A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hamingjan að skella á - PubQuiz í kvöld

| 28. júní 2012
Jón og Dagrún bíða spennt eftir kvöldinu - ljósm. strandir.is
Jón og Dagrún bíða spennt eftir kvöldinu - ljósm. strandir.is
Sennilega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum manni að Hamingjudagar á Hólmavík eru haldnir nú um helgina. Í kvöld hefst hátíðin með PubQuiz á Café Riis kl. 20:00. Umsjónarmenn þar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson á Kirkjubóli og lofa þau fjölbreyttum og skemmtilegum spurningapakka. Einnig er spámiðillinn Hrönn Friðriksdóttir mætt á svæðið og býður upp á tíma á Höfðagötu 7 frá kl. 10:00-13:00 og 14:00-17:00 í dag, tímapantanir í s. 861-2505. 

Búist er við talsverðum fjölda manns á Hamingjudaga, enda spáin fín og stemmningin góð í bænum. 

Skrifstofa Strandabyggðar lokuð 9. - 20. júlí

| 27. júní 2012
Skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð 9. - 20. júlí 2012 vegna sumarleyfa starfsfólks. 


Starfsfólk verður í leyfi sem hér segir:
Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri 2. - 20. júlí 2012
Salbjörg Engilbertsdóttir, skrifstofustjóri 9. - 20. júlí og 2. ágúst - 29. ágúst 2012
Elfa Björk Bragadóttir, fulltrúi á skrifstofu, 2. - 30. júlí 2012
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri, 16. júlí - 16. ágúst 2012
Arnar Snæberg Jónsson, tómstundafulltrúi, 9. júlí - 10. ágúst 2012

Gleðilegt sumar!

Sveitarstjórnarfundur 1198

| 22. júní 2012

Fundur 1198 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 26. júní 2012. Fundurinn verður haldinn í Hnyðju og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Hverfisstjórar og hverfisfundir

| 22. júní 2012
Nú hafa loksins verið ráðnir hverfisstjórar fyrir Hamingjudaga. Þeir eru:

Steina Þorsteinsdóttir í gula hverfinu
Árný Huld Haraldsdóttir í rauða hverfinu
Ingibjörg Benediktsdóttir í appelsínugula hverfinu
Árdís Rut Einarsdóttir í bláa hverfinu 

Hlutverk hverfisstjóra er ekki að vinna við að setja upp skreytingar einn síns liðs eða segja öðrum fyrir verkum :) Þeim er hins vegar ætlað að ákveða tíma fyrir hverfisfundi, koma út auglýsingum um þá og hvetja til umræðu og skipulagningar um skreytingar, hverfislög og allt sem fólki dettur í hug að gera. Einnig ganga hverfisstjórarnir í hús og safna tertuloforðum á Hnallþóruhlaðborðið.

Sá háttur verður síðan hafður á hér eftir að hverfisstjórarnir útnefna nýja fyrir næsta ár strax eftir Hamingjudaga. Þannig verður þetta embætti sjálfbært með öllu :)

Hverfisfundir verða haldnir sem hér segir:
Rauða hverfið - félagsheimilið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Appelsínugula hverfið - Grunnskólinn kl. 
20:00 sunnudagskvöldið 24. júní
Bláa hverfið - Kvenfélagshúsið kl. 20:00 sunnudagskvöldið 24. júní 

Skákhátíð á Ströndum um helgina - hefst í Hnyðju

| 21. júní 2012
Allir að mæta á fjöltefli föstudaginn 22. júní!
Allir að mæta á fjöltefli föstudaginn 22. júní!
Skákhátíð á Ströndum 2012 verður haldin nú um helgina. Efnt er til fjölteflis á Hólmavík og skákmóta í Djúpavík, Trékyllisvík og Norðurfirði. Von er á stórmeisturunum Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni og Þresti Þórhallssyni, auk skákáhugamanna víða að. Þá munu mörg af efnilegustu skákbörnum landsins taka þátt í hátíðinni, sem er öllum opin. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna eru í boði, m.a. munir eftir tvo af kunnustu handverksmönnum Strandasýslu, flugfarseðlar, sérsmíðaðir silfurhringir, silki frá Samarkand, bækur og peningaverðlaun.

Hátíðin hefst á Hólmavík klukkan 16:00 föstudaginn 22. júní. Þá mun Róbert Lagerman, heiðursgestur hátíðarinnar, tefla fjöltefli við alla sem vilja í Hnyðju, neðstu hæð Þróunarsetursins að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Róbert sem verður fimmtugur nú í sumar er sá skákmeistari sem tekið hefur þátt í flestum skákviðburðum á Ströndum sl. ár. Fjölteflið er öllum opið og þátttaka er ókeypis.
...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón