Áminning - íbúafundur í dag kl 16.30
Ég minni á íbúafund í Hnyðju í dag kl 16.30-18, þar sem við skoðum tillögur að hönnun á umhverfi leikskólans og nánasta umhverfi.
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir að ráða starfsmann til að leysa af forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík í tímabundinni fjarveru hans. Ráðið er í starfið frá 1. júlí n.k.
Við leitum að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfni, er lipur í mannlegum samskiptum og hefur brennandi áhuga á uppbyggingu íþrótta- og lýðheilsustarfs í Strandabyggð.
Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:
Gerðar eru kröfu um að viðkomandi:
Forstöðumaður er hluti af stjórnendateymi Strandabyggðar, en í því eru forstöðumenn og sveitarstjóri. Starfinu fylgja því töluverð samskipti við skriftstofu Strandabyggðar og aðrar stofnandir sveitarfélagsins, s.s. leik- og grunnskóla og áhaldahús sem og íþróttafélög og önnur félög á staðnum.
Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri á skrifstofu sveitarfélagsins eða í síma 4513510 eða 899-0020, eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. apríl 2019