Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur Strandabyggðar nr. 1382, 14.10.2025

10. október 2025 | Heiðrún Harðardóttir
Sveitarstjórnarfundur 1382 í Strandabyggð
Fundur nr. 1382 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn kl: 16:00, 14. október 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Viðauki IV
2. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga
3. Yfirdráttarheimild í Arion banka, framlenging
4. Fjárhagsáætlun 2026, umræða um álagningu fasteignagjalda og útsvar
5. Velferðaþjónusta Vestfjarða, samningur um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum
6. Vestfjarðastofa, tillaga um svæðisbundið farsældarráð Vestfjarða, 09.10.25
7. Umsögn vegna draga að frumvarpi um breytingar á sveitarstjórnarlögum
8. Umsögn vegna matsáætlunar Landsnets um tengivirki Hvalárs- og Miðdalslínu
9. Sjöfn Sæmundsdóttir, Umsókn um laun í námslotum, 30.09.25
10. Náttúruhamfaratrygging Íslands, erindi til sveitarstjórnar, 10.09.25
11. Vestfjarðastofa, undirbúningur vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026, 09.10.25
12. Kvennaathvarf, erindi til sveitarstjórnar, 09.09.25
13. Skógræktarfélag Íslands, erindi til sveitarstjórnar, 22.09.25
14. Fundargerð TÍM nefndar frá 29.09.25
15. Frístundastyrkir 2025-2026
16. Fundargerð FRÆ nefndar frá 24.09.25
17. Fundargerð US nefndar frá 09.10.25
18. Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Borgabraut 21
19. Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun mannvirkis að Víðidalsá útihús
20. Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun mannvirkis að Broddanesi IV
21. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
22. Skipulagsgátt, Umsagnarbeiðni vegna breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034
23. Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 153. fundar, 25.09.25
24. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarðasvæðis, fundargerð 153. fundar, 25.09.25
25. Vestfjarðastofa og Fjórðungssamband Vestfjarða, fundargerð stjórnar nr. 71 og 72, 27.08.25 og 24.09.25 ásamt fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða, 19.08.25
26. Hafnasamband Íslands, fundargerð stjórnarfundar nr. 475, 10.09.25
27. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð stjórnarfundar nr. 984 og 985, 12.09.25 og 26.09.25

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn: 
Þorgeir Pálsson
Grettir Örn Ásmundsson
Júlíana Ágústsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

Strandabyggð 10. október 2025
Þorgeir Pálsson, oddviti

Laus staða frístundaleiðbeinanda

08. október 2025 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Staða frístundaleiðbeinanda
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:30-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði.

Fyrir nánari upplýsingar um starfið veitir Salbjörg Engilbertsdóttir, salbjorg@strandabyggd.is, S: 4513510
Umsóknarfrestur er til og með 12. október.
Umsóknir skulu senda á strandabyggd@strandabyggd.is

--

This position involves working with children during After School Time, with employment hours from 13:00 to 16:15, Monday through Thursday. Candidates should be able to work effectively with children and adapt to the varying needs of students. The employment rate is 25% spread over 12 months or 27% over 9.5 months.

For further information you can contact Salbjörg Engilbertsdóttir, salbjorg@strandabyggd.is, S: 4513510
Applications are open to 12. october.
Applications should be sent to strandabyggd@strandabyggd.is.

Viðvera fulltrúa sýslumanns

07. október 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Skúli Hakim Thoroddsen, staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum, verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 13. október n.k.

Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 458 2400.

Til hamingju Háafell með nýja seiðaeldisstöð á Nauteyri

04. október 2025 | Þorgeir Pálsson
« 1 af 4 »
Við óskum eigendum, stjórnendum, starfsfólki og öllum aðstandendum Háafells, innilega til hamingju með nýja seiðaeldisstöð á Nauteyri, sem var opnuð í dag, laugardaginn 3. október 2025.  Mikil og markviss uppbygging hefur farið fram á Nauteyri undanfarin ár og er hún öllum hlutaðeigandi til mikils sóma.

Fyrir hönd Strandabyggðar, 
Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Sveitarstjórnarfundur 1381 í Strandabyggð - aukafundur

25. september 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir


Fundur nr. 1381 sem er aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn kl. 17:30, þriðjudaginn 30. september 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Aðalskipulag Strandabyggðar  
  2. Deiliskipulag Kvíslatunguvirkjunar
  3. Ráðning tómstundafulltrúa
  4. Ráðning forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- og tjaldsvæðis

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Júlíana Ágústsdóttir

Þórdís Karlsdóttir/Marta Sigvaldadóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 25. september

Þorgeir Pálsson oddviti

Ný leikskólalóð að verða tilbúin!

23. september 2025 | Þorgeir Pálsson
« 1 af 2 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og flestir sjálfsagt vita, hefur staðið yfir vinna við endubætur á leikskólalóðinni síðan snemma í sumar.  Þar hafa farið fremstir í flokki, fyrirtækið Litli Klettur og nú síðast þeir Valgeir Örn Kristjánsson og Sigurður Árni Vilhjálmsson og þeirra fíni hópur.  Það er sérlega gleðilegt að segja frá því að nú sér fyrir endann á þessum framkvæmdum og afraksturinn er einstaklega flott, ný leikskólalóð!  Við munum blása til formlegs fagnaðar þegar lóðin er alveg tilbúin en þangað til skulum við njóta myndanna.  

Kveðja
Þorrgeir Pálsson
oddviti

Strandir.is - fréttir

Facebook

Vefumsjón