A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 10. október 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

10. október  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafdís Sturlaugsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Frystigámur
    Erindi frá Hlökk ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja frystigám við Hafnarbraut 14.
    Hafdís Sturlaugsdóttir tekur ekki þátt í umfjöllun þessa erindis.
    Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir frystigám til eins árs.

  2. Fyrirspurn um lóð
    Fyrirspurn frá Þorkeli Jóhannssyni varðandi lóð fyrir frístundahús innan þéttbýlisins á Hólmavík.
    Byggingarfulltrúa falið að kanna möguleika á að koma fyrir fleiri lóðum fyrir frístundahús innst við Borgabraut.

  3. Hnitbjörg, lóðarblað
    Lagt fram nýtt lóðarblað fyrir íbúðarhús og geymslu að Hnitbjörgum.
    Lóðarblaðið samþykkt.

  4. Hnitbjörg, vélaskemma
    Erindi frá Jóhanni Áskelssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að reisa vélaskemmu, samkvæmt meðfylgjandi teikningu, á jörðinni Hnitbjörgum.
    Erindið samþykkt.

  5. Frístundabyggð Skeljavík
    Tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík tekin fyrir að nýju. Fyrri tillögu hefur verið breytt lítlsháttar í framhaldi af fornleifakönnun sem unnin var af Náttúrustofu Vestfjarða.
    Tillagan samþykkt.  Byggingarfulltrúa falið að senda tillöguna til umsagnar MinjastofnunarÍslands. 

  6. Strandagaldur
    Erindi frá Sigurði Atlasyni þar sem hann f.h. Strandagaldurs ses. óskar eftir leyfi til að reisa viðbyggingu við austurhlið Höfðagötu 8 samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
    Sigurður bendir á að huga þurfi að lausn á bílastæðum sem þörf er á við austurenda hússins.  Jafnframt er Strandabyggð hvött til að huga að malbikun Höfðagötu.
    Erindið samþykkt.  Byggingarfulltrúi og slökkviliðsstjóri yfirfari rýmingarleiðir.
    Varðandi lausn á bílastæðum hvetur nefndin sveitarstjórn til að láta vinna deiliskipulag af svæðinu. Malbikun Höfðagötu er einnig vísað til sveitarstjórnar.

  7. Brekkusel
    Erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann fyrir hönd Bjarnveigar ehf. sækir um leyfi til að byggja nýtt frístundahús á lóðinni við Brekkusel.
    Afgreiðslu erindisins frestað. 

  8. Önnur mál
    a)  Hafnarbraut 22
    Rætt um framkvæmdir sem staðið hafa yfir við húseignina að Hafnarbraut 22 frá því í vor.
    Byggingarfulltrúa falið að rita húseiganda bréf og óska eftir teikningum af fyrirhuguðum breytingum á húsinu eigi síðar en 15.nóvember n.k.     

    b) Framkvæmdaskjal
    Lagt fram framkvæmdaskjal 2017 - 2019, unnið af skrifstofustjóra, vegna vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.

    c)  Fjárrétt
    Hafdís lýsti yfir ánægju sinni með nýja fjárrétt á Kirkjubóli sem reist var í haust.      

 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Már Ólafsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón