A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Rampur á Hólmavík!

Þorgeir Pálsson | 20. júní 2024
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Þá er hann kominn til Hólmavíkur; fyrsti rampurinn frá "Römpum upp Ísland" og hann er við Galdur Brugghús!  Næsti rampur verður líklegast við Grunnskólann á Hólmavík og eru teikningar þegar komnar.

Þetta frábæra framtak, "Römpum upp Ísland" eða RUÍ gerir rampa, viðkomandi að kostnaðarlausu og sinnir aðgengi að verslunum, veitingastöðum og annarri þjónustu í eigu einkaaðila sem og aðgengi að byggingum hins opinbera hvort sem þær eru í eigu sveitarfélaga eða ríkis. Byrjað er á römpum:
  • þar sem hæð að hurðargati er 20 cm eða minna 
  • Þar sem hurðarop er 83 cm eða meira
  • Þar sem gangstétt er hellulögð og nægjanlega breið til að rúma ramp og gönguleið. (Miðað við ofantalin hæðamörk má hallinn ekki vera meira en 1:12 sem segir að t.d. 10 cm hæð við hurðargat kallar á ramp, 1,20 cm á lengd). Mögulegt er að rampa þar sem stétt er steypt eða malbikuð en þær framkvæmdir væru á ábyrgð sveitarfélagsins. 

20 cm hækkun er almennt í formi bungu sem er aflíðandi frá hurð í halla 1:12 

 

RUÍ mun teikna allar aðgengisbreytingar og leggja þær sem eru á landi sveitarfélagsins fyrir viðkomandi stofnun og hinar fyrir viðkomandi húseigendur í samvinnu við sveitarfélagið.  Æskilegt er að sveitarfélagið sinni ákveðinni undirbúningsvinnu en RUÍ vinnur fyrst og fremst á hellulögðum gangstéttum. RUÍ sendir hellur á staðinn og mannskap og tæki til að vinna verkið en óskar eftir því að sveitarfélagið útvegi húsnæði og fæði á meðan á verkinu stendur. 

 

Þetta er frábært framtak og við þökkum RUÍ og aðstandendum þess kærlega fyrir!

kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Athugið!

Þorgeir Pálsson | 20. júní 2024
Rétt er að vekja athygli íbúa á eftirfarandi, sem fram kom og var rætt á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar:

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd vekur athygli á að í kynningu er vinnslutillaga af heildar endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar. Hún er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Nefndin hvetur íbúa og alla sem láta sér málið varða að kynna sér efnið:  https://skipulagsgatt.is/issues/2024/675
  2. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða hefur auglýst skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt svæðisskipulag Vestfjarða, nefndin hvetur alla til að kynna sér lýsinguna, sem er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunnar: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/603
  3. Umhverfis- og skipulagsnefnd lýsir yfir áhyggjum af stöðugri útbreiðslu ágengrar plantna svo sem lúpínu og kerfils og hvetur sveitarstjórn til að leita sér ráðgjafar um varnir gegn þessum ófögnuði.

Auka sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð, nr. 1364

Þorgeir Pálsson | 19. júní 2024
Auka sveitarstjórnarfundur nr 1364 í sveitarstjórn Strandabyggðar, verður haldinn að Hafnarbraut 25, föstudaginn 21. júni n.k. kl 12:00

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Umsögn vegna afgreiðslu Aflamarksnefndar vegna umsóknar um aflamark á Hólmavík.

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Óskar Hafsteinn halldórsson
Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2024

Heiðrún Harðardóttir | 18. júní 2024
« 1 af 3 »
Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt við hátíðlega athöfn 17 júní á Galdratúninu á Hólmavík. 

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2024 hlaut Sauðfjársetur á Ströndum. Frá opnun Sauðfjársetursins hefur það auðgað allt menningarlíf á Ströndum og gestafjöldi safnsins aukist ár frá ári. Mikill metnaður er lagður í að endurnýja og setja upp nýjar hliðar sýningar ásamt föstu sýningunni. Þar er einnig rekið frábært kaffihús. Tvær stórar hátíðir eru haldnar ár hvert, Náttúrubarnahátíð og Hrútadómar, auk fjölda viðburða yfir veturinn. Þá var Sauðfjársetrið einnig tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2024. Geri aðrir betur. 

Sérstaka viðurkenningu Strandabyggðar vegna samfélagsmála 2024 hlaut Hafdís Gunnarsdóttir. Hafdís hefur unnið ötullega að því að sameina fólk og fyrirtæki á staðnum er kemur að því að koma upp frisbígolfvelli á eða við Hólmavík. Frisbígolf er nýtt sport sem hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi og kemur til með að glæða staðinn er varðar afþreyingu til muna. Að þessu hefur Hafdís unnið í sjálfboðaliðastarfi meðfram erfiðum veikindum og á skilið mikið hrós og lof fyrir einstaka jákvæðni og elju.

Bestu hamingjuóskir til verðlaunahafa.

Niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna

Heiðrún Harðardóttir | 18. júní 2024
Niðurstöður úr íbúakönnun landshlutanna sem gerð var sl. vetur hafa verið birtar. 

Könnunin var stór og viðamikil og tekur til ólíkra þátta búsetuskilyrða á landinu öllu. Í könnuninni er Vestfjörðum skipt í þrjú svæði: Norðanverða vestfirði, sunnanverða vestfirði og Strandir og Reykhóla. 

Meðfylgjandi er hlekkur á frétt Vestfjarðastofu um könnunina þar sem finna má íbúakönnun landshlutanna 2023.

Íbúakönnun landshlutanna er komin út | Vestfjarðastofa (vestfirdir.is)
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón