A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kökuhlađborđ á Hamingjudögum

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. júní 2019
Kæru íbúar og sumarhúsafólk í Strandabyggð.

Eins og venjulega verðum við með veglegt kökuhlaðborð á Hamingjudögum til að bjóða gestum okkar gott með kaffinu. Allir sem hafa tök á að koma með köku,tertu,brauðmeti, salöt, pönnukökur, snúða eða hvað sem hentar að leggja til, mega koma með það í Hnyðju á bilinu 14-15 þar sem tekið verður við því.  Eins vantar aðstoðarfólk til að laga kaffi, bera á borðið og skera kökur.  Áhugasamir mega gefa sig fram við mig.

Einnig verður kökusamkeppni að venju en um er að ræða verðlaun fyrir hamingjukökuna 2019 og keppt er í ungmenna og fullorðinsflokki.  Hér í myndasafni má líta nokkrar glæsitertur undanfarinna ára.

Við hvetjum heimafólk og þá sem geta, að grípa með sér fjölnota disk og skeið/gaffal fyrir smakkið svo við spörum einnota áhöld eins og hægt er.   

Með fyrirfram þökkum
Salbjörg yfirkaffihlaðborðsstjóri

Dagskrá Hamingjudaga 2019

Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir | 24. júní 2019
Kæru íbúar Strandabyggðar og gestir
Dagskrá Hamingjudaga er komin inn á vefinn, http://www.strandabyggd.is/hamingjudagar/ eða ýta á myndina hér til hægri á síðunni. Óska ykkur góðrar skemmtunar, sjáumst.
Kveðja tómstundafulltrúi

Tökum til hendinni

Ađalbjörg S.Sigurvaldadóttir | 21. júní 2019

Nú er rétti tíminn til að taka til hendinni, hreinsa og fegra umhverfið.

Miðvikudaginn 26.júní n.k. verða starfsmenn áhaldahúss á ferðinni og fjarlægja allt rusl sem sett er út við lóðamörk. Þeir verða á ferðinni um kl.10  og er því alveg tilvalið að nota dagana þangað til í hreinsun á görðum og nánasta umhverfi.  Mikilvægt er að halda járni og plasti sér.

-Hamingjan er handan við hornið-

Styrkir vegna umhverfisúrbóta

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 19. júní 2019

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar að áætla ákveðið fjármagn til umhverfisúrbóta ár hvert.  Auglýst er eftir umsóknum um framlög í júlí mánuði og heimilt er að veita framlög til efniskaupa og vélavinnu, sjá reglur og umsóknareyðublað hér.

Laust starf hjá Félagsţjónustu Stranda og Reykhólahrepps

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 19. júní 2019


Starfsmaður óskast í búsetu hjá  fatlaðri konu á Hólmavík frá 1. september. Starfið krefst mikillar þolinmæði og jákvæðni. Starfsmenn annast viðkomandi og sjá um öll heimilisstörf.
Laun samkvæmt kjarasamningi VerkVest. Umsóknarfrestur er til 26. júní.
Umsóknir berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Hólmavík sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 842-2511.

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2019 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón