A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

„Sterkar Strandir“ – íbúaţing viđ upphaf byggđaţróunarverkefnis

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. júní 2020
« 1 af 4 »

Helgina 12.-13.júní var haldið íbúaþing á Hólmavík. Íbúaþingið markar upphafið að samtali við íbúa Strandabyggðar í verkefni Byggðastofnunar „Brothættar byggðir“ og gáfu heimamenn verkefninu heitið „Sterkar Strandir“. Strandabyggð er tólfta byggðarlagið þar sem unnið er eftir þessu verklagi Byggðastofnunar. 

...
Meira

Gleđilega hátíđ!

Ţorgeir Pálsson | 17. júní 2020
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Í dag er þjóðhátíðardagurinn og verða hátíðarhöld á vegum Geislans í Sævangi.  Á facebook síðu Sauðfjársetursins segir: 

"Kaffihlaðborð í Sævangi 17. júní frá kl. 13:00 - 18:00 kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri, 1.200 fyrir 7- 12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri.

Ungmennafélagið Geislinn sér um hátíðarhöld í Strandabyggð í tilefni af 17. júní með breyttu sniði frá síðustu árum. Það verður fána og blöðrusala við Sævang frá kl 13:00 og um 13:30 verður hátíðarganga og vígður nýr göngustígur við Sævang og að lokinni göngu verður skipulögð leikjadagskrá á vellinum. Í Sævangi verður kaffihlaðborðið.

Minnum einnig á nýja sýningu sem verður uppi í sumar á Kaffi Kind - ljósmyndasýningu eftir Yrsu Rocka Fannberg sem heitir Lífið fyrir umbreytinguna! Myndir úr Árneshreppi."

Sjáumst!  Gleðilega hátíð!

Happy holidays
 
Today is our national holiday. There will be some activities at Sævangur (Sauðfjársetrið), at 13-18 hrs. This includes coffee and cakes, flags for sale and a walk through a new track in the neighborhood. There will also be organized games and activities for kids.

Happy holidays!

Umhverfisátak í Strandabyggđ - bílastćđi á Skeiđi

Ţorgeir Pálsson | 17. júní 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt gerð bílastæðis á Skeiði, sem ætlað er löglega skráðum og gangfærum vinnuvélum, flutningabílum, fólksflutningabifreiðum og öðrum atvinnutækjum íbúa.  Þetta er liður í umhverfisátaki Strandabyggðar sem hófst haustið 2018 og er í fullum gangi.  Nú er komið að því að skapa rekstraraðilum og eigendum þessara farartækja, viðunandi aðstöðu og fegra um leið ásýnd bæjarins.  Eftirfarandi reglur hafa verið samþykktar:


Bílastæði við Skeiði

Reglur

 

Úthlutun

 • Áhaldahús Strandabyggðar sér um úthlutun á Bílastæði við Skeiði, lóðir 10 og 12.
 • Skrifa skal undir samning um úthlutun stæðis.

 

Stæðið er ætlað fyrir

Eigendur gangfærra og skoðaðra vinnuvéla og stærri bifreiða, eiga rétt á að nýta stæðið.  Með vinnuvélum og stærri bifreiðum er átt við:

 • Vörubíla
 • Steypubíla
 • Fólksflutningabíla
 • Almenn vinnutæki; gröfur, moksturstæki o.frv.

 

Forsendur leigu / nýtingar stæðis

Eftirfarandi forsendur og skilyrði þarf að uppfylla svo eigandi vinnuvélar eða bifreiðar hafi heimild til að nýta bílastæðið:

 • Vinnuvél eða ökutæki þarf að vera á númerum og með gilda skoðun.
 • Viðkomandi tæki þarf að vera í ökuhæfu ástandi.

Uppfylli tækið ekki fyrrtöldum skilyrðum er eigendum vísað á geymslusvæði Strandabyggðar við Hnitbjörg.

 

Tímarammi leyfis

Nýting á stæði er til eins árs í senn.  Endurnýja þarf leyfi til að nýta stæðið í janúar ár hvert.  Aðeins þeir sem hafa gilt leyfi, geta nýtt stæðið. Hvert tæki (bifreið, almenn vinnutæki) fær 1 ár gjaldfrjálst og gildir frá undirskrift samnings, eftir ár er tekið gjald fyrir tækið.

 

Vanefndir á samning

Verði vanefndir á samningi þessum, er sveitarfélaginu heimilt að láta fjarlægja vinnutæki eða bifreið á kostnað eiganda, að undangenginni sáttatilraun.

 

Umgengni

 • Snyrtileg umgengni er áskilin.
 • Eftirlitsaðilar á vegum sveitarfélagsins Strandabyggðar geta vísað viðskiptavinum út af bílastæðinu sé reglum ekki fullnægt.
 • Óskráð tæki eru bönnuð á svæðinu.

 

Báðir aðilar geta samt upp samning sem undirritaður er með 30 daga fyrirvara.

Bílastæðið er nú tilbúið og það er von okkar að þeir sem hér eiga hlut að máli, taki þessari auknu þjónustu vel og færi farartæki sín á bílastæðið á næstu dögum.  Haft verður samband við eigendur þessara farartækja á næstu dögum.

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Ársreikningur Strandabyggđar 2019, horfur 2020

Ţorgeir Pálsson | 17. júní 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú liggur ársreikningur 2019 fyrir.  Hann sýnir talsverðan taprekstur á sveitarfélaginu sem rétt er að útskýra.  Í þessum pistli verður því gerð grein fyrir helstu ástæðum þessa tapreksturs sem og horfum fyrir 2020.

Niðurstaða 2019

 • Skerðing á tekjum Jöfnunarsjóðs var 9% eða um 21.3 milljón.  Útsvar og fateignaskattar skerðast um 1% eða kr. hátt í 2 milljónir.  Þetta þýðir heildar tekjutap m.v. áætlun upp á kr. 23 milljónir
 • Rekstur fræðslusviðs fór 15 milljónir framúr áætlun vegna kostnaðar við mönnun
 • Í Eignasjóði og B-hluta voru áætlaðar sölutekjur af eignum sem skiluðu sér ekki; samtals um 8-9 milljónir
 • Sorpsamlag Strandasýslu (Strandabyggð á rúmlega 70% hlut þar) var rekið með tapi upp á 6 milljónir.  Hlutur Strandabyggðar í tapinu 4.6 milljónir.

Samtals var tap á rekstri Strandabyggðar, A og B hluta um 47 milljónir.


Horfur 2020

Erfitt er að áætla tekjur Jöfnunarsjóðs og koma áætlanir þeirra gjarnan eftir að fyrri umræða fjárhagsáætlunar er búin.  Upphafleg áætlun Strandabyggðar fyrir 2020 var 244 milljónir í tekjur, en áætlun Jöfnunarsjóðs var síðan 236 milljónir.  Gert er ráð fyrir 15% niðurskurði í tekjum Jöfnunarsjóðs og er sá niðurskurður reiknaður frá 236 milljónum.  Heildartekjur á árinu verða því nær 200 milljónum.

 

Búið er að gera breytingar á áætlun 2020 sem gera ráð fyrir niðurskurði í flestum deildum og stofnunum, á bilinu 5-10% að jafnaði.  Búið er að gera tillögur um niðurskurð í framkvæmdum úr 59 milljónum í 23 milljónir. 

 

Það er í raun ekki hægt að tala um neitt svigrúm í rekstri Strandabyggðar umfram þetta.  Þessar áætlanir hafa verið samþykktar af sveitarstjórn og bornar undir endurskoðendur Strandabyggðar hjá KPMG.  Ljóst er að tekjur munu skerðast og búið er að bregðast við því með niðurskurðartillögum. Þetta mun hugsanlega kalla á skerðingu þjónustu og opnunartíma o.fl.  Við getum, eins og önnur sveitarfélög, tekist á við kostnaðarhliðina að vissu marki, en við getum lítið gert varðandi tekjuhliðina, a.m.k ekki til skamms tíma.

 

Sjóðstreymi

Okkar vandi liggur síðan í því, að vegna tekjuskerðingar skilar reksturinn ekki því fjármagni sem þarf til að standa skil á almennri starfsemi, afborgunum af lánum o.s.frv., a.m.k ekki að jafnaði.  Við erum því núna að skoða leiðir sem geta bætt þarna úr; skapað auknar tekjur og dregið úr beinum kostnaði.  Sala eigna, frestun verkefna sem kalla á aðkeypta þjónustu, frestun mannaráðninga, breytingar á lánum, nýjar lántökur ofl, er því til skoðunar.

 

Samhliða þessum aðgerðum, sem eru fyrst og fremst gerðar til að loka árinu, þarf sveitarstjórn að ræða ítarlega, stærri breytingar í rekstri. Sú umræða þarf líka að ná til tekjuhliðarinnar.  Það er ljóst að hagræðing í kostnaði er takmörkuð, nema breyta þeirri samfélagsmynd og þjónustustigi sem byggst hefur upp á undanförnum árum.  Slík breyting er ekki auðsótt.

 

Tekjur Sveitarfélagsins byggjast á tekjum Jöfnunarsjóðs og skattheimtu.  Hægt er að spá fyrir um útsvarstekjur með meiri vissu en tekjur Jöfnunarsjóðs.  Samdráttur í tekjum Jöfnunarsjóðs árið 2019 var 9% og spáð er 15% 2020.  Líklegt er að þær muni dragast saman enn frekar á árinu 2021.  Hér er um tugmilljóna tekjuskerðingu að ræða á hverju ári.

 

En, það er hægt að sporna við og markaðsetja Strandabyggð í þeirri von að það fjölgi ferðamönnum og skapi auknar tekjur í sveitarfélagið.  Til skoðunar er að setja fjármagn í markaðsátak nú í sumar.  Það þarf líka að ráðast í átak og laða að fleiri íbúa, sem myndi auka skatttekjur sveitarfélagsins til lengri tíma.  Hingað vantar iðnaðarmenn, íþróttakennara, tómstundafulltrúa o.s.frv. þannig að tilefnið er til staðar.

 

Það er ljóst að það er erfitt árferði núna og eitthvað inn í framtíðina.  Covid-19 og afleiðingar faraldursins hafa sett fjárhag og forsendur flestra sveitarfélaga úr skorðum.  Skerðing á tekjum Jöfnunarsjóðs er mikið högg og erfitt að fylla upp í þann tekjumissi nema hugsanlega til lengri tíma.  Og við verðum einfaldlega að  horfa til framtíðar og trúa á þau tækifæri sem við höfum.  Ferðaþjónusta, haftengd afþreying, þjóðtrú, galdrar og annað í sögunni, sem laðar hingað fólk, eru tækifæri sem við verðum að nýta.  Strandabyggð er mikilvægur þjónustukjarni og á þeim grunni verðum við að byggja.

 

Sterkar Strandir - áfram Strandabyggð!

 

 

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

Menningarverđlaun 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. júní 2020
Verđlaunahafar 2019
Verđlaunahafar 2019

 

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar (TÍM-nefnd) auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2020.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í ellefta skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum, stórum jafnt sem smáum. Því er dýrmætt að staldra lítið eitt við og verðlauna það sem vel er gert.


Nú er um að gera að leggja hausinn í bleyti og velja verðuga tilnefningu. Þeim má síðan skila, ásamt rökstuðningi, á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið eirikur@strandabyggd.is til kl.12:00 miðvikudaginn 24. júní.

TÍM-nefndin skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Hér má sjá fyrri verðlaunahafa:

           Ár  Menningarverðlaun Sérstök viðurkenning Heiðursverðlaun
2010   Grunnskóli/leikf/tónsk Sigurður Atlason  
2011   Þjóðfræðistofa   Leikfélag Hólmavíkur
2012   Einar Hákonarson   Sauðfjársetur á Ströndum
2013   Sauðfjársetur Viðar Guðmundsson  
2014   Leikfélag Hólmavíkur    
2015   Sigríður Óladóttir   Galdrasýning á Ströndum
2016   Sauðfjársetur Birkir og Sigga  
2017   Steinshús Esther Ösp Valdimarsdóttir  
2018   Dagrún Ósk Nátturbarnaskólinn   Ása Ketilsdóttir
2019   Leikfélag Hólmavíkur Sunneva Þórðardóttir  

 

 

Með kveðju

Eiríkur Valdimarsson

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón