A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, fundur 08.05.2025

Fundargerð 

Fundur fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju, Höfðagötu 3, fimmtudaginn 8. maí 2025. Fundur hófst kl 16.32.  Mætt eru Heiðrún Harðardóttir, Vignir Rúnar Vignisson, Valgeir Örn Kristjánsson í stað Guðfinnu Láru Hávarðardóttur, Steinunn Magney Eysteinsdóttir, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Jóhanna B. Ragnarsdóttir frá leikskóla, Vala Friðriksdóttir frá grunnnskóla og Þorgeir Pálsson sem ritaði fundargerð. Fundinn sat einnig Kristrún Lind Birgisdóttir frá Ásgarði, í fjarbúnaði. 

 

Fundardagskrá: 

  1. Skóladagatal til samþykktar 

  1. Skýrsla sveitarstjóra af vinnu við menntastefnu – munnleg skýrsla 

  1. Lækjarbrekka – Kynning Ásgarðs á verkefnum vetrarins – munnleg skýrsla 

  1. Umræður og hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla 

  1. Önnur mál. 

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir athugasemdum við fundarboðun.  Engar athugasemdir voru gerðar. 

 

Umræða: 

  1. Skóladagatal til samþykktar 

Formaður gaf skólastjóra, Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur orðið. Skóladagatal grunnskóla er bundið vissum reglum, t.d. um skipulagsdaga. Skólastjóri rakti helstu dagsetningar og viðburði.  Formaður gaf orðið laust.  Enginn tók til máls.  Því næst lagði formaður til að nefndin samþykkti skóladagatal grunnskóla.  Samþykkt samhljóða. 

 

Hvað skóladagatal leikskóla varðar sagði skólastjóri frá helstu vörðum þar einnig.  Skólastjóri sagði frá skipulagsdögum, dótadögum og öðrum sérstökum dögum.  Fram kom veruleg fjölbreytni hvað þessa daga varðar.  Fram kom að leikskólakrakkar fóru í heimsókn á bóndabæ í vikunni og var hópnum skipt í tvennt.  Mikil ánægja var með þessa heimsókn.  Formaður gaf orðið laust. Skólastjóri nefndi skráningardaga milli jóla og áramóta hvað mætingu barna varðar.  

 

Fram kom kvörtun vegna 6 vikna lokunar leikskólans, þrátt fyrir loforð um endurskoðun.  Skólastjóri svaraði og sagði að þetta snérist um mönnun.  Fram komu ábendingar um að skipuleggja mönnun út frá skráningum á mætingu barna.  Kristrún tók til máls og sagði að þetta væri hægt ef skipulagið væri endurskoðað.  Ekki er þó verið að fara fram á algert uppbrot í skipulagi, heldur aðeins að mæta óskum foreldra. Skoða mætti ráðningar sumarstarfsfólks m.t.t. þessa.  Námskeiðahald yfir sumarið hefur t.d. ekki náð til leikskólastigs.  Formaður lagði til að sveitarstjórn myndi endurskoða þetta skipulag fyrir næsta skólaár með það fyrir augum að nálgast þessar óskir og lagði til að fræðslunefnd beini því sérstaklega til sveitarstjórnar.  Samþykkt samhljóða. 

 

Af hverju opnar og lokar leiksóli á hádegi?  Skólastjóri svaraði því til að þetta snérist um undirbúning starfsamanna hvað opnun skólans varðar.  Starfsmenn ynnu heilan dag.  Kristrún benti á vinnustyttingu í þessu sambandi.  Fram kom ábending um að minna á uppbrotsdaga sem er gert. 

 

Því næst lagði formaður til að nefndin samþykkti skóladagatal leikskóla.  Samþykkt með fyrivara um endurskoðun sumarleyfismála. 

 

Formaður lagði til að sveitarstjórn staðfesti skóladagatal grunnskóla og leikskóla sérstaklega. Samþykkt samhljóða. 

 

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra af vinnu við menntastefnu – munnleg skýrsla 

Formaður sagði frá stöðu verkefnisins og nefndi sérstaklega opinn ibúafund sem haldinn var 6.5. s.l. í félagsheimilinu.  Fundurinn tókst mjög vel og mættu um 20 manns.  Á fundinum rakti Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ferlið við gerð mennta-/skólastefnu.  Góð umræða var í hópavinnu. 

 

Spurt var um fjölda funda og svaraði formaður því.  Bent var á að fundartíminn henti ekki endilega foreldrum með lítil börn.  Fundur að kvöldi gæti t.d. verið betri.  Eins kom fram ábending um uppsöfnun netfanga í tengslum við framkvæmd viðhorfskönnunar.  Kristrún svaraði því til að engum netföngum hafi verið safnað.  En, ef viðkomandi er skráðir inn í kerfi vafrara þá birtist netfangið manni sjálfum, en er ekki safnað.   

 

  1. Lækjarbrekka – Kynning Ásgarðs á verkefnum vetrarins – munnleg skýrsla 

Formaður gaf Kristrúnu Lind Birgisdóttur orðið. 

 

Kristrún sagði frá áætlun um leikskólastarf.  Alls hafa 15 fundir Ásgarðs og leikskólans átt sér stað í vetur og ávallt verið hægt að skipuleggja 6 vikur fram í tímann.  Eins var rætt um fyrirkomulag viðtala með foreldrum. Fram koma að krakkarnir sýna framfarir með þessu fyrirkomulagi.  Vel hefur gengið að vinna úr þessu með þeim starfsmannafjölda sem verið hefur til taks hverju sinni.  Eins hefur verið einblínt á starfsmannafyrirkomulag og starfsemin löguð að fjölda starfsmanna.  Markmiðið hefur verið að veita faglegt aðhald innan „spannar“ (6 vikna áætlun).  Hefur þetta fyrirkomulag gengið vel. 

 

Óskaði Kristrún eftir innleggi fulltrúa leikskólans.  Jóhanna sagði frá því að þrátt fyrir manneklu á köflum, hafi þetta gengið vel í stórum dráttur.  Kristrún sagði starfsmenn leikskólans eigi hrós skilið fyrir góða vinnu og jákvætt viðhorf.  Formaður tók undir þetta og sagði starfsmenn í öllum skólum vinna gott verk við oft flóknar aðstæður. 

 

  1. Umræður og hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla 

Formaður gaf Kristrúnu Lind Birgisdóttur orðið.  Ræddi hún um vinnustyttingu og hugmyndir um gjaldfrjálsa leikskóla eða skráningardaga. Snýst þetta um að veita foreldrum meiri ákvörðunarrétt varðandi það hvernig þeir nýta starfsemi skólans.  Vísaði hún í fyrirkomulagið í Dalvík og Kópavogi.  Oft væri um 30 gjaldfrálsa tíma að ræða.  Aukatímar yrðu gjaldfærðir.  Þetta fyrirkomulag hefur skilað meiri ánægju starfsfólks.  Fólk sæi þarna möguleika á að sækja börn fyrr einhverja daga, ef það hentar.   

 

Óskaði Kristrún eftir umræðu um þetta:  Í dag er það þannig að 8 tíma leikskólavistun í Strandabyggð kostar rúmar 32 þúsund krónur á mánuði.  Ef 30 tíma gjaldfrjálsa leiðin yrði farin myndi það kosta  9,5 milljónir fyrir sveitarfélagið. Á móti kæmi líklega sparnaður í færri veikindadögum.  Nokkur umræða spannst um fjölda nemenda í skólanum.  Fram kom að þetta væri vissulega ávinningur fyrir foreldra en kostnaður sveitarfélagsins væri svipaður. Skólastjóri fór yfir fyrirkomulag hvað þetta varðar í Dalvík og Reykhólahreppi. 

 

Kristrún lagði til að þetta yrði skoðað frekar af fræðsluráði og að gerð yrði einföld kynning fyrir foreldra. Formaður lagði þá tillögu fyrir fundinn. Samþykkt samhljóða. 

 

  1. Önnur mál. 

Engin formleg önnur mál.  Valgeir vildi þó koma því að skólinn hafði frumkvæði að því að fara með 9-10 bekk á framhaldsskólakynninguna í Reykjavík.  Fundarmenn tóku undir þakkir og lof til kennara. 

 

Fundargerð lesin og fleira ekki rætt
F
undi slitið kl18:05.
Ritari sendir fundargerðina á nefndarfólk til rafrænnar undirskriftar.
 

 

Þorgeir Pálsson, ritari 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón