A A A

Valmynd

Fréttir

Nýtt!

| 30. júní 2016
Jón Halldórsson verðu með ljósmynda og sölusýning á Hamingjudögum. Betra seint en aldrei eins og hann segir sjálfur frá. Hann mun sýna 40 myndir sem settar voru á striga og verða til sýnis og sölu í gömlu Esso N1 sjoppunni. Sýningaropnun verður kl 16.00 á föstudaginn 1 júlí.
"Endilega komið við og sjáið smá brotabrot af myndum mínum sem verða í sjoppunni um komandi helgi." Jón Halldórsson

Kynnið ykkur þennan viðburð og fleiri hér.

Náttúrubarnaskólinn með hamingjuþema

| 29. júní 2016
Fyrsti viðburður Hamingjudaga 2016 er í boði Náttúrubarnaskólans á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Fimmtudaginn 30. júní verður í boði fyrir náttúrubörn á öllum aldir að mæta í Náttúrubarnaskólann á milli 13:00 og 17:00 þar sem hamingjan mun ráða ríkjum með sérstöku hamingjuþema. Skráning í síma 661-2213, á facebook-síðu Náttúrubarnaskólans eða á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com, skráningargjald eru 3.000 kr. 

Dagskrá - rafræn útgáfa - Festival Program

| 29. júní 2016

Leikhópurinn Lotta

| 28. júní 2016
Leikhópurinn Lotta hefur heimsótt okkur í Strandabyggð seinustu Hamingjudaga og ætla ekki að láta sig vanta í ár. 

Leikhópurinn Lotta mun sýna sitt árlega leikverk laugardaginn 2. júlí kl. 11:00 í Kirkjuhvamminum. Þetta hefur leikhópurinn að segja um nýjasta verk sitt:

„Sumarið 2016 mun Leikhópurinn Lotta setja upp leikritið um Litaland. Það er hún Anna Bergljót Thorarensen sem skrifar verkið eins og síðustu ár. Tónlistin er samin af þeim Baldri Ragnarssyni, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. Það er Ljóti hálfvitinn Sævar Sigurgeirsson sem semur söngtextana fyrir utan einn sem Baldur samdi.  Þau Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hanna leikmyndina og Kristina Berman hannar og býr til búningana. Ljósmyndir voru teknar af henni Ragnheiði Arngrímsdóttur. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum okkar honum Stefáni Benedikt Vilhelmssyni en vinir Ævintýraskógarins þekkja hann sennilega best undir nafninu Hrói höttur.“

Hamingjuhlaupið

| 28. júní 2016

Það er Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík, sem er upphafsmaður Hamingjuhlaupsins. Sagan segir að þátttakendur öðlist mikla hamingju að hlaupi loknu. 

Hamingjuhlaupið 2016 hefst á hlaðinu á Laugarhóli í Bjarnarfirði kl. 10:00 árdegis. Stefnan er tekin suður á bóginn og yfir brúna á Bjarnarfjarðará. Á vegamótunum sunnan við brúna er beygt til hægri og veginum fylgt örskamman spöl að sumarbústað sem stendur rétt ofan við veginn. Þar í grennd er beygt til fjalls og gömlum slóða fylgt upp á Bjarnarfjarðarháls. Hlaupið er upp á Sandneshrygg með Grjóthólmavatn á hægri hönd og Haugsvatn skömmu síðar. Leiðin liggur svo niður brekkurnar vestan við Kolsá alla leið niður á veg við Sandnesbæinn. Þar með er fjallahlaupahluta leiðarinnar lokið og eftir það er hlaupið eftir aðalveginum inn fyrir Steingrímsfjörð og alla leið til Hólmavíkur, þó með þeirri undantekningu að hlaupið er eftir gamla veginum fyrir ofan Grænanes.

Vegalengdin sem um ræðir er lauslega áætluð um 32,1 km og þeir sem ekki treysta sér alla leiðina geta slegist í hópinn hvar sem er eftir að komið er niður að Sandnesi. 

Hlaupið er ekki keppnishlaup, heldur halda hlaupararnir yfirleitt hópinn og fylgja fyrirfram gerðri tímaáætlun. Ekki er þörf á að skrá sig í hlaupið. Þeir sem ekki treysta sér í jafn langt hlaup og þetta geta þess vegna byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu. Nánari upplýsingar um hlaupið má finnar hér.

Kassabílarallý

| 27. júní 2016

Kassabílarallýið er einn af föstum liðum á Hamingjudögum og veitir mörgum gleði og hamingju. Í ár mun keppnin vera haldin á laugardeginum kl. 12:30 á malbikaða planinu á bak við Hólmadrang. Hver og einn mætir með sinn kassabíl og er skylda að bera hjálm í keppninni. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sætið og frumlegasta bílinn. Það er því ekki seinna vænna en að fara gera sinn kassabíl tilbúinn.

Marinó Helgi Sigurðsson var sigurskarpastur í rallýinu árið 2015 og Kristinn Jón Karlsson fékk verðlaun fyrir frumlegasta bílinn.  

Sýningar á Hamingjudögum 2016

| 24. júní 2016

Eftir viku mun hátíðin okkar Hamingjudagar 2016 vera formlega sett með afhendingu Menningarverðlauna Strandabyggðar í Hnyðju. Sama dag munu tvær glæsilegar sýningar vera opnar. 
Náttúrubörn á Ströndum er ljósmyndasýning sem endurspeglar magnaða og fjölbreytta náttúru og dýralíf á Ströndum. Sýningin verður opnuð á Hamingjudögum 2016 í sal Kaupfélagsins á Hólmavík. Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi stendur fyrir sýningunni og boðið verður upp á dýrindis hamingjujurtaseyði við opnunina. Sýningin verður svo opin alla helgina frá kl. 09:00 til kl. 22:30. Það er gaman að segja frá því að á sama stað í Hnyðju mun vera auður strigi og málning þar sem öllum er velkomið að taka upp pensil og mála. Saman munum við búa til Hamingjulistaverk.
Dillur er fyrsta einkasýning Andreu Kristínar Jónsdóttur - AnKrJó - á eigin verkum en áður hefur hún tekið þátt í nemendasýningu við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Verkin eru ýmist unnin á krossvið eða bleyjuléreft og oftast notar hún akrílmálningu þótt önnur efni blandist við á köflum. Sýningin verður opin alla helgina frá kl. 12:00 til 18:00. 

Hnallþórukeppni

| 21. júní 2016

Hnallþóruhlaðborðið er einn af stærstu viðburðum Hamingjudaga ár hvert.

Við hvetjum alla þá sem mögulega hafa tök á að baka köku að gera það og mæta með hana á hlaðborðið til að tryggja að allir fái eitthvað að smakka!

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir flottustu hnallþórurnar.

Sveitastjórn mun sjá um dómgæslu í Hnallþóru­keppninni í ár.

Mikilvægt er að fólk komi með terturnar að Vigtarskúr milli kl. 13:00 og 14:00 á laugardeginum 2. júlí.

Að lokum er fólk hvatt til að merkja hnífa, spaða og diska vel svo ekkert glatist nú!

Laust sýningarpláss

| 21. júní 2016
Í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík er laust sýningarpláss. Ef þú eða einhver sem þú þekkir vilt nýta tækifærið hafið þá samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa í síma 846-0281 eða sendið tölvupóst tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Markaður á Hamingjudögum

| 15. júní 2016
Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum laugardaginn 2. júlí frá kl. 12:00-17:00. Með básnum fylgir tvö borð og aðgangur að rafmagni. Verð á básnum er 1.500 kr. Markaðurinn verður staðsettur ef veður leyfir við Galdratúnið í veislutjöldum.


Söluaðilar á Ströndum eru eindregið hvattir til að láta vita af sér tímanlega. Tekið er við skráningum á sölubása til mánudagsins 27. júní. Vinsamlegast látið vita sem allra fyrst í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í s. 846-0281 Íris Ósk.

Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón