A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Velferðarnefnd Stranda- og Reykhóla, fundargerð frá 26.apríl 2023

Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, 26. apríl 2023

50. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Haldinn miðvikudaginn 26. apríl
2023, á skrifstofu Strandabyggðar. Fundurinn hófst kl. 16 og var haldinn sem fjarfundur og
staðarfundur. Fundi slitið kl. 17.19.

Á fundinn mættu;
Hlíf Hrólfsdóttir (Strandabyggð), Júlíana Ágústsdóttir (Strandabyggð), Jenný Jensdóttir
(Kaldrananeshreppi og Oddný Snjólaug Þórðardóttir (Árneshreppi) á TEAMS. Hrefna
Jónsdóttir (Reykhólahreppi) boðaði forföll. Að auki sátu fundinn Soffía Guðrún
Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri sem jafnframt ritar fundargerð og Hjördís Hjörleifsdóttir
starfsmaður félagsþjónustu. Hlíf Hrólfsdóttir formaður nefndarinnar stýrði fundi.

Dagskrá:

1. Afgreiðsla félagsmálastjóra frá síðasta fundi. Afgreiðslur samþykktar og færðar í
trúnaðarbók.

2. Care-On.
Starfsmenn félagsþjónustunnar eru búnir að sitja 2 fundi með starfsmanni Care-On þar sem hann hefur útskýrt kerfið fyrir þeim. Við erum að bíða eftir að appið verði tilbúið vil að geta byrjað að nota kerfið, tvennskonar app, yfirsýn yfir vinnuna og annað til að skrá sig inn og út. Android kerfið er að uppfæra sig núna. Límmiði er skannaður inn í síma til að stimpla sig inn og út. Við borgum fyrir þessa þjónustu eftir fjölda þjónustuþega. Við erum komnar með límmiðana og appið kemur vonandi fljótlega. Spurning hvort það sé hægt að hafa það þannig að það sé ekkert forskráð heldur geti starfsmenn félagsþjónustunnar skráð sig inn og út þegar þeim og þjónustuþeganum vantar. Hjördís ætlar að kanna þetta og senda tölvupóst til umsjónarmanns Care-On.

3. Breytingar á Barnaverndarþjónustu og þjónustu við fatlað fólk.
Strandabyggð er að bíða eftir svari frá Skagafirði um samstarf í Barnavernd og fötlunarmálunum. Einnig er til skoðunar að Dalbyggð verði með í Félagsþjónustunni. Þá þarf að skipuleggja velferðarnefndina samkvæmt því.

4. Önnur mál

Farsældarlögin
Hvert sveitarfélag fyrir sig er ábyrgt fyrir farsældina. Það á eftir að tilnefna tengiliði á
öllu svæði félagsþjónustunnar. Það eru tengiliðir í skólum, leikskólum og heilsugæslu.
Það þurfa að vera varamenn og vanhæfið miðast við sveitastjórnarlögin.
Tengiliður í leikskóla og skóla t.d. má ekki eiga barn á þeim stöðum. Farsældarrútan
kemur hingað 10. Maí. Grunnskólinn og leikskólinn á að tilefna sína tengiliði. Það er
ákveðin upphæð sem kemur með farsældarlögunum. Þetta þarf að eyrnamerkja
farsældinni.Þá á að verða fundur um farsældarlögin 10. maí.

Heimsóknir til eldri borgara og fatlaðra á félagsþjónustusvæðinu
Félagsmálastjóri, starfsmaður félagsþjónustu og hjúkrunarfræðingur á
heilsusægæslunni eru búnar að heimsækja 7 manns á Hólmavík og nágrenni. Þær fara
aðra hverja viku þar sem hjúkrunarfræðingurinn er bara að vinna á Hólmavík aðra
hverja viku. Þær hafa heimsótt 2 heimili sama daginn á Hólmavík en eitt heimili utan
Hólmavíkur þar sem þá bætist við akstur.

Heimasíða Strandabyggðar og félagsþjónustunnar
Eingöngu á íslensku, þyrfti að hafa betri upplýsingar fyrir alla, þetta var aðgengilegt á
strandir.is en sú síða er lokuð. Það þyrfti að uppfæra þetta svo allir geti fengið
nauðsynlegar upplýsingar á heimasíðunni. Það hjálpar fólki mikið að fá jákvæð
viðbrögð á nýjum stað. Sveitarfélögin þyrftu að taka af skarið og lagfæra þetta. Það
þyrfti að vera einhverjar lágmarksupplýsingar á ensku. Næsti fundur er ákveðinn 24
maí kl. 16. Félagsmálastjóri sendir fundarboð.

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17.19

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón