Leiðir til byggðafestu, opin námskeið
Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson stunda öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ þar sem náttúran sér sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig.
Þessi árangursríka aðferð nýtist í allskonar ræktun grænmetis fyrir heimili, veitingahús eða til framleiðslu fyrir sölu á markaði.
Sé athygli beint að hvítlauknum má benda á að alls eru um 200 tonn af honum flutt hingað til lands ár hvert. Felast því augljós tækifæri í að auka ræktun hans. Hann gæti hæglega orðið sjálfbær afurð fyrir heimili og veitingahús.
Þórunn og Haraldur hafa kynnt sér aðferðafræði „No dig/No till“ bæði í orði og á borði og vilja nú deila reynslu sinni með áhugasömum.
Þau verða í Sælukotinu Árbliki sunnudaginn 30. júní kl. 13:00.
Þau verða sunnudaginn 30 júní kl. 18:00 í Sauðfjársetrinu á Ströndum (boðið upp á súpu þar).
Þau verða mánudaginn 1. júlí kl. 16:00 í Félagsheimilinu Víðihlíð.
Enginn aðgangseyrir er á námskeið þeirra. Áhugasamir eru hins vegar beðnir um að skrá sig í netfang hlediss@gmail.com og tilgreina hvaða námskeiðsstað af þremur sem eru í boði þeir velja, eða skrá sig á viðkomandi viðburð hér á facebook. Boðið er upp á kaffi og með því.
Hér er facebooksíða verkefnis: https://www.facebook.com/profile.php?id=61561264588269
Hér eru viðburðir: https://www.facebook.com/profile.php?id=61561264588269&sk=events
Kærar þakkir.
Kynning á umhverfismatsskýrslu Vindorkugarðs í Garpsdal
Kynning á niðurstöðum umhverfismatsskýrslu Vindorkugarðs í Garpsdal fer fram í Gamla Kaupfélagshúsinu í Krókfjarðarnesi í Reykhólahreppi fimmtudaginn 4. Júlí. kl 18:00
Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta þá verður opnað Virtual Room eftir kynninguna sem verður opið þar til frestur til athugasemda rennur út. Í Virtual Room geta þú skoðað allt efni umhverfismatsins og horft á upptöku af kynningunni. Virtual Room verður aðgengilegt frá heimasíðu EM Orku frá og með mánudagi 8. Júlí og þar til athugasemdafrestur rennur út.
www.emorka.is
Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 19. Ágúst
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/758
Kynningunni verður ekki streymt, en upptaka verður gerð aðgengileg í Virtual Room.
Fjarfundarkynning (Webinar) verður einnig haldin í vikunni 8.- 12. Júlí. Nákvæm dagsetning auglýst síðar.
Fyrir hönd EM Orku,
Ríkarður Ragnarsson Verkefnastjóri
Framkvæmdir á Lillarólóreitnum
EIns og margir hafa sjálfsagt séð, eru framkvæmdir hafnar á Lillarólóreitnum. Búið er að fjarlægja girðingu og leiktæki, sem því miður reyndust öll það illa farin, að öllu var hent. Við erum að skoða leiðir til að finna önnur leiktæki í stað þeirra sem voru og verður þeim komið upp við ærslabelginn, eins og fram hefur komið. Það hefði verið mjög óábyrgt að halda áfram notkun á þessum gömlu leiktækjum, sem hafa glatt svo marga í gegnum árin.
Nú er formlegur undirbúningur fyrir byggingu fjögurra íbúða raðhúss sem sagt hafin og við fögnum því. Nánar verður sagt frá framgangi þessa verkefnis á næstunni.
Áfram Strandabyggð!
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Söluaðilar óskast á sumarmarkað á Hólmavík
Endilega hafið samband við Þórkötlu hjá Vestfjarðastofu ef spurningar vakna - thorkatla@vestfirdir.is
Hægt er að skrá sig hér:
https://www.vestfirdir.is/is/vestfjardastofa/frettir/sumarmarkadir-vestfjardaleidarinnar