A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvar á laugardögum

Þorgeir Pálsson | 25. janúar 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á fundi TÍM (tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar) nýlega, var lögð fram sú tillaga að breyta opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á laugardögum úr 14-18 í 11-15.  

þessi breyting hefur engan kostnaðarauka í för með sér, en megin ástæðan fyrir breytingunni er að koma til móts við barnafólk og bjóða upp á íþróttir fyrir leikskólabörn og jafnvel yngstastig grunnskólans, á vegum umsjónarmanns félagsmiðstöðvar og Geislans.

Sveitarstjón hefur samþykkt þessa breytingu, sem verður staðfest á sveitarstjórnarfundi 13.2. n.k.

Breytingin tekur gildi 3. febrúar nk. og gildir út mars 2024.

Þetta tilkynnist hér með.

Kveðja
f.h. TÍM nefndar, 
Þorgeir Pálsson

Lokun sundlaugar

Bára Örk Melsted | 19. janúar 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,
Nú er hafin skömmtun á rafmagni með tilheyrandi olíukyndingu. Af þessum sökum þarf að loka sundlauginni í ótilgreindan tíma. Eins verður notkun á pottum takmörkuð, en þó ávallt einn pottur opinn. Og gufubaðið er alltaf opið.

Kveðja
Skrifstofa Strandabyggðar.

Bjarkarhlíð

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 19. janúar 2024

Við viljum vekja athygli á því að Bjarkarhlíð er að bjóða upp á þjónustu fyrir alla íbúa á Vestfjörðum. Ráðgjafi Bjarkarhlíðar verður á Hólmavík 30. janúar Ísafirði 31. janúar og á Patreksfirði 1. febrúar.

Upplýsingar um lausa tíma er að finna á heimasíðu Bjarkarhlíðar, bjarkarhlid.is eða í NOONA appinu.

Íþróttamanneskja ársins 2023-UPPFÆRÐ FRÉTT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. janúar 2024
Tómstunda-, íþrótta- og menninganefnd óskar eftir tilnefningum til Íþróttamanns Strandabyggðar 2023.

Útnefningunni er ætlað að vera viðurkenning fyrir unnin íþróttaafrek eða annað framlag til íþróttastarfs á liðnu ári og hvatning til enn frekari afreka í framtíðinni.

Íþróttamaður ársins í Strandabyggð þarf að hafa náð 16 ára aldri og vera búsettur með lögheimili í Strandabyggð á árinu.
Á sama hátt og Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd útnefnir íþróttamann ársins í Strandabyggð skal velja einn einstakling eldri en 12 ára sem hlýtur svokölluð Hvatningarverðlaun Strandabyggðar. Verðlaunin skulu veitt íþróttamanni sem sýnir ríkan áhuga á sinni íþróttagrein, er góður félagi og góð fyrirmynd. Hér er hægt að skoða reglur sveitarfélagsins um val á Íþróttamanni ársins
 
Tilnefningar sendist á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir 20. janúar 2024

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd

Sveitarstjórnarfundur nr. 1356 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. janúar 2024

 

Fundur nr. 1356 í sveitarstjórn Strandabyggðar, verður haldinn þriðjudaginn 9 janúar kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá Innviðaráðuneyti 21. desember 2023 varðandi framhald samkomulags við Strandabyggð
  2. Umsókn um leikskóladvöl utan sveitarfélags
  3. Umsókn um námsleyfi 2024-2025 frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur
  4. Erindi frá Hafdísi Sturlaugsdóttur 11. desember 2023, ósk um útsendingu frá fundum
  5. Innviðaráðuneyti 15. desember 2023, tilkynning um stjórnsýslukæru frá Jóni Gísla Jónsyni vegna fyrirspurnar um útboðsgögn
  6. Gjaldskrá Hólmavíkurhafnar 2024
  7. Forstöðumannaskýrslur
  8. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
  9. Fundargerð Ungmennaráðs 20. desember 2023
  10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 145 frá 14. desember 2023, ásamt gjaldskrá
  11. Samband sveitarfélaga, fundargerð nr. 940 frá 15. desember
  12. Hafnasamband Íslands fundargerð nr. 459 frá 8. desember

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn Halldórsson

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 5. janúar

       Þorgeir Pálsson oddviti

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón