A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-,dreifbýlis- og hafnarnefnd 20.júní 2022

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Trúnaðaryfirlýsing
  2. Erindisbréf
  3. Hlutverk nefndarinnar
  4. Félag atvinnurekenda í Strandabyggð – efling starfseminnar og samvinna
  5. Fjallskil
  6. Umhverfissjóður sjókvíaeldis – styrkumsókn  https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/06/02/Umhverfissjodur-sjokviaeldis-auglysir-eftir-umsoknum/
  7. Önnur mál
    1. Tillaga ÞP: Strandabyggð sæki inn á markað fyrir lítil og meðalstór skemmtiferðaskip
    2. Tillaga ÞP: Haustfundur um atvinnumál á Ströndum.

 Fundur settur kl 18.15 og gengið til dagskrár.

 

Athugasemdir við fundarboð.  Formaður tilkynnti að Henrike Stuehff hafi verið löglega forfölluð, en gleymst að gera ráð fyrir því.  Var því kallað á Már Ólafsson varamann í hennar stað.  Formaður biður nefndarmenn afsökunar á þessum vandkvæðum og þakkar Má skjót viðbrögð.

 

Umræða:

1. Trúnaðaryfirlýsing

Fundarmenn undirrituðu yfirlýsinguna.

2. Erindisbréf

Umræða spannst um innihald og áherslur í erindisbréfi.  Rætt um að skoða fyrirmyndir í tengslum við hlutverk nefndarinnar.


3. Hlutverk nefndarinnar

Umræða.  Fyrst og fremst að styðja við atvinnu, innanbæjar og í dreifbýli.  Mikilvægt að sækja sértækan byggðakvóta í tengslum við Brothættar byggðir.  Umræða spannst um styrk verkefnisins innan stjórnkerfisins m.t.t styrkingu innviða í sveitarfélaginu.  Fram komu áhyggjur varðandi stöðu sjávarútvegs í sveitarfélaginu.  Rætt var um ferðaþjónustu, hvalaskoðun, hótelbyggingu, ljósleiðara og mikilvægi hans ofl.

 

Hlutverk nefndarinnar er því í senn að standa vörð um núverandi atvinnu en einnig að sækja og skapa ný tækifæri til atvinnusköpunar.


4. Félag atvinnurekenda í Strandabyggð – efling starfseminnar og samvinna

Formaður sagði frá viðræðum við formann félagsins, Sigurbjörn Úlfarsson.  Engin starfsemi hefur verið og lagði formaður til að nefndin byði fram aðstoð sína við að endurvekja starfsemina og að tengiliður nefndarinnar við félagið yrði Björk Ingvarsdóttir. Var það samþykkt.  Í þessu sambandi var rætt um mikilvægi þess að sveitarfélagið beini viðskiptum sínum til fyrirtækja í heimabyggð, séu þeir kostir hagkvæmari.


5. Fjallskil

Rætt var um aukið samstarf við fjallskilanefnd Reykhólahrepps, varðandi smölun í september og að víxla helgum.  Að öðru leyti er nefndin sammála um að koma vinnu við fjallskilaseðil af stað sem fyrst.  Einnig ítrekar nefndin mikilvægi samvinnu milli aðila í þessu sambandi.


6.      
Umhverfissjóður sjókvíaeldis – styrkumsókn  https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/06/02/Umhverfissjodur-sjokviaeldis-auglysir-eftir-umsoknum/

 

Nefndin ræddi stöðu sveitarfélagsins almennt varðandi fiskeldi og kvíaeldi í sjó og á landi.  Einnig spannst umræða um eðli Umhverfissjóðs.  Samþykkt var að halda umræðunni áfram.


7. Önnur mál

a.Tillaga ÞP: Strandabyggð sæki inn á markað fyrir lítil og meðalstór skemmtiferðaskip

Rætt var um mikilvægi þess að fara í grunnþátta- og innviðagreiningu, þannig að fyrir lægi hvað mætti bjóða farþegum, hver væri sérstaða svæðisins og hvaða áherslur yrðu að ráða í markaðssetningu Strandabyggðar inn á þennan markað.  Mikilvægt að skoða tekjumöguleika og kostnaðarmat varðandi þetta verkefni og hvort núverandi innviðir þoli sókn af þessu tagi.

b. Tillaga ÞP: Haustfundur um atvinnumál á Ströndum.

Rætt um haustfund, eftir miðjan október þar sem atvinnurekendur á Ströndum kæmu saman til að ræða núverandi og framtíðarhorfur atvinnumála í sveitarfélaginu. 

 

 

Fleira ekki rætt, fundargerð lesin og staðfest með rafrænum skilríkjum. Fundi slitið kl 19.35.

 

  

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón