A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Laust starf í skammtímavistun Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps

Heiðrún Harðardóttir | 06. maí 2025

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir starfsfólki  í vaktavinnu í skammtímavistun og stuðningsþjónustu á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi.


Starfshlutfall 50-100% og um er að ræða allar tegundir vakta.


Um framtíðarstörf er að ræða og stöður eru lausar strax eða eftir samkomulagi.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoð við þjónustunotendur til sjálfshjálpar og stuðla að þátttöku þeirra í samfélaginu
  • Aðstoða þjónustunotendur við athafnir daglegs líf og heimilishald
  • Setja sig inn í tjáningarform og sérstakar aðstæður þjónustunotenda
  • Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda og aðstoða við heilsufarslega þætti.
  • Vinnur eftir þjónustuáætlun í samvinnu við þjónustunotenda og yfirmann.

Hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskukunnátta
  • Bílpróf
  • Hreint sakavottorð

Stöðurnar eru lausar strax eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt samningum sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna um að sækja um.

 

Umsóknarfrestur er til og með  18.maí 2025

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is

Verðfyrirspurn vegna leikskólalóðar

Þorgeir Pálsson | 06. maí 2025

Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna frágangs á leikskólalóð við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík.  Verkið snýst um að leggja niður jarðvegsefni samkvæmt teikningu, helluleggja og steypa göngustíg samkvæmt teikningu, staðsetja leiktæki, sandkassa og geymsluskúr samkvæmt teikningu.

 

Öll gögn eru aðgengileg hjá VERKÍS og ber áhugasömum að hafa samand við Jóhann Birki Helgason, sími 898-3772.  Skilafrestur er 13.5 n.k. kl 16:00 og ber að skila tilboðum til Jóhanns Birkis Helgasonar, VERKÍS, netfang: jbh@verkis.is

 

Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum eða taka því sem uppfyllir best væntingar og kröfur sveitarfélagsins.

Hreinsitækni á Hólmavík

Heiðrún Harðardóttir | 06. maí 2025
Í dag og á morgun, þriðjudag og miðvikudag, er bíll frá Hreinsitækni á svæðinu. 

Ef það er stífla eða trekki í fráveitu eða niðurföllum má hafa samband við Hreinsitækni. Einnig eru þeir með myndavél. 

Ef óskað er eftir aðstoð frá þeim þá má hringja í síma 841-0136.


Menningarverðlaun Strandabyggðar 2025

Heiðrún Harðardóttir | 05. maí 2025
Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í sextánda skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að oft eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í menningarmálum.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til miðnættis laugardaginn 31. maí.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Fræðslufundur um málefni kirkjugarða

Heiðrún Harðardóttir | 02. maí 2025

Fræðslufundur um málefni kirkjugarða


Boðað er til fundar þriðjudaginn 6. maí kl 15:00 í sal Menntaskólans á Ísafirði um ýmis málefni er varða skipulag og umhirðu kirkjugarða og samvinnu kirkjugarðsstjórna og sveitafélaga.

 

Fyrirlesarar: Ágústa Erlingsdóttir framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og  Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar.


Staðsetning: Menntaskólinn á Ísafirði

Tími: 6. Maí kl: 15:00

 

Á fundinn eru boðaðir fulltrúar sveitafélaga á Vestfjörðum, kirkjugarðsstjórnir og  fulltrúar stærstu trúfélaga á svæðinu.

 

Fjallað verður um eftirfarandi atriði:

Almennt um kirkjugarða

Kirkjugarðasjóð

Tekjur og gjöld kirkjugarða

Umhirðu og grafartöku

 

Öll áhugasöm um málefni kirkjugarða eru hjartanlega velkomin!

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón