A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Strandabyggđ 2022-UPPFĆRT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. maí 2022

Úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir í Strandabyggð.  Á kjörskrá voru 334 og 280 atkvæði komu í kjörkassann. 266 atkvæði voru talin gild, 14 ógild. Kjörsókn var góð eða 83,8%

Niðurstaðan er á þessa leið:
T-listi Strandabandalagsins hlaut 160 atkvæði
A-listi Almennra borgara hlaut 106 atkvæði

Útkomutölur eru á þessa leið skv. skýrslu kjörstjórnar
T-listi Þorgeir Pálsson 160 atvkæði
A-listi Matthías Lýðsson 106 atkvæði
T-listi Jón Sigmundsson 80 atkvæði
T-listi Sigríður Jónsdóttir 53,3 atkvæði
A-listi Hlíf Hrólfsdóttir 53 atkvæði

varamenn:
T-listi Guðfinna Magney Sævarsdóttir 40 atkvæði
A-listi Guðfinna Lára Hávarðardóttir 35,3 atkvæði
T-listi Óskar Hafsteinn Halldórsson 32 atkvæði
T-listi Grettir Örn Ásmundsson 26,7 atkvæði
A-listi Ragnheiður Ingimundardóttir 26,5 atkvæði

Spurningar og svör - sveitarstjórn Strandabyggđar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. maí 2022

Hér eru svör við spurningum frá íbúum sem hafa borist síðustu vikur, eftir að sveitarstjórn opnaði aftur fyrir spurningagátt á vefnum þar sem hægt væri væri að spyrja hana um margvísleg mál sem brenna á íbúum. Í kynningu kom fram að svörin og spurningarnar yrðu svo aðgengilegar áhugasömum hér á vef Strandabyggðar. Aðeins bárust þrjár fyrirspurnir að þessu sinni og eru spurningarnar og svör sveitarstjórnar birt hér að neðan.


 


Fyrirspurn 1.


Hverju svarar sveitarstjórn þeim ásökunum um spillingu og misferli sem Þorgeir Pálsson fyrrverandi sveitarstjóri ber á hana í viðtalinu við Stundina?

...
Meira

Kjördagur og kosning til sveitarstjórnar 14. maí 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2022
Á laugardaginn göngum við til kosninga og kjósum til sveitarstjórnar.  Margir eru að kjósa í fyrsta skipti og eru óöruggir um hvernig framkvæmdin gengur fyrir sig.  Hér eru leiðbeiningar til þeirra úr lögum um kosninga til sveitarstjórnar:
English below

57. gr.
Þá er kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum, sem oddviti afhendir honum, fer kjósandi með hann inn í kjörklefann [þar sem kjósandinn má einn vera] 1) og að borði því er þar stendur. Á borðinu skulu vera ekki færri en tvö venjuleg dökk ritblý er kjörstjórn lætur í té og sér um að jafnan séu nægilega vel ydd.

Þar skal einnig vera spjald jafnstórt kjörseðli með upphleyptum listabókstöfum og blindraletri, með glugga framan við hvern staf og vasa á bakhlið þannig að blindir geti gegnum gluggann sett kross framan við þann lista er þeir gefa atkvæði sitt og á þann hátt kosið í einrúmi og án aðstoðar.
   
58. gr.
Kjósandi greiðir atkvæði við bundnar hlutfallskosningar á þann hátt að hann markar með ritblýi kross á kjörseðilinn fyrir framan bókstaf þess lista sem hann vill kjósa af þeim sem í kjöri eru....
Meira

Sveitarstjórn biđst velvirđingar á broti á trúnađar- og ţagnarskyldu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2022

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar vill minna á að starfsmönnum og nefndarfólki sveitarfélagsins er skylt að gæta þagmælsku um þau atriði sem þau verða áskynja eða fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Kveðið er á um þetta í sveitarstjórnarlögum og stjórnsýslulögum. Fulltrúar í nefndum á vegum sveitarfélagsins skrifa undir sérstaka trúnaðaryfirlýsingu þar sem þeir staðfesta þetta. Í henni koma fram viðurlög gegn brotum á þessu samkvæmt almennum hegningarlögum.


Nú hefur komið upp sú staða að gögn tengd ráðningu í starf sem enn er í ferli hjá Strandabyggð, þar sem þessi ákvæði eiga tvímælalaust við, hafa farið á flakk. Sveitarstjórn hafði sjálf aðgang að þessum gögnum og einnig aðal- og varamenn einnar af fastanefndum sveitarfélagsins, en þau hafa greinilega einnig borist í hendur óviðkomandi. Sá sem komst yfir gögnin hefur síðan sýnt þann dómgreindarskort að nota þau til að skrifa frá eigin brjósti skammargrein með dylgjum og óhróðri á Facebook síðu sína, um aðila sem spurst hafði fyrir um starfið.

Sveitarstjórn Strandabyggðar harmar mjög þennan trúnaðarbrest og biður viðkomandi innilega afsökunar á honum. Leitað hefur verið ráða hjá lögfræðingum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frekari viðbrögð við málinu. Sveitarstjórn telur jafnframt rétt að minna á, þar sem líður að lokum kjörtímabilsins, að þagnar- og trúnaðarskylda helst þótt látið sé af starfi.

 

Starf hjá Félagsţjónustu Stranda og Reykhólahrepps

Hjördís Inga Hjörleifsdóttir | 12. maí 2022

Ráðgjafi óskast í 40% starf

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir ráðgjafa í 40% framtíðarstarf frá 1. Júní 2022. Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.

Meginverkefni:

 • Að vinna að stofnun atvinnuúrræðis fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á félagsþjónustusvæðinu.
 • Ráðgjöf í málefnum fatlaðs fólks.
 • Ráðgjöf í málefnum aldraðra.
 • Yfirumsjón með málefnum flóttamanna.

 

Menntunar og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða þroskaþjálfun.
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
 • Góð enskukunnátta æskileg.
 • Gott vald á íslenskri tungu.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð alhliða tölvukunnátta.
 • Hreint sakavottorð skilyrði í samræmi við lög og reglur félagsþjónustunnar.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2022

Laun eru samkvæmt kjarasamningi samband íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps í síma 451-3510 eða felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón