A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnaðarnefnd 27. apríl 2009

Fundur haldinn í Landbúnaðarnefnd mánudaginn 27. apríl 2009 á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Mættir voru fundarmennirnir Drífa Hrólfsdóttir, Magnús Sveinsson, Jón Stefánsson og Reynir Björnsson varamaður.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.  Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

 

1. Kynning á skýrslu milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil og ný fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu.

2. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Kynning á skýrslu milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil og ný fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu. Lögð er fram til kynningar skýrsla milliþinganefndar Búnaðarþings um fjallskil ásamt nýrri fjallskilasamþykkt fyrir Strandasýslu. Lagðar voru til eftirfarandi breytingar á nýrri fjallskilasamþykkt: Að í 21. gr. breytist skilarétt í Skeljavíkurrétt úr laugardegi í sunnudag. Þá ber að fella út skilarétt í Bitrufirði norðan varnarlínu þar sem engin skilarétt er til staðar og ókunnu fé ekið yfir í Kollafjörð. Þá er lagt til í 20. gr. að fella út "að höfðu samráði við sveitarstjórn". Þá vill nefndin koma því áleiðis varðandi 14. gr. að eðlilegt sé að landeigandi geti tekið þátt fjallskilum í stað þess að greiða gjald eins og kveðið er á um í greininni.


2. Önnur mál. Brýnt er að koma upp skilarétt í Kollafirði þar sem engin skilarétt er til staðar heldur hafa verið notuð fjárhús.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt.   Fundi slitið kl. 18.15.                      

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón