A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vestfirðir 2035-spurningakönnun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. ágúst 2018

Hvernig telur þú að atvinnu- og mannlíf á Vestfjörðum þróist til ársins 2035?  Taktu þátt í meðfylgjandi skoðanakönnun og segðu þína skoðun.

 

Könnunin er hluti af sviðsmyndavinnu fyrir Vestfirði sem unnin er fyrir Vestfjarðastofu. Markmið sviðsmynda er að efla skilning á hugsanlegri framtíðarþróun og helstu óvissuþáttum sem geta breytt umhverfi okkar. 

 

Fyrirsjáanlegar eru breytingar á samgöngum, tækni, fjarskiptum og  atvinnulífi sem hafa munu mikil áhrif á þróun byggðar á Vestfjörðum.  Sviðsmyndagreining skoðar hvaða drifkraftar í umhverfinu skipta mestu máli, hverjir eru háðir mestri óvissu og hvað gæti hugsanlega gerst ef þessir kraftar þróast í mismunandi áttir.

 

Sviðsmyndir nýtast til að búa svæðið undir framtíðina, hjálpa við mótun stefnu, skipulags og við markaðssetningu svæðisins, hvort sem er til búsetu eða ferðalaga.

 

Vinna við gerð sviðsmynda hentar vel til að stilla saman skoðunum ólíkra hópa og leggja grunn að sameiginlegri stefnumótun. Með því að skoða umhverfi dagsins í dag með gleraugum framtíðarinnar eigum við auðveldara með að koma auga á nýja möguleika og fá heildstæðari sýn til ákvarðanatöku.

 

Könnunin verður opin til mánudagsins 10. september.

 

Smelltu hér til að taka þátt

Styrkir hjá Strandabyggð, haustúthlutun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. ágúst 2018
Samkvæmt reglum um styrkveitingar hjá Strandabyggð, ber umsóknaraðilum að skila inn styrkumsóknum samkvæmt meðfylgjandi reglum fyrir 1.febrúar eða 1. september. Að þessu sinni verður þó gefin frestur til umsókna til 6.september vegna seinni hluta ársins. Sveitarstjórn mun síðan fara yfir allar umsóknir á fundi 11. september n.k. Ef sótt er um styrk umfram 100.000 þúsund krónur skal leitað eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Hér má finna umsóknareyðublað.

Við viljum einnig benda félagasamtökum á að sækja um styrki á móti fasteignagjöldum innan ársins, en reglur þar um voru samþykktar í desember 2015.  Sjá umsóknareyðublað og  reglur hér.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna

| 24. ágúst 2018


Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að 15-17 ára nemendur í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Umsóknir ásamt staðfestingu á skólavist og leigusamningi berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.

...
Meira

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2018

| 15. ágúst 2018
Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2018 hefur verið gerður opinber og er hann að finna á heimasíðu Strandabyggðar undir: Stjórnsýsla - Skýrslur og samþykktir - Fjallskil.  Hann verður einnig sendur í pósti til hlutaðeigandi.


Strandabyggð óskar eftir verðtilboðum í nýtt þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið á Hólmavík

| 10. ágúst 2018


Strandabyggð kt. 570806-0410    óskar hér með eftir verðtilboðum í nýtt þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið á Hólmavík.  Þjónustuhúsinu skal verktaki / söluaðili skila tilbúnu til niðursetningar á undirstöður og tengingu við lagnir á tjaldsvæðinu.


 Meðfylgjandi er stutt lýsing á húsinu og þeim kröfum sem verkkaupi gerir til þess og bjóðandi skal hafa til hliðsjónar við tilboð sitt. 
Nánari upplýsingar gefur Birna Karen Bjarkadóttir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur


 

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón