A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dekkjavörn í kirkjuhvamminum

Þorgeir Pálsson | 06. desember 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú eru krakkarnir okkar farnir að renna sér á sleðum og snjóþotum í hvamminum fyrir neðan kirkjuna. Í góðu færi getur það gerst að þau renni út á götuna, sem er augljóslega mjög hættulegt.  Við höfum biðlað til skólastjórnenda um umsjónarkennara að brýna fyrir börnunum að passa sig og fara aldrei út á götuna.  Eins sendum við sömu skilaboð til foreldrafélagsins.  Við þurfum öll að tala um þetta við börninn okkar.

En slys geta engu að síður gerst og því hafa starfsmenn áhaldahúss tínt til dekk og gert varnarvegg fyrir neðan mestu brekkuna.  Sjáum hvernig þetta virkar, en umfram allt, ræðum hættuna við börnin þannig að þau passi sig.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Hvar á Lillaróló að vera?

Þorgeir Pálsson | 05. desember 2023
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Eins og fram hefur komið, stendur til að byggja raðhús á reitnum þar sem Lillaróló er núna.  Það þarf því að færa róluvöllinn og vonandi verður hægt að nýta flest þeirra leiktækja sem þar eru.  En, hvert á róluvöllurinn að fara?   Rætt hefur verið um tvær staðsetningar;  annars vegar á túninu við veitingaskála Krambúðarinnar og hins vegar við ærslabelginn eða á því svæði.  

Við viljum fá tillögur íbúa hvað nýja staðsetningu varðar og því köllum við eftir ábendingum og hugmyndum.  Hægt er að senda inn hugmyndir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fram til loka dags 11. desember. n.k.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Dagur reykskynjarans

Bára Örk Melsted | 01. desember 2023

Í dag er dagur reykskynjarans - mikilvægasta öryggistæki heimilisins! Þá er tilvalið að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum og yfirfara eldvarnir heimilisins.

Inn á vefsíðunni www.vertueldklar.is getur þú nálgast ýmsan fróðleik um brunavarnir og hvernig þú ferð að því að vera ELDKLÁR á þínu heimili.

Er reykskynjarinn þinn í lagi? smelltu hér 👉 https://vertueldklar.is/dagur-reykskynjarans/

Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf

Bára Örk Melsted | 01. desember 2023

Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu aflaheimilda á Hólmavík

Um er að ræða allt að 500 þorskígildistonn fiskveiðiárið 2023/2024

 

Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem :

  • standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi,
  • eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu,
  • eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða.

 

 Í því skyni er að stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:

  • skapar og viðheldur sem flestum heilsársstörfum við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
  • stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma

 

 Endanlegt val á samstarfaðilum mun byggja á eftirfarandi þáttum:

  • trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi
  • fjölda heilsársstarfa
  • sem bestri nýtingu þeirra veiðiheimilda sem fyrir eru í byggðalaginu
  • öflugri starfsemi til lengri tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina
  • jákvæðum áhrifum á önnur fyrirtæki og samfélagið
  • traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjanda

 

Umsóknum sem ekki falla að markmiðum verkefnisins verður hafnað.  Umsóknareyðublað, ásamt nánari upplýsingum er að finna á vef Byggðastofnunar

 

Umsóknir skal senda til Byggðastofnunar, á netfangið aflamark@byggdastofnun.is fyrir kl. 12:00 föstudaginn 15. desember 2023.

Íslandsmet - Dagur íslenskrar tónlistar

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 01. desember 2023
Degi íslenskrar tónlistar verður fagnað víða um land, föstudaginn 1. desember en meðal þess sem stefnt er að er að slá Íslandsmet í samsöng kl. 10.00 um morguninn.
Nemendur og kennarar í grunnskólum hafa upp á síðkastið æft lag sem verður flutt á þessum sama tíma á fjölmörgum stöðum á landinu. Það er lagið: Það vantar spýtur eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Olga Guðrún Árnadóttir flutti á sínum tíma.
Stutt hátíðardagskrá tileinkuð deginum verður þennan morgun í Hörpu og þar mun hljómsveitin CELEBS frá Suðureyri flytja lagið. Þá verða veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir íslenska tónlist. Loks verður boðið upp á tvö tónlistaratriði í viðbót, Elín Hall flytur eitt vinsælasta lag síðasta árs, Vinir, og Jóhann Helgason flytur eina af sínum helstu perlum.
Viðburðurinn verður í beinu streymi, m.a. hér: https://vimeo.com/event/3919659/embed/f7f78fe720

Forsvarsfólk Dags íslenskrar tónlistar hvetur öll til þess að hefja þennan góða dag með að syngja saman en hér fyrir neðan fylgir texti lagsins og meðfylgjandi er æfingaflutningur CELEBS á lagi Olgu Guðrúnar.
https://youtu.be/hx8UbIWsSUU

 ÞAÐ VANTAR SPÝTUR Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson

Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa,
þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
og mokað sama sandinum í skóinn sinn.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.<
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða,
þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Kannist þið við krakka sem að kúra á skólabekkjum
og langtum flestum líður eins og kartöflum í sekkjum?
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög.
Það vantar spýtur og það vantar sög. Það vantar málningu og fjörug lög
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón