A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandakrakkar gera það gott í Vasa-göngunni

| 28. febrúar 2012
Frá Strandagöngunni 2011 - ljósm. Ingimundur Pálsson
Frá Strandagöngunni 2011 - ljósm. Ingimundur Pálsson
Ungir skíðamenn úr Strandabyggð gerðu það aldeilis gott í Svíþjóð nú fyrr í vikunni, en þar er staddur dágóður hópur úr Skíðafélagi Strandamanna sem hyggur á margvíslegar Vasa-skíðagöngur í þessari viku. Þau Númi Leó Rósmundsson, Branddís Ösp Ragnarsdóttir og Stefán Snær Ragnarsson kepptu í UngdomsVasa síðasta sunnudag og stóðu sig öll frábærlega. Branddís og Númi kepptu í flokki 13-14 ára, en sá aldurshópur gengur 7 km. Branddís endaði í 24. sæti af 73 keppendum í flokki stúlkna, en Númi lenti í 18. sæti af 82 keppendum í sínum flokki. Stefán Snær keppti í flokki 11-12 ára og lauk keppni í 89. sæti af 170 keppendum.


Þess má geta að krakkarnir af Ströndum voru einu íslensku keppendurnir í UngdomsVasa. Á vefsíðu Skíðafélags Strandamanna kemur fram að þau hafi öll verið mjög ánægð með daginn, veðrið hafi leikið við þau og göngufæri hafi verið afar gott. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir krökkunum og öðrum keppendum í Vasagöngunni góða strauma og hamingjuóskir.

Tónlist fyrir alla

| 27. febrúar 2012
Hólmavíkurkirkja. Mynd af vefnum.
Hólmavíkurkirkja. Mynd af vefnum.
Í dag 27. febrúar munu tónlistarmennirnir Páll Eyjólfsson gítarleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari flytja efnisskrá í tengslum við verkefnið Tónlist fyrir alla. Þau leika fyrir nemendur í Grunnkólanum á Hólmavík, Grunnskólanum á Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla. Dagskráin fer fram í Hólmavíkurkirkju og hefst klukkan 11:10.

Upphaf skólatónleika á Íslandi - Tónlist fyrir alla má rekja aftur til ársins 1994, þegar íslensku þjóðinni barst peningagjöf frá Norðmönnum í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands arið 1994 og skyldu þessir fjármunir notaðir til að efla tónlistar- og menningarstarf í grunnskólum á Íslandi. Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.
...
Meira

Afmælistónleikar Viðars - ágóði rennur til góðgerðarmála

| 25. febrúar 2012
Viðar Guðmundsson tónlistarmaður í Miðhúsum verður með tónleika í Hólmavíkurkirkju í dag í tilefni af 30 ára afmæli sínu og hefjast þeir kl. 16:00. Viðar hélt fyrri afmælistónleika sína í Reykholtskirkju s.l. fimmtudag. Á tónleikunum munu ásamt Viðari koma fram kórar ásamt fjölda einsöngvara. Miðaverð er kr. 2.000.- og rennur allur ágóði til góðgerðarmála. Ekki verður posi á staðnum.

Heimilislegir tónleikar í Skelinni í kvöld

| 24. febrúar 2012
Tónlistarfólkið Adda og Linus eru nýir gestir í Skelinni - lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Adda hefur áður dvalið í Skelinni og hitaði þá upp fyrir tónleika Megasar í Bragganum ásamt Sunnu systur sinni. Nú er hún mætt á ný, með Linus sér við hlið, en þau verða með huggulega og heimilislega tónleika í Skelinni, föstudaginn 24. febrúar, kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Frétt af www.strandir.is

Góugleði 2012

| 23. febrúar 2012
Góugleðin 2011. Mynd Jón Jónsson.
Góugleðin 2011. Mynd Jón Jónsson.
Góugleðin verður haldin laugardaginn 10. mars n.k. Cafe Riis mun sjá um matinn og hin landsþekkta hjómsveit Stuðlabandið leikur fyrir dansi eftir að borðhaldi lýkur.  Að þessu sinni verður ekki gengið í hús með lista en skráning á skemmtunina fer fram í netföngum jedvald@simnet.is og smt@snerpa.is - eins er hægt hafa samband við Jón Eðvald Halldórsson í síma 862-8735  og Sigurð Marinó Þorvaldsson í síma 894-4806 sem taka niður skráningar.

Fréttatilkynning frá Góunefndinni.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón