A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í dag

| 23. mars 2012
XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í dag. Meginviðfangsefni landsþingsins að þessu sinni voru þau mál sem eru efst á baugi á vettvangi sveitarfélaganna og sambandsins. Skoðað var hvaða leiðir hægt er að fara til að efla íbúalýðræði í sveitarfélögum landsins en umræða um aukið lýðræði var mjög til umræðu í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010. Þá var fjallað um eflingu sveitarstjórnarstigsins og þeirri spurningu velt upp hvaða þýðingu vaxandi hlutverk landshlutasamtakanna hefur og hvort þriðja stjórnsýslustigið sé með því að verða til. Að lokum var notendastýrð persónuleg aðstoð til umræðu en nefnd á vegum sambandsins hefur kynnt sér hvernig slíkri þjónustu er háttað í öðrum löndum og hvernig unnt er að koma slíkri þjónustu á hér á landi. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri var fulltrúi Strandabyggðar á þinginu.

Viðtalstími byggingarfulltrúa 12. apríl 2012

| 22. mars 2012
Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi Strandabyggðar verður með viðtalstíma á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu fimmtudaginn 12. apríl n.k. milli kl. 10:00-12:00. Fundur umhverfis- og skipulagsnefndar verður síðar þann sama dag. Einnig er hægt að hafa samband við Gísla í síma 892 3952 eða senda honum tölvupóst í netfangið gisli@tvest.is

Næsti fundur sveitarstjórnar Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 17. apríl 2012.

Fræðslufyrirlestur um málefni fatlaðra miðvikudaginn 21. mars

| 20. mars 2012
Skelin. Mynd IV
Skelin. Mynd IV
Eva Þórdís Ebenezersdóttir fötlunarfræðingur og þjóðfræðingur verður með fræðslufyrirlestur um málefni fatlaðra í Skelinni á morgun, miðvikudaginn 21. mars 2012. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00 og eru allir velkomnir!

Fötlunargeirinn og fötlunarpólitík er alls ekki einfalt fyrirbæri enda hópurinn sem um ræðir margbreytilegur líkt og samfélagið allt. Við þetta tækifæri verður farið, eins og hægt er, ofan í saumana á orða og hugtakanotkun í tengslum við málefni fatlaðs fólks. Hugtakanotkunin er oftar en ekki byggð á hugmyndafræði af einhverju tagi og verður því um leið og hugtökin flæða fram gerð nokkur grein fyrir ólíkri hugmyndafræði innan fötlunarfræða og innan baráttuhreyfinga fatlaðs fólks. Eitt leiðir af öðru og hugmyndafræðin kallar fram fyrirbæri á borð við samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og NPA, notendastýrða persónulega aðstoð sem eru tvö stór og mikilvæg atriði í málefnum fatlaðs fólks í dag.

Söfnun fyrir útsendingarbúnaði að verða lokið

| 20. mars 2012
Hólmavíkurkirkja 2012, mynd IV
Hólmavíkurkirkja 2012, mynd IV
Söfnun fyrir flatskjá og útsendingarbúnaði úr Hólmavíkurkirkju yfir í Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík sem núna stendur yfir í Strandabyggð er á lokasprettinum og hefur gengið afar vel. Alls hafa safnast kr. 795.000 en með búnaðinum verður unnt að senda út alla viðburði og athafnir í Hólmavíkirkju til íbúa á Heilbrigðisstofnuninni. Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar á Ströndum geta lagt þessu brýna og góða málefni lið en áætlaður kostnaður er um 1 milljón króna....
Meira

Hlutverk félagslegrar ráðgjafar

| 19. mars 2012
Markmið með félaglegri ráðgjöf er að veita upplýsinga og ráðgjöf um viðeigandi stuðning og úrlausnir mála. Félagsmálastjóri annast félagslega ráðgjöf til einstaklinga og fjölskyldna. Komið er til móts við einstaklingsbundnar þarfir þeirra sem sem þangað leita. Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar til að allir geti notið sín sem best í samfélaginu og fengið úrlausn sinna þarfa. Félagsleg ráðgjöf felur í sér til að mynda ráðgjöf vegna:...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón