A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skrifað undir styrktarsamning við Skíðafélag Strandamanna

| 17. febrúar 2012
F.v. Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi sem vann að samningagerðinni, Rósmundur Númason, skíðakappi og stjórnarmaður í Skíðafélaginu og Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð.
F.v. Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi sem vann að samningagerðinni, Rósmundur Númason, skíðakappi og stjórnarmaður í Skíðafélaginu og Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð.
« 1 af 2 »
Nýlega skrifaði sveitarfélagið Strandabyggð undir styrktarsamning við hið öfluga Skíðafélag Strandamanna. Í samningnum, sem er til þriggja ára og gildir því út árið 2014, er kveðið á um árlegan stuðning Strandabyggðar við Skíðafélagið ásamt endurgjaldslausum afnotum af húsnæðisaðstöðu í eigu sveitarfélagsins undir æfingar og aðra viðburði. Skíðafélagið hefur verið sérstaklega öflugt undanfarin ár í að efla veg og vanda skíðaíþróttarinnar á Ströndum, einkum og sér í lagi skíðagöngu. Í þeirri grein á félagið fólk í fremstu röð sem hefur náð góðum árangri á mótum, til dæmis á Andrésar Andar leikunum.


Við undirskrift samningsins kom fram í máli Rósmundar Númasonar, stjórnarmanns í Skíðafélaginu, að félagið stefnir á mikla uppbyggingu í Selárdal á komandi árum. Þar hefur félagið haft aðsetur undanfarin ár til æfinga og mótshalds. Þar á að reisa húsnæði til afnota fyrir iðkendur, hvort sem er við æfingar eða mótshald. Framtíð skíðaíþróttarinnar á Ströndum er því björt.

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur á Lækjarbrekku

| 16. febrúar 2012
Myndir IV
Myndir IV
« 1 af 14 »
Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur á leikskólanum Lækjarbrekku 6. febrúar s.l. eins og á flestum leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Fjölmargir lögðu leið sína í leikskólann Lækjarbrekku og fengu innsýn inn í fjölbreytt starf skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri afhenti Ingibjörgu Valgeirsdóttur sveitarstjóra plakat sem félag leikskólakennara gaf út í tilefni dagsins en þetta var í fimmta sinn sem Dagur leikskólans er haldinn á Íslandi.

Félagsmiðstöðin Ozon keppir í Söngkeppni Samfés

| 13. febrúar 2012
Krakkar í Félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík gerðu góða ferð til Súðavíkur síðastliðinn föstudag undir stjórn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Þar fór fram SamVest sem er söngkeppni vestfirskra félagsmiðstöðva. Tíu atriði tóku þátt í keppninni, þrjú frá Hólmavík, þrjú frá Ísafirði, tvö frá Þingeyri og tvö frá Súðavík. Hólmvísku keppendurnir stóðu sig frábærlega og öll ungmennin voru til fyrirmyndar í allri framgöngu sinni.

Spennan var mikil þegar tilkynnt var um úrslitin og gríðarlega mikið fagnað þegar ljóst varð að eitt af atriðunum frá Ozon, Gógó-píurnar sem fluttu lagið Lýstu skært, hafði komist áfram í aðalkeppnina í Reykjavík sem haldin verður í Laugardalshölll laugardaginn 3. mars ásamt frábæru atriði frá Súðavík. Eftir keppnina dönsuðu menn undir skífuþeytingi frá tónlistarmanninum Haffa Haff þar til lagt var af stað heim, dálítið fyrr en til stóð, til að komast örugglega yfir Steingrímsfjarðarheiðina.


Undirbúningur fyrir þátttöku í stóru keppninni syðra er þegar hafinn. Að mörgu er að huga, t.d. búningum, framkomu og söng svo fátt eitt sé nefnt. Keppnin hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 16:00, en hún verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Strandabyggð óskar unga fólkinu til hamingju með árangurinn og hvetur þau til frekari afreka í marsbyrjun!

Hér má sjá GóGó-píurnar flytja lagið sitt í Súðavík.

Smíðastofa fyrir eldri borgara

| 13. febrúar 2012
Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð opnað smíðastofu fyrir eldri borgara á fimmtudögum frá kl. 14:00 - 17:00. Með smíðastofunni er verið að koma á fjölbreyttara félagsstarfi en á opnum íbúafundi með eldri borgurum sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps stóð fyrir í haust komu fram óskir þar um. Ingibjörg Sigurðardóttir mun hafa umsjón með smíðastofunni eins og félagsstarfinu sem boðið er uppá á þriðjudögum. Eldri borgarar eru hvattir til að nýta sér þetta nýja félagsstarf sem fer fram í Grunnskólanum í Hólmavík, nýju byggingunni. 

Allir velkomnir - heitt á könnunni!

Sjálfboðaliðar óskast til að sjá um SEEDS verkefni

| 10. febrúar 2012
Sjálfboðaliðahópur frá SEEDS á Hólmavík.
Sjálfboðaliðahópur frá SEEDS á Hólmavík.
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að sjá um SEEDS verkefni sumarið 2012. SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Árið 2011 tókum við á móti 1000 manns í um 100 mismunandi verkefni víðsvegar um landið sem tengdust öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin voru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskagaog Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhaldgöngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru. SEEDS samtökin voru stofnuð haustið 2005 og hafa SEEDS hópar unnið fjölmörg uppbyggileg verkefni í Strandabyggð í gegnum tíðina.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón