« 1 af 2 »
Sveitarfélagið Strandabyggð hefur undanfarin misseri gert styrktarsamninga við félög og samtök í sveitarfélaginu. Á dögunum var skrifað undir samning við Ungmennafélagið Geislann á Hólmavík, en félagið hefur staðið fyrir öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi á starfssvæði sínu í marga áratugi með ræktun lýðs og lands að leiðarljósi. Félagið hefur á sínum snærum öfluga þjálfara og stendur fyrir æfingum í hinum ýmsu íþróttagreinum allt árið. Samningurinn milli Geislans og Strandabyggðar er til þriggja næstu ára og þar er kveðið á um rekstrarframlag til félagsins auk endurgjaldslausra afnota af húsnæði og íþróttavöllum í eigu sveitarfélagsins. Þá mun Umf. Geislinn taka að sér skipulagningu og framkvæmd á hátíðahöldöm á 17. júní út samningstímabilið, en því hlutverki hefur félagið einmitt sinnt undanfarin ár.


Undir samninginn skrifuðu Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri og Jóhann Áskell Gunnarsson úr stjórn Umf. Geislans. Einnig var Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi viðstaddur, en hann sá um samningsgerðina fyrir hönd sveitarfélagsins.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón