A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 12.október 2020

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 12 október 2020, kl. 17:00 í Hnyðju.


Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Ingimundur Jóhannson, Ágúst Helgi Sigurðsson og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann einnig fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Umsókn um stöðuleyfi til eins árs frá Strandakúnst

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.
Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

2. Vegagerðin – Tilkynning um niðurfellingu Grafarvegar.

Lagt fram til kynningar.

3. Umsókn um stöðuleyfi til vors 2021 á Skeiði frá Finni Ólafssyni

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.

4. Umsókn um byggingarleyfi að Brunngili – frestað á síðasta fundi.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið
verði samþykkt og byggingafulltrúa falið að afgreiða erindið.

5. Minnisblað frá sveitarstjóra

Lagt fram til kynningar erindi um hugmyndir um þróun þjónustu á svæðinu við tjaldsvæði og íþróttamiðstöð.

Fundi slitið kl. 18:02

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón