Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu 2025

22. ágúst 2025 | Þorgeir Pálsson

 

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn föstudaginn 29. ágúst í Hnyðju og hefst kl 14.

Dagskrá fundarins:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
  3. Staðfesting ársreiknings 2024
  4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar
  5. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins
  6. Gjaldskrár félagsins
  7. Önnur mál
    1. Framfylgd laga um sorphirðu í þéttbýli
    2. Breyting á opnunartíma móttökueiningar á Skeiði
    3. Helstu verkefni framundan.

Fundurinn er öllum opinn.

Hólmavík, 22.8.2025.

Þorgeir Pálsson

Formaður stjórnar Sorpsamlagsins.

 

Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu á starfssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

22. ágúst 2025 | Hlíf Hrólfsdóttir
Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu á stafssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Um er að ræða hlutastörf á Drangsnesi, Reykhólum og Hólmavík.
Markmið starfsins er að styðja við félagslega þátttöku og daglegt líf einstaklinga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Upplýsingar veitir Hlíf Hrólfsdóttir í síma 4513510 eða 8422511. Fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is
Umsóknir sendist á Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is eða á skrifstofu að Hafnarbraut 25. 510 Hólmavík

Sauðfjársetur á Ströndum auglýsir

22. ágúst 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Íslandsmeistaramót í HRÚTADÓMUM 2025, opnun sýningar, kjötsúpa og kaffihlaðborð á Sauðfjársetri á Ströndum sunnudaginn 24. Ágúst.

Dagskráin hefst klukkan 12:00 þar sem opnuð verður ný sögusýning í Kaffi Kind. Á henni er fjallað um fjárréttir fyrr og nú, bæði mannvirkið sjálft og einnig um menningarviðburðinn og mannamótið réttir.


Sýningin er hluti af rannsóknarverkefni sem snýst um kortlagningu fjárrétta fyrr og nú um land allt og söfnun á sögum úr réttunum sem Sauðfjársetrið stendur fyrir í samvinnu við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Síðar í haust verður einnig haldið málþing um fjárréttir og opnaður vefur með hluta af fróðleiknum sem safnað hefur verið.


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Safnasjóði, Byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir og Nýsköpunarsjóði námsmanna.


Ilmandi kjötsúpa verður á boðstólnum, kr 2.900 fyrir 13 ára og eldri, 1.800 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.


Íslandsmót í Hrútadómum hefst klukkan 14:00 og er aðgangur að hátíðinni og sýningum Sauðfjársetursins ókeypis í tilefni dagsins.

Boðið verður upp á kaffihlaðborð, kr 3.200 fyrir 13 ára og eldri, 1.800 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.


Árlegt líflambahappadrætti verður á sínum stað og kostar miðinn kr 800. Miðar verða seldir á staðnum en fyrir þá sem ekki komast á staðinn eða vilja kaupa miða í forsölu þá verða miðar seldir frá 15. Ágúst. Miða verður hægt að kaupa í Sauðfjársetrinu, í gegnum einkaskilaboð á facebook eða tölvupóst saudfjarsetur@saudfjarsetur.is . Einnig má hringja í Siggu safnstjóra í síma 899 3813. Listi yfir þau lömb sem eru í vinning verður birtur fyrir 15. ágúst.


Sjáumst í Sævangi!

Fjallskilaseðill 2025_leiðrétting 25.8.2025

21. ágúst 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Fjallskilaseðill 2025 hefur verið birtur á vef sveitarfélagsins og hægt er að nálagst hann með því að smella á þessa slóð hér Fjallskilaseðill 2025. Hann verður einnig sendur til bænda með skráð netföng. Hægt er að tilkynna netföng á strandabyggd@strandabyggd.is ef ekki hefur borist tölvupóstur.

Sveitarfélagið óskar bændum og búaliði góðs gengis við fjallskil og hauststörf stefnir á að halda fund með bændum og leitarstjórum síðar í haust til að ræða fyrirkomulag næsta árs og hvort eitthvað þurfi að bæta. 

Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík

19. ágúst 2025 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudag 25. ágúst klukkan 8:30. Að setningu lokinni bjóða umsjónarkennarar til stofu þar sem afhentar verða ýmsar upplýsingar um skólastarfið og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá.
Fyrsta vikan einkennist af útkennslu og hópefli.
Foreldrar eru velkomnir með nemendum á skólasetningu og nýjum nemendum er velkomið að koma í heimsókn í skólann og skoða sig um á fimmtudag og föstudag. 
Starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hlakkar til samstarfsins.

Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

19. ágúst 2025 | Hlíf Hrólfsdóttir
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að foreldrar/forsjáraðilar 15-17 ára barna sem stunda nám við framhaldsskóla fjarri lögheimili eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi.
Sjá reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 

Umsóknir berist til Hlífar Hrólfsdóttur félagsmálastjóra á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað og senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón