Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð nr. 86, 29.04.2025
Mánudaginn 29. apríl 2025 var 86. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 16:30. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Júlíana Ágústsdóttir formaður, Árni Magnús Björnsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir, Þórdís Karlsdóttir og Kristín Anna Oddsdóttir varamaður. Tómstundafulltrúi Andri Freyr Arnarsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Menningarverðlaun, reglur og auglýsing http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/607/
- Hátíðardagskrá 2025 uppfærð https://www.sorceryfestival.is/, https://saudfjarsetur.is/vidburdir-framundan/, Sameinumst á Ströndum og fl.
- Sumarnámskeið og vinnuskóli http://www.strandabyggd.is/frettir/Vinnuskoli_Strandabyggdar_2025_opid_fyrir_umsoknir/
- Menningarstarf í Strandabyggð, stefna sveitarfélagsins og stuðningur við listafólk. Menningarstefna Vestfjarða https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/menning/menningastefnur
- Norðurfjara menningarmiðstöð, til kynningar
- Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár:
1. Menningarverðlaun, reglur og auglýsing
Farið var yfir reglur um menningarverðlaun og ekki fannst okkur tilefni til að breyta þeim.
Varðandi verðlaun, væri talsvert skemmtilegra að geta veitt fjárhagsstyrk með verðlaunum sem hvatningu til áframhaldandi góðra verka. Auglýsing mun verða birt á strandabyggd.is á næstu dögum.
2. Hátíðardagskrá 2025
Stærri viðburðir á vegum félagasamtaka og íbúa í Strandabyggð sem vitað er um á þessum tímapunkti:
Hörmungadagar í febrúar, Strandagangan í mars, Galdrafár á Ströndum í maí, Sjómannadagurinn í júní, Þjóðhátíðardagurinn í júní, Náttúrubarnahátíðin í júlí, Sameinumst á Ströndum í ágúst, Trékyllisheiðin í ágúst, Íslandsmótið í hrútadómum í ágúst, kótilettukvöld í nóvember og fleira.
3. Sumarnámskeið og vinnuskóli
http://www.strandabyggd.is/frettir/Vinnuskoli_Strandabyggdar_2025_opid_fyrir_umsoknir/
Stefnt er á að Vinnuskólinn verði haldinn og starfsmenn verða ráðnir til að sjá um skólann í samvinnu við áhaldahúsið.
Alls bárust fjórar umsóknir, tvær um starf við aðstoð á leikskóla og tvær um útistörf. Umsóknir komu um umsjónaraðila með vinnuskóla frá ungu fólki í gegnum Nordjob en ekki fannst húsnæði fyrir starfsmenn svo að það fellur um sjálft sig og þurfum við að finna farveg varðandi umsjón. Vinnuskólafólk sem vinnur á leikskóla verður í umsjón starfsmanna þar. Aðstoð vinnuskólans hefur einnig verið á sumarnámskeiðum.
Sumarnámskeið á vegum Geislans verður 10.-13. júní. Hallbera Gunnarsdóttir heldur námskeið eins og undanfarin ár með alls kyns útiveru og hreyfingu.
Sumarnámskeið á vegum Strandabyggðar verða 16.-20. júní og 23.-27. júní.
Í fyrri vikunni verður Einar Lúðvík Ólafsson með teikninámskeið samblandað við útiveru og í seinni vikunni verður Arnljótur Sigurðsson með tónlistarnámskeið.
4. Menningarstarf í Strandabyggð, stefna sveitarfélagsins og stuðningur við listafólk. Menningarstefna Vestfjarða
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/menning/menningastefnur
Ræddir voru styrktarmöguleikar á vinnurýmum fyrir listafólk og möguleika á residensíum.
Júlíana mætti á fund menningarstefnu Vestfjarða og er það á frumstigi.
5. Norðurfjara menningarmiðstöð, til kynningar.
Við fengum senda kynningu á verkefninu og leyst mjög vel á. Ræddum möguleika á samstarfi skóla, eldriborgara og fleira. Mjög jákvætt fyrir samfélagið.
6. Önnur mál
a) Peningastyrkir vegna menningarmála mætti dreyfast á fleiri menningarviðburði. Skv fjárhagsáætlun verður 800.000 kr úthlutað í menningarstarfssemi og stendur til að öll upphæðin fari í eina hátíð í stað þess að dreifa upphæðinni á fleiri menningarviðburði.
Fundi slitið kl: 18:36