A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hreyfivikan er hafin

| 30. maí 2017
Hreyfivikan er nú í fullum gangi og nóg er um að vera. Hægt er að nálgast dagskrána í Strandabyggð á þessum hlekk og er óhætt að segja að hér sé nóg um að vera. ...
Meira

Orkubú Vestfjarða boðar til opins kynningarfundar á Hólmavík

| 26. maí 2017

Orkubú Vestfjarða verður með opinn kynningarfund á Hólmavík í tengslum við ársfund OV, sem haldinn var 16. maí sl. Fundurinn verður haldinn á Café Riis mánudaginn 29. maí kl. 12:00. Fundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á súpu og kaffi á staðnum. Viðskiptavinir, sveitarstjórnarmenn og annað áhugafólk um orkumál er hvatt til að mæta á fundinn.

Sveitarstjórnarfundur 1261 í Strandabyggð

| 19. maí 2017
Fundur nr. 1261 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 23. maí 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Sumarnámskeið

| 18. maí 2017
Í sumar verður boðið upp á tvö sumarnámskeið í samstarfi Strandabyggðar og Náttúrubarnaskólans.

Fyrir hádegi sér Strandabyggð um starfið en Náttúrubarnaskólinn eftir hádegið. Námskeiðin eru fyrir 6-12 ára börn og geta allir tekið þátt. Hægt er að taka þátt fyrir hádegi, eftir hádegi eða allan daginn, í eina eða tvær vikur.

Skipulagið er sem hér segir:
6.-9. júní Leiklistarnámskeið með Kristínu Lilju Sverrisdóttur fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi.
12.-16. júní Kassabílasmiðja með Angantý Erni Guðmundssyni fyrir hádegi og Náttúrubarnaskóli eftir hádegi....
Meira

Ertu að selja eða leigja út húsnæði?

| 17. maí 2017
Fasteignaeigendum í Strandabyggð gefst nú kostur á að setja upplýsingar inn á vef sveitarfélagsins um húsnæði í þeirra eigu sem er til sölu eða leigu. Senda má beiðni um birtingu á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is með upplýsingum og myndum sem á að birta.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón