Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Endurskoðun skólastefnu - ÍBÚAFUNDUR

29. apríl 2025 | Þorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar, 

Opinn fundur verður haldinn 
þriðjudaginn 6. maí n.k. kl. 17:00 - 19:00 um endurskoðun skólastefnu Strandabyggðar.   (smelltu til að skoða stefnuna).


Hafin er vinna við endurskoðun skólastefnu Strandabyggðar frá 2015. Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu á gildandi skólastefnu og móta framtíðarsýn með skýrum viðmiðum um gæði menntastarfs. Rík áhersla er lögð á samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur, foreldra og aðra íbúa sveitarfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar. Opið ferli og samtal við samfélagið er mikilvægt svo vel takist til við mótun stefnu og innleiðingu enda er slíkt grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um stefnuna.

Nú býður stýrihópurinn öllum sem áhuga hafa að mæta á íbúafund um endurskoðun stefnunnar þar sem íbúum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum. 


Hvenær: Þriðjudaginn 6. maí

Tími: kl. 17:00-19:00

Hvar: Félagsheimilinu á Hólmavík


Dagskrá fundarins 

  • Kynning á stýrihóp og verkefninu - Þorgeir Pálsson sveitarstjóri.

  • Fyrirlestur - Gerð og mikilvægi menntastefnu sveitarfélaga - Gunnþór verkefnastjóri stýrihóps.

  • Hópavinna - styrkleikar, veikleikar, ógnanir, tækifæri ofl.

  • Samantekt, spurningar og næstu skref.

  • Fundi lokið um 19:00.

Með von um gott samstarf og góða þátttöku

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu

 Þorgeir Pálsson, Grettir Örn Ásmundsson, Hlíf Hrólfsdóttir.

 

Sveitarstjórnarfundur nr. 1376-aukafundur

29. apríl 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Sveitarstjórnarfundur nr. 1376 sem er aukafundur hjá sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn föstudaginn 2. maí kl. 14:30 á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 25, athugið nýja staðsetningu.

Fundardagskrá:

  1. Ársreikningur Strandabyggðar 2024, fyrri umræða
  2. Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036, fyrri umræða

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Júlíana Ágústsdóttir
Þórdís Karlsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Vinnuskóli Strandabyggðar 2025 opið fyrir umsóknir

09. apríl 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Vinnuskóli Strandabyggðar er starfræktur sumarið 2025 með svipuðu sniði og áður. Börn á aldrinum 13-18 ára með lögheimili í Strandabygg' eða eiga foreldri með lögheimili í Strandabyggð  geta sótt um í vinnuskólanum.

Í boði er að sækja um eftirfarandi störf:

  • Leikskóli -  um er að ræða létt störf við gæslu bara, leikskóli er lokaður vegna sumarleyfa frá 26.6-6.8
  • Félagsþjónusta - aðstoð við börn á sumarnámskeiðum
  • Umhverfi og eignir - fjölbreytt störf við umhirðu og fegrun eigna og umhverfis
starfstíminn fer eftir aldri og mögulegt er að semja um tímasetningar en starfstími skólans er frá 10.júní - 15. ágúst

Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl n.k og skal umsóknum skilað inn hér Umsókn í vinnuskóla  eða með því að velja QR kóðann

Húsnæði óskast fyrir sumarstarfsfólk

08. apríl 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Strandabyggð leitar að húsnæði fyrir sumarstarfsmenn. Um er að ræða herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði eða íbúðir sem hægt er að samnýta. Við erum með umsóknir frá fólki sem hefur áhuga á sumarstörfum m.a. ungt fólk 18-30 ára frá norðurlöndunum sem sækja um í gegnum Nordjob. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna í síma 451-3510 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is ef þið eruð með húsnæði. Tímabil leigu gæti verið frá byrjun maí/byrjun júní og fram í ágúst.

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr. 1375

04. apríl 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Sveitarstjórnarfundur 1375 í Strandabyggð 

Fundur nr. 1375 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. KPMG, Skýrsla um stjórnsýsluskoðun hjá Strandabyggð vegna ársins 2024, 24.3.25
  2. Tilnefning fulltrúa og varafulltrúa Strandabyggðar í Héraðsnefnd Strandasýslu
  3. Skipurit Strandabyggðar, drög
  4. Innkaupareglur Strandabyggðar, uppfærðar
  5. Reglur um framlagningu viðauka
  6. Niðurfelling á reglum og samþykktum
  7. Staðfesting á beiðni um óformlegar sameiningarviðræður til Kaldrananeshrepps, Árneshrepps og Súðavíkurhrepps
  8. Þjónustu- og styrktarsamningar við félagasamtök í Strandabyggð
  9. Jarðhitaleit á Gálmaströnd
  10. Erindi til sveitarstjórnar, Sóknarnefnd Hólmavíkursóknar, 12.3.25
  11. Erindi til sveitarstjórnar, Hafdís Sturlaugsdóttir, 26.3.25
  12. Erindi Vilja fiskverkunar, vegna Sértæks aflamarks Byggðastofnunar á Hólmavík, 27.3.25
  13. Umræða um stöðu sjávarútvegs og vinnslu í Strandabyggð
  14. Erindi Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, 2.4.25
  15. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, fundargerð aukafundar, 19.3.25 ásamt nýjum samþykktum félagsins
  16. Fjórðungsþing Vestfjarða, tilnefning nýs fulltrúa í kjörnefnd Fjórðungsþings Vestfjarða, 20.3.25
  17. Fræðslunefnd, fundargerðir frá fundi 13.3.25 og 3.4.25
  18. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá fundi 3.4.25
  19. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Merkjalýsing Broddanes
  20. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt staðfang Víkurtúns 19-25
  21. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt notkun húsnæðis að Höfðagötu 3b
  22. Erindi frá fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar, Breytt staðfang Höfðagötu 3B
  23. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
  24. Byggðasamlag Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar um brunamál, fundargerð stjórnarfundar frá 24.3.25
  25. Hafnasamband Íslands, fundargerð 470. og 471. fundar stjórnar, 19.2.25 og 28.3.25
  26. Náttúrustofa Vestfjarða, fundargerð 153. stjórnarfundar, 28.3.25 ásamt ársreikningi
  27. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð 67. stjórnarfundar, 12.3.25
  28. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 964., 971., 972. fundar stjórnar, 7.2.25, 28.2.25, 11.3.25

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Grettir Örn Ásmundsson

Júlíana Ágústsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 4. apríl

Þorgeir Pálsson oddviti

Íbúakönnun vegna endurskoðunar á menntastefnu Strandabyggðar

02. apríl 2025 | Heiðrún Harðardóttir
Endurskoðun menntastefnu Strandabyggðar er nú hafin og þér gefst kostur á að leggja þitt af mörkum. Þessi könnun er liður í samráði þar sem öllum íbúum Strandabyggðar býðst að taka þátt. 

Innlegg þitt er nafnlaust.

Könnunin er opin til og með 9 apríl.

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón