A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ćrslabelgurinn

Ţorgeir Pálsson | 01. júlí 2020
Kæru íbúar strandabyggðar,

Ærslabelgurinn verður tilbúinn til notkunar á morgun, fimmtudag! Það er verið að ganga frá í kring um hann núna og við skulum gefa þeim sem það gera færi á því, en á morgun er óhætt að sparka af sér skónum og láta vaða!

Munum umgengisreglurnar!

Sterkar Strandir - Áfram Strandabyggð!

Menningarverđlaun 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 30. júní 2020
« 1 af 2 »
Lóan - menningarverðlaun Strandabyggðar fyrir árið 2020 voru veitt í ellefta sinn föstudaginn 26. júní, við setningu Hamingjudaga. Athöfnin fór fram í Hnyðju og var vel sótt af áhugasömu heimafólki og gestum á ýmsum aldri. Áður en verðlaunin voru veitt las skáldkonan Gerður Kristný upp úr nokkrum verka sinna, en hún dvaldi í menningardvöl í Strandabyggð um skeið í júní. Mjög góður rómur var gerður að orðum Gerðar Kristnýjar, enda þar á ferðinni afburðar skáldkona og svo er hún auðvitað ættuð af Ströndum!...
Meira

Ćrslabelgurinn kemur!

Ţorgeir Pálsson | 29. júní 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og sést, eru hafnar framkvæmdir á Jakobínutúni við að setja niður ærslsbelg.  Gert er ráð fyrir að vinna við uppsetningu taki tvo daga eða svo og við munum fagna mikið þegar þessu verki er lokið.

Sterkar Strandir - Áfram Strandabyggð!

"Til fyrirmyndar" veggur á Hólmavík!

Ţorgeir Pálsson | 26. júní 2020
"Hvatningarátakið TIL FYRIRMYNDAR er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni.
Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því
að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum,
frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem hafa
verið til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Frá 17. til 30. júní verða landsmenn hvattir til að senda handskrifaða eða rafræna kveðju til
fjöl skyldu, vina, vinnustaða, félagasamtaka eða annarra sem bréfritarar vilja
þakka fyrir að vera til fyrirmyndar.

Hvatningarátakið var fyrst haldið fyrir 10 árum við mjög góðar viðtökur og þúsundir manna tóku þátt."

Á Hólmavík verður líka "Til fyrirmyndar" veggur og hér er hann í uppsetningu á vegg Galdrasafnsins. 

Verum til fyrirmyndar á Hamingjudögum á Hólmavík!

Listasýning í Íţróttamiđstöđinni

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. júní 2020
Listasýning barna í Leikskólanum Lækjarbrekku verður opnuð miðvikudaginn 24. júní klukkan 15:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Börnin taka lagið og veitingar að hætti leikskólans verða í boði. Sýningin verður opin í sumar á opnunartíma Íþróttamiðstöðvar. Þið eruð öll velkomin.
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón