A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð fræðslunefndar 13. september 2022

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju mánudaginn 12. september 2022. Mættir eru Jón Sigmundsson formaður, Vignir Rúnar Vignisson, Steinunn Magney Eysteinsdóttir, Heiðrún Harðardóttir í forföllum Guðfinnu M.Sævarsdóttur og Valgeir Örn Kristjánsson í forföllum Guðfinnu Láru Hávarðardóttur. Steinunn Magney Eysteinsdóttir ritar fundargerð. Fulltrúar skólans mættu kl. 17.00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Vala Friðriksdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir sem fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og leikskóla. Fulltrúi starfsmanna leikskóla Lína Þóra Friðbertsdóttir. Fulltrúi ungmennaráðs Jóhanna Rannveig Jánsdóttir var boðuð en mætti ekki.


Fundardagskrá:


1. Mat á starfsáætlun 2021-2022 https://docs.google.com/document/d/1laabPDnj3r6EKWZwqv-9n2WEsWEzaAe5OQ5QAxIAmlA/edit?usp=sharing.
Frestað til næsta fundar vegna skorts á gögnum.

2. Starfsáætlun 2022-2023
https://docs.google.com/document/d/1h6lPsrsYm2alYktBNecljzVznOkS0q-pnmDNF8pw6Hc/edit?usp=sharing
Starfsáætlun kynnt og samþykkt.

3. Innra matsskýrsla júní 2022
https://docs.google.com/document/d/1JxrGlpRKzcH_-CMsy7c1nM7OtKVwbY8pTgshxsHNjBQ/edit?usp=sharing
Skýrslan kynnt og samþykkt.

4. Stytting vinnuviku félags grunnskólakennara
Kynnt og samþykkt.

5. Mötuneyti, kynning skólastjóra
Kynnt og samþykkt. Almenn ánægja með breytinguna.

6. Útboð/auglýsing um tilboð í mötuneyti
Umræður og nefndin hvetur sveitarstjórn að klára málið sem fyrst

7. Föstudagur styttri samfelldur dagur, kynning skólastjóra
Kynnt og samþykkt.

8. Samstarf Hólmavík-Drangsnes, kynning skólastjóra
Nefndin fagnar þessu samstarfi.

9. Mat á árangri við sameiningu leik, grunn- og tónskóla
Nefndin leggur til að matinu verði frestað um ár vegna ástandsins sem verið hefur í heiminum og hefur bitnað á skólastarfi og því væri ekki marktækt að fara í þetta mat að svo stöddu.

10. Leikskólalóð og framkvæmdir framundan
Nefndin skorar á það verði farið í þetta verkefni nú þegar í heild og hætt þessum bráðabyrgðar reddingum og nýta haustmánuðina til framkvæmda. Grunnskólinn býður fram húsnæði og lóð meðan á framkvæmdum stendur. Nefndin skorar enn og aftur á sveitarstjórn að setja vegrið/varnarbúnað á Borgabraut til að varna mögulegum útafakstri sem gæti endað inn á leikskólalóð og bendir á óhapp sem varð nú í sumar við hlið leikskólans.

11. Farsældarlög barna https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/Breytingar%20%c3%ad%20%c3%be%c3%a1gu%20barna%20-%20sam%c3%be%c3%a6tting%20%c3%bej%c3%b3nustu.pdf
Lagt fram til kynningar

12. Útboð/tilboð í skólaakstur. Mikilvægt að greina alla akstursþörf í sveitarfélaginu, líka utan skóladagatals
Nefndin skorar á sveitarstjórn að fara í þessa vinnu og skoða vel frá öllum hliðum með hliðsjón af öryggi og þjónustuþörf.

13. Erindi frá Barböru Guðbjartsdóttur varðandi launað námsleyfi http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/682/
Nefndin fagnar erindinu og hvetur sveitarstjórn til að taka vel í erindið.

14. Önnur mál.
A.Nefndin ræddi um hvort eiginkona formannsins sé vanhæfur áheyrnarfulltrúi og komst að því að þar sem hún hefur ekki atkvæðisrétt að þá teljum við ekki svo vera.
B. Nefndin ákvað að framvegis verða fundir nefndarinnar fyrsta miðvikudag í mánuði þá mánuði sem fundir eru. Nefndin vill að gögnin fyrir fundi berist minnst 4 dögum fyrir fundinn.


Fundi slitið 19:23


Jón Sigmundsson formaður
Valgeir Örn Kristjánsson
Vignir Rúnar Vignisson
Steinunn Magney Eysteinsdóttir
Heiðrún Harðardóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón