A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vestfjarðastofa - opinn fundur, menntastefna Vestfjarða

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 04. október 2022
Opinn fundur um Menntastefnu Vestfjarða í Félagsheimilinu á Hólmavík 4. október, klukkan 14:00.

Í Sóknaráætlun Vestfjarða er mikil áhersla lögð á hækkun menntunarstigs Vestfjarða og meðal áherslumála er gerð menntastefnu fyrir Vestfirði. Markmið verkefnisins er að greina stöðu, strauma og stefnur til að móta sameiginlega framtíðarsýn og aðgerðaáætlun um hvernig megi efla skólastarf frá leikskóla til háskóla.
Samfélagsbreytingar eru að verða á Vestfjörðum vegna bættra samgangna og breytinga í atvinnulífi. Takast þarf á við áskoranir vegna breytinga í samsetningu íbúa, fjölgunar íbúa af erlendum uppruna, vegna loftslagsbreytinga og breytinga sem tengjast fjórðu iðnbyltingunni. Skoða þarf strauma og stefnur í samhengi við sviðsmyndir um mögulega þróun atvinnulífs og mannlífs.
Verkefnið er samstarfsverkefni Vestfjarðastofu, Menntaskólans á Ísafirði, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Háskólaseturs Vestfjarða.
Öll þau sem hafa áhuga á menntamálum eru velkomin og hvött til að taka þátt.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón