A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf á Reykhólum

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir | 19. apríl 2022

Sumarstarfsmenn óskast á Reykhólum

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfmenn í 75-100% starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá  stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-15:00.

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par.

Möguleiki er á 100% starfi innan hreppsins og hjálp við að finna hentugt húsnæði ef starfsmenn óska þess.

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí.

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík. Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Tilkynning frá kjörstjórn Strandabyggđar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. apríl 2022


Kjörstjórn Strandabyggðar hefur úrskurðað neðangreinda framboðslista löglega og gilda til framboðs í kosningum til sveitarstjórnar í Strandabyggð sem fram eiga að fara í sveitarfélaginu 14. maí 2022.

 

A-listi almennra borgara
með listabókstafinn A

nr. nafn frambjóðenda, kennitala, starfsheiti, lögheimili
1.  Matthías Sævar Lýðsson 190757-2859 bóndi, Húsavík
2.  Hlíf Hrólfsdóttir 070863-4649 þroskaþjálfi, Miðtúni 3
3.  Guðfinna Lára Hávarðardóttir 230889-2879 bóndi, Stóra-Fjarðarhorn
4.  Ragnheiður Ingimundardóttir 021055-7199 verslunarstjóri, Hrófá 2
5.  Kristín Anna Oddsdóttir 050189-2959 leikskólaliði, Austurtúni 12
6.  Magnea Dröfn Hlynsdóttir 250688-2619 íþróttakennari, Borgarbraut 9
7.  Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir 090479-4079 skrifstofumaður, Vitabraut 5
8.  Þórður Halldórsson 210660-4109 bóndi, Laugarholt
9.  Valgeir Örn Kristjánsson 290977-5849 smiður, Kópnesbraut 7
10. Gunnar Númi Hjartarson 011281-5759 flokksstjóri, Brunnagötu 4Strandabandalagið

með listabókstafinn T

nr. nafn frambjóðenda, kennitala, starfsheiti, heimili
1.  Þorgeir Pálsson 100463-5989 ráðgjafi, Borgabraut 27
2.  Jón Sigmundsson 170779-3129 verkamaður, Borgabraut 15
3.  Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir 180676-3929 bóndi, Heydalsá
4.  Guðfinna Magney Sævarsdóttir 030576-5519 flugmaður, Borgabraut 13
5.  Óskar H Halldórsson 060686-2389 sjómaður, Borgabraut 17
6.  Grettir Örn Ásmundsson 280784-3899 byggingafulltrúi, Skólabraut 16
7.  Þröstur Áskelsson 301072-4499 verkamaður, Víkurtúni 13
8.  Júlíana Ágústsdóttir 120965-5579 þjónustufulltrúi, Vitabraut 13
9.  Þórdís Karlsdóttir 031291-3729 nemi, Smáhamrar 1
10. Marta Sigvaldadóttir 301057-3429 bóndi, Staður m/Hofstöðum

Kjörstjórn Strandabyggðar
f.h. Bryndís Sveinsdóttir

Kröfum fyrrverandi sveitarstjóra ađ miklu leyti hafnađ

Jón Jónsson | 09. apríl 2022
Yfirlýsing frá sveitarstjórn Strandabyggðar:
 
Á fimmtudaginn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Vestfjarða vegna málaferla fyrrverandi sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar, gegn sveitarfélaginu Strandabyggð. Þorgeir gerði kröfu um biðlaun í þrjá mánuði vegna uppsagnar hans í apríl á síðasta ári, samtals að upphæð 4,4 milljónir auk dráttarvaxta. Einnig miskabætur að upphæð 1,5 milljón auk dráttarvaxta og loks gerði hann kröfu um að sveitarfélagið greiddi málskostnað hans. Sveitarstjórn samþykkti á sínum tíma að taka til varna í málinu og verja hagsmuni sveitarfélagsins og niðurstaða Héraðsdóms liggur nú fyrir. Kröfum um biðlaun er hafnað með öllu, en Þorgeiri dæmd hálf milljón í miskabætur. Aðilar málsins eiga sjálfir að greiða sinn málskostnað. 
 
Sveitarstjórn fagnar því eindregið að niðurstaða sé komin í málið. Óánægja er þó vissulega með dæmdar miskabætur, en af dómnum virðist mega ráða að þær séu tilkomnar vegna þess að aðferðin við uppsögnina hafi ekki verið nægilega nærgætin. Þegar dómurinn er lesinn í heild kemur hvergi fram að uppsögnin hafi verið ólögleg eða óréttmæt. Sveitarstjórn var þvert á móti í fullum rétti við að segja starfsmanninum upp í samræmi við ráðningarsamning milli aðila. Eins minnir sveitarstjórn á að fullkomin samstaða var í sveitarstjórninni um að aðrar leiðir væru ekki færar og að uppsögnin væri óhjákvæmileg. 
 
Dómurinn sjálfur verður birtur á vef Héraðsdóms Vestfjarða. 

Sveitarstjórnarfundur 1330 í Strandabyggđ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. apríl 2022

Fundur nr. 1330 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12.apríl 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:    1. Ársreikningur Strandabyggðar 2021 fyrri umræða

  2. Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

  3. Samkomulag innviðaráðuneytis og Strandabyggðar um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit 2022-2023

...
Meira

Leiksýning skólabarnanna í félagsheimilinu

Bragi Ţór Valsson | 06. apríl 2022
Auglýsing fyrir skólaleiksýningu
Auglýsing fyrir skólaleiksýningu
Nemendur Grunnskólans á Hólmavík setja upp leiksýningu í félagsheimilinu fimmtudaginn 7. apríl kl 12:00-13:00. Nánari upplýsingar á meðfylgjandi plagati.
Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón