A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur -aukafundur nr. 1346 í Strandabyggð

Sveitarstjórnarfundur – aukafundur nr. 1346 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn laugardaginn 13. maí 2023 kl. 13:00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Þorgeir Pálsson, Jón Sigmundsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir. Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ársreikningur Strandabyggðar 2022 - til afgreiðslu
2. Leikskólalóð og framkvæmdir – til afgreiðslu
3. Minnisblað sveitarstjóra um samstarf í uppbyggingu haftengdra verkefna – til afgreiðslu
4. Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Stranda, skipun – til afgreiðslu
5. Sterkar Strandir fundargerð frá 17. apríl 2023 – til kynningar
6. Erindi frá Ólafi Halldórssyni sjúkraþjálfara – til kynningar
7. Erindi frá Náttúruvinum um skipulag skógræktar – til kynningar


Þorgeir Pálsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið.


Hlíf Hrólfsdóttir gerir eftirfarandi athugasemd við fundarboðið:


“Ég geri athugasemd við lið númer 3 í fundarboði, þar sem stendur að minnisblað sveitarstjóra um samstarf í uppbyggingu haftengdra verkefna sé til afgreiðslu, en fundargagn sem fylgdi þessum lið er undirrituð og stimpluð viljayfirlýsing um samstarf á sviði fiskeldis og haftengdra verkefna í Steingrímsfirði. Ég tel að hér sé ekki samræmi á milli fundarboðs og fundargagna og þess vegna þurfi að fresta þessum lið þar til sveitarstjórnarmenn hafi viðunandi gögn í höndunum til þess að taka upplýsta ákvörðun um þetta málefni.”

Oddviti leggur til að fundarlið númer 3 verði frestað til næsta fundar.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Ársreikningur Strandabyggðar 2022 - til afgreiðslu
Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG er mættur á fundinn. Kristján Jónasson fór yfir ársreikning Strandabyggðar og sundurliðun ársreiknings 2022 og helstu kennitölur. Rætt um margvísleg atriði tengd ársreikningnum. Oddviti þakkaði Kristjáni fyrir innleggið og gagnlegar umræður og ábendingar. Oddviti leggur til að ársreikningi 2022 verði vísað til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.

2. Leikskólalóð og framkvæmdir – til afgreiðslu
Oddviti segir frá vinnu Landmótunar við teikningu af endurgerðri leikskólalóð. Verkið hefur tafist m.a. vegna álags hjá Landmótun. Nú liggur hins vegar fyrir að kalla þarf eftir verðhugmyndum í jarðvinnu, undirbúning drenlagnar og steypuvinnu við varnarvegg. Þorgeiri, Matthíasi og Jóni hugnast heill veggur en Sigríði og Hlíf hugnast frekar stallaður veggur. Oddviti leggur til að auglýsing verði send út hið fyrsta og að sveitarstjóra verði falið að fylgja málinu eftir í samráði við byggingarfulltrúa, skipulagsfulltrúa, starfsmenn leikskóla og skólastjóra. Samþykkt samhljóða.


3. Minnisblað sveitarstjóra um samstarf í uppbyggingu haftengdra verkefna – Frestað til næsta fundar vegna formgalla.


4. Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Stranda, skipun – til afgreiðslu
Sveitarstjórn þarf að tilnefna einn aðalmann og einn til vara. Sveitarstjórn er sammála um að fresta erindinu til næsta fundar og verði leitað tilnefninga í millitíðinni. Samþykkt samhljóða


5. Sterkar Strandir fundargerð frá 17. apríl 2023 – til kynningar
Lögð fram til kynningar.


6. Erindi frá Ólafi Halldórssyni sjúkraþjálfara – til kynningar
Oddviti telur rétt að sveitarstjórn sendi yfirlýsingu til heilbrigðisyfirvalda, þar sem áréttað sé mikilvægi þessarar þjónustu fyrir íbúa Strandabyggðar. Sveitarstjóra sé jafnframt falið að koma slíkri yfirlýsingu í farveg. Samþykkt samhljóða.


7. Erindi frá Náttúruvinum um skipulag skógræktar – til kynningar
Oddviti fagnar þessu erindi og telur umræðuna um kvótamyndun og skipulagsmál tengd skógrækt, mikilvæga. Hvetur hann nefndarmenn US nefndar til að huga vel að þessum þáttum þegar umsóknir um skógrækt í Strandabyggð berast nefndinni.

Hlíf nefnir að í bréfinu sé einnig talað um að lúpínuræktun hafi farið gengið of langt.

Matthías mun taka erindið upp í US nefnd.

Þorgeir bendir á svæðisskipulag Stranda, Reykhóla- og Dala þessu til stuðnings.

Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.03
Þorgeir Pálsson (sign)
Jón Sigmundsson (sign)
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir (sign)
Matthías Sævar Lýðsson (sign)
Hlíf Hrólfsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón