A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í dag

| 23. mars 2012
XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í dag. Meginviðfangsefni landsþingsins að þessu sinni voru þau mál sem eru efst á baugi á vettvangi sveitarfélaganna og sambandsins. Skoðað var hvaða leiðir hægt er að fara til að efla íbúalýðræði í sveitarfélögum landsins en umræða um aukið lýðræði var mjög til umræðu í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010. Þá var fjallað um eflingu sveitarstjórnarstigsins og þeirri spurningu velt upp hvaða þýðingu vaxandi hlutverk landshlutasamtakanna hefur og hvort þriðja stjórnsýslustigið sé með því að verða til. Að lokum var notendastýrð persónuleg aðstoð til umræðu en nefnd á vegum sambandsins hefur kynnt sér hvernig slíkri þjónustu er háttað í öðrum löndum og hvernig unnt er að koma slíkri þjónustu á hér á landi. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri var fulltrúi Strandabyggðar á þinginu.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón